Er það ekki bara frábært að vinna eftir sjötugt! Maríanna H. Helgadóttir skrifar 15. júlí 2022 14:01 Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp til breytinga á heilbrigðislögum nr. 34/2012 um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráð fólk til starfa til 75 ára aldurs: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3219. Hugmyndafræðin um að veita atvinnurekendum þessa heimild er góð en ekki nægjanlega vel ígrunduð sé horft til réttarstöðu starfsfólks sem ræður sig til starfa eftir sjötugt. Í mati yfirvalda um áhrif þessara lagabreytingar er ýmislegt kortlagt líkt og áhrif á fjármuni ríkissjóðs, áhrif á mönnun heilbrigðisstofnana og áhrif á heilbrigðisþjónustu við almenning en engin kortlagning á sér stað um áhrif þessarar breytinga á réttarstöðu starfsfólksins sem hefur möguleika á að ráða sig til starfa eftir sjötugt. Grunnhugsun í þessari breytingu er að koma í veg fyrir mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. Hvað orsakar þennan mönnunarvanda? Hvers vegna er mikið af heilbrigðisstarfsfólki sem kýs að vinna ekki á heilbrigðisstofnun? Er það vegna álags í starfi? Er það vegna þess að vinnuaðstæður eru ófullnægjandi? Er það vegna þess að launakjörin eru of lág? Þegar stórt er spurt þá er lítið um svör. Mikilvægt er að vita hvers vegna mannekla er á heilbrigðisstofnunum áður en gripið er til svona ráðstafana til að bjarga sér fyrir horn varðandi manneklu á heilbrigðisstofnunum. Fram kemur að í stað þess að breyta heilbrigðislögunum væri hægt að breyta starfsmannalögunum nr. 70/1996 en það væri mun flóknara. Því er ákveðið að fara þessa leið og breyta ákvæðum í lögum um heilbrigðisstarfsmenn um heimild heilbrigðisstofnana til að ráða starfsfólk lengur en til sjötugs. Af hverju er sú aðgerð flóknari? Er verið að takmarka réttarstöðu starfsfólks sem er eldra en 70 ára? Á það starfsfólk að vera í tímavinnu? Fram kemur í þessu skjali að ekki verður hægt að ráða heilbrigðisstarfsfólk til starfa í aðalstarf eftir 70 ára aldur samkvæmt starfsmannalögum. Það væri mun skynsamlegra að setja almenna heimild í starfsmannalögin sem heimilar atvinnurekendum almennt að ráða starfsfólk til starfa eftir sjötugt en mikilvægt er að réttindi og launakjör séu tryggð með sama hætti og starfsfólks 70 ára og yngra. Það þarf að vera tryggt að starfsfólk eldra en 70 ára geti greitt í lífeyrissjóð, það þarf að vera greiðsluskylda á atvinnurekendum að greiða mótframlag í lífeyrissjóð, það er nefnilega þannig að skylduaðild að lífeyrissjóði er frá 16 ára til 70 ára aldurs. Hvernig áformar ríkið að standa að þessu? Á að auglýsa öll störf? Á að gera nýjan ráðningarsamning þó viðkomandi sé í starfi hjá tiltekinni stofnun? Fær aðeins sumt starfsfólk að halda áfram störfum eftir geðþóttaákvörðun stjórnenda stofnana? Hvaða starfshlutfall verður í boði? Verður starfsfólk í vaktavinnu áfram undanþegið næturvöktum? Þurfa þau að vera í 100% starfi? Mun annað launakerfi ná til þess starfsfólks? Er þetta ásættanleg breyting? Er þetta rétta leiðin? Mögulega eru aðrar stofnanir hins opinbera að glíma við mönnunarvanda eða skort á starfsfólki með sérþekkingu og því er ekki rétt að einblína eingöngu á heilbrigðisstarfsfólk. Því væri best ef framkvæmdin yrði þannig að um væri að ræða almennan rétt starfsfólks til að ákveða það hvort það vildi vinna lengur en til 70 ára aldurs. Það á alls ekki að vera einvörðungu heimild atvinnurekanda á heilbrigðistofnun að ákveða að ráða starfsfólk eldra en sjötugt til starfa. Það verður einnig að vera tryggt að réttarstaða og launakjör þeirra sem ráðnir eru til starfa eftir 70 ára aldur séu að lágmarki þau sömu og réttindi annarra launþega 70 ára og yngri. Það er alveg óviðunandi að launakjör þeirra sem eru í starfi hjá ríkinu séu á einhvern hátt lakari en þeirra sem eru 70 ára og yngri. Af hverju þarf að gera nýjan ráðningarsamning? Það er mjög sérkennilegt að gera þurfi nýjan ráðningarsamning við það starfsfólk sem vill halda áfram að starfa eftir sjötugt. Eðli málsins samkvæmt ætti að framlengja fyrri ráðningarsamningi sé hann til staðar. Ákjósanlegra væri ef atvinnurekanda væri skylt að senda starfsfólki bréf með þriggja mánaða fyrirvara um að viðkomandi verði sagt upp störfum við 70 ára aldur, nema að skrifleg tilkynning berist stofnuninni, innan mánaðar, um að viðkomandi vilji halda áfram störfum og þá til hvaða aldurs. Ég tel það mjög skynsamlegt að starfsfólki sé veittur réttur til sveigjanlegra starfsloka en það má aldrei bitna á réttindum þess. Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga sem er annað stærsta aðildarfélagið innan Bandalags háskólamanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnvalda er til umsagnar áform stjórnvalda um að leggja fram frumvarp til breytinga á heilbrigðislögum nr. 34/2012 um að heimila heilbrigðisstofnunum að ráð fólk til starfa til 75 ára aldurs: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=3219. Hugmyndafræðin um að veita atvinnurekendum þessa heimild er góð en ekki nægjanlega vel ígrunduð sé horft til réttarstöðu starfsfólks sem ræður sig til starfa eftir sjötugt. Í mati yfirvalda um áhrif þessara lagabreytingar er ýmislegt kortlagt líkt og áhrif á fjármuni ríkissjóðs, áhrif á mönnun heilbrigðisstofnana og áhrif á heilbrigðisþjónustu við almenning en engin kortlagning á sér stað um áhrif þessarar breytinga á réttarstöðu starfsfólksins sem hefur möguleika á að ráða sig til starfa eftir sjötugt. Grunnhugsun í þessari breytingu er að koma í veg fyrir mönnunarvanda á heilbrigðisstofnunum. Hvað orsakar þennan mönnunarvanda? Hvers vegna er mikið af heilbrigðisstarfsfólki sem kýs að vinna ekki á heilbrigðisstofnun? Er það vegna álags í starfi? Er það vegna þess að vinnuaðstæður eru ófullnægjandi? Er það vegna þess að launakjörin eru of lág? Þegar stórt er spurt þá er lítið um svör. Mikilvægt er að vita hvers vegna mannekla er á heilbrigðisstofnunum áður en gripið er til svona ráðstafana til að bjarga sér fyrir horn varðandi manneklu á heilbrigðisstofnunum. Fram kemur að í stað þess að breyta heilbrigðislögunum væri hægt að breyta starfsmannalögunum nr. 70/1996 en það væri mun flóknara. Því er ákveðið að fara þessa leið og breyta ákvæðum í lögum um heilbrigðisstarfsmenn um heimild heilbrigðisstofnana til að ráða starfsfólk lengur en til sjötugs. Af hverju er sú aðgerð flóknari? Er verið að takmarka réttarstöðu starfsfólks sem er eldra en 70 ára? Á það starfsfólk að vera í tímavinnu? Fram kemur í þessu skjali að ekki verður hægt að ráða heilbrigðisstarfsfólk til starfa í aðalstarf eftir 70 ára aldur samkvæmt starfsmannalögum. Það væri mun skynsamlegra að setja almenna heimild í starfsmannalögin sem heimilar atvinnurekendum almennt að ráða starfsfólk til starfa eftir sjötugt en mikilvægt er að réttindi og launakjör séu tryggð með sama hætti og starfsfólks 70 ára og yngra. Það þarf að vera tryggt að starfsfólk eldra en 70 ára geti greitt í lífeyrissjóð, það þarf að vera greiðsluskylda á atvinnurekendum að greiða mótframlag í lífeyrissjóð, það er nefnilega þannig að skylduaðild að lífeyrissjóði er frá 16 ára til 70 ára aldurs. Hvernig áformar ríkið að standa að þessu? Á að auglýsa öll störf? Á að gera nýjan ráðningarsamning þó viðkomandi sé í starfi hjá tiltekinni stofnun? Fær aðeins sumt starfsfólk að halda áfram störfum eftir geðþóttaákvörðun stjórnenda stofnana? Hvaða starfshlutfall verður í boði? Verður starfsfólk í vaktavinnu áfram undanþegið næturvöktum? Þurfa þau að vera í 100% starfi? Mun annað launakerfi ná til þess starfsfólks? Er þetta ásættanleg breyting? Er þetta rétta leiðin? Mögulega eru aðrar stofnanir hins opinbera að glíma við mönnunarvanda eða skort á starfsfólki með sérþekkingu og því er ekki rétt að einblína eingöngu á heilbrigðisstarfsfólk. Því væri best ef framkvæmdin yrði þannig að um væri að ræða almennan rétt starfsfólks til að ákveða það hvort það vildi vinna lengur en til 70 ára aldurs. Það á alls ekki að vera einvörðungu heimild atvinnurekanda á heilbrigðistofnun að ákveða að ráða starfsfólk eldra en sjötugt til starfa. Það verður einnig að vera tryggt að réttarstaða og launakjör þeirra sem ráðnir eru til starfa eftir 70 ára aldur séu að lágmarki þau sömu og réttindi annarra launþega 70 ára og yngri. Það er alveg óviðunandi að launakjör þeirra sem eru í starfi hjá ríkinu séu á einhvern hátt lakari en þeirra sem eru 70 ára og yngri. Af hverju þarf að gera nýjan ráðningarsamning? Það er mjög sérkennilegt að gera þurfi nýjan ráðningarsamning við það starfsfólk sem vill halda áfram að starfa eftir sjötugt. Eðli málsins samkvæmt ætti að framlengja fyrri ráðningarsamningi sé hann til staðar. Ákjósanlegra væri ef atvinnurekanda væri skylt að senda starfsfólki bréf með þriggja mánaða fyrirvara um að viðkomandi verði sagt upp störfum við 70 ára aldur, nema að skrifleg tilkynning berist stofnuninni, innan mánaðar, um að viðkomandi vilji halda áfram störfum og þá til hvaða aldurs. Ég tel það mjög skynsamlegt að starfsfólki sé veittur réttur til sveigjanlegra starfsloka en það má aldrei bitna á réttindum þess. Höfundur er formaður og framkvæmdastjóri Félags íslenskra náttúrufræðinga sem er annað stærsta aðildarfélagið innan Bandalags háskólamanna.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar