Fjórtán létust í þyrluslysi þegar eiturlyfjabarón var handtekinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 16. júlí 2022 15:14 Handtaka Rafael Caro Quintero reyndist dýrkeypt fyrir mexíkóska sjóherinn. AP/Guillermo Juarez Fjórtán hermenn mexíkóska sjóhersins létust þegar þyrla hrapaði til jarðar í kjölfar handtöku á eiturlyfjabaróninum Rafael Caro Quintero á föstudag. Hinn alræmdi Quintero hefur verið á lista FBI yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims síðan 2018. Í yfirlýsingu frá mexíkóska sjóhernum kemur fram að fótgönguliðar hersins hafi handtekið Quintero eftir að sjóhershundur fann hann í runna í bænum San Símon í ríkinu Sinaloa í norðvesturhluta Mexíkó. Aðgerð hersins gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig af því að í kjölfar handtökunnar á Quintero hrapaði Black Hawk þyrla hersins til jarðar í borginni Los Mochis með þeim afleiðingum að fjórtán létust og einn var fluttur særður á spítala. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Umfangsmikill og blóði drifinn glæpaferill Rafael Caro Quintero sem er 69 ára gamall er einn alræmdasti eiturlyfjabarón heims og er meðal annars gert að sök að hafa stofnað Guadalajara-glæpahringinn á áttunda áratugnum. Glæpahringurinn stóð fyrir umfangsmikilli ólöglegri verslun amfetamíns, heróíns, kókaíns og marijúana á áttunda og níunda áratugnum. Quintero er jafnframt eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir morðið á DEA-fulltrúanum Enrique Camarena Salazar árið 1985. Salazar var rænt af meðlimum Guadalajara-eiturlyfjahringsins sem pyntuðu hann og drápu. Plakat með myndum af Rafael Caro Quintero og upplýsingum um glæpi hans sem FBI notaði til að lýsa eftir honum.FBI/AP Í kjölfarið var Quintero handtekinn og dæmdur í 40 ára fangelsi í Mexíkó fyrir morðið á Salazar. Hann hafði setið 28 ár í fangelsi þegar hæstiréttur Mexíkó sneri dómnum við árið 2013 vegna réttarfarslegs atriðis. Að sögn FBI fór Quintero aftur út í ólöglega eiturlyfjasölu eftir að hann losnaði, nema þá fyrir Sinaloa-eiturlyfjahringinn. Árið 2018 setti FBI hann á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims og buðu tuttugu milljón dala verðlaun fyrir handtöku hans. Og nú hefur hann verið gómaður. Merrick Garland, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin myndu krefjast framsals Quintero til Bandaríkjanna svo hann gæti farið fyrir dóm þar. Mexíkó Bandaríkin Tengdar fréttir Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Í yfirlýsingu frá mexíkóska sjóhernum kemur fram að fótgönguliðar hersins hafi handtekið Quintero eftir að sjóhershundur fann hann í runna í bænum San Símon í ríkinu Sinaloa í norðvesturhluta Mexíkó. Aðgerð hersins gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig af því að í kjölfar handtökunnar á Quintero hrapaði Black Hawk þyrla hersins til jarðar í borginni Los Mochis með þeim afleiðingum að fjórtán létust og einn var fluttur særður á spítala. Ekki er vitað hvað olli slysinu. Umfangsmikill og blóði drifinn glæpaferill Rafael Caro Quintero sem er 69 ára gamall er einn alræmdasti eiturlyfjabarón heims og er meðal annars gert að sök að hafa stofnað Guadalajara-glæpahringinn á áttunda áratugnum. Glæpahringurinn stóð fyrir umfangsmikilli ólöglegri verslun amfetamíns, heróíns, kókaíns og marijúana á áttunda og níunda áratugnum. Quintero er jafnframt eftirlýstur af bandarískum yfirvöldum fyrir morðið á DEA-fulltrúanum Enrique Camarena Salazar árið 1985. Salazar var rænt af meðlimum Guadalajara-eiturlyfjahringsins sem pyntuðu hann og drápu. Plakat með myndum af Rafael Caro Quintero og upplýsingum um glæpi hans sem FBI notaði til að lýsa eftir honum.FBI/AP Í kjölfarið var Quintero handtekinn og dæmdur í 40 ára fangelsi í Mexíkó fyrir morðið á Salazar. Hann hafði setið 28 ár í fangelsi þegar hæstiréttur Mexíkó sneri dómnum við árið 2013 vegna réttarfarslegs atriðis. Að sögn FBI fór Quintero aftur út í ólöglega eiturlyfjasölu eftir að hann losnaði, nema þá fyrir Sinaloa-eiturlyfjahringinn. Árið 2018 setti FBI hann á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn heims og buðu tuttugu milljón dala verðlaun fyrir handtöku hans. Og nú hefur hann verið gómaður. Merrick Garland, ríkissaksóknari Bandaríkjanna, sagði að Bandaríkin myndu krefjast framsals Quintero til Bandaríkjanna svo hann gæti farið fyrir dóm þar.
Mexíkó Bandaríkin Tengdar fréttir Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Sjá meira
Interpol lýsir eftir 15 stórhættulegum glæpamönnum Interpol lýsir eftir stórhættulegum glæpamönnum á veraldarvefnum en þetta kemur fram á vefsíðu alþjóðalögreglunnar Interpol. 16. desember 2013 09:34