LIV kylfingar vekja athygli á Opna breska Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 15:00 Patrick Reed með LIV derhúfuna á fyrsta degi Opnu bresku mótaraðarinnar í golfi. Getty Images Alls eru 24 kylfingar sem keppa á LIV mótaröðinni í golfi sem taka þátt á Opna bresku mótaröðin sem nú stendur yfir. LIV golfarar misstu þátttökurétt sinn á PGA mótaröðinni eftir að þeir ákváðu að ganga til liðs við LIV mótaröðina sem er fjármögnuð af Sádi-Aröbum. Forráðamenn Opna breska meistaramótsins meinar þeim þó ekki þátttöku og alls voru 24 LIV kylfingar sem hófu leik á Opna breska. 13 af þeim 24 hafa ekki tekist að forðast niðurskurðinn eftir annan hring, þeirra á meðal Phil Mickelson, Brooks Koepka og Louis Oosthuizen. Margir kylfingar hafa verið gagnrýndir fyrir að skipta yfir á LIV og sumir sagðir aðeins vera peningagráðugir. Eðlilega vekja þessir kylfingar athygli fjölmiðla og þeir eru reglulega spurðir út í LIV mótaröðina á Opna breska mótinu. Af þeim LIV kylfingum sem eftir eru á Opna breska er Dustin Johnson í forystu á 9 höggum undir pari eftir annan hring. Johnson, sem er í fimmta sæti á heildarlistanum, segist ekki vera var við allt það fát sem er í gangi í kringum LIV mótaröðina þar sem hann fylgist ekki með fjölmiðlum. Dustin Johnson er alveg sama hvað annað fólk segir um sig.Getty Images „Ég les ekki neitt. Þannig ef það væri verið að skrifa eitthvað neikvætt um mig þá myndi ég ekki vita af því. Ég veiti þessu enga athygli,“ sagði Johnson áður en hann bætti við. „Þetta truflar mig alls ekki neitt. Allir hafa sínar skoðanir og ég hef mína. Eina skoðunin sem mér er ekki sama um er mín eigin.“ Talor Gooch er næstur í LIV röðinni á Opna breska á sjö höggum undir pari. Gooch er í áttunda sæti á heildarlistanum en hann segir að öll gagnrýnin sem LIV kylfingarnir hafi fengið sameini þá sem hóp. „Klárlega, manni líður eins og allir séu á móti okkur en það er bara allt í lagi. Þetta hefur þjappað okkur meira saman,“ sagði Gooch, sem upphaflega ætlaði bara að taka þátt á einu LIV móti en eftir að PGA bannaði hann frá frekari þátttöku á PGA mótaröðinni vegna þess ákvað Gooch að taka þátt í LIV af fullum þunga. Patrick Reed á öðrum degi Opna breska, með LIV derhúfuna á sínum stað.Getty Images Patrik Reed er þó sá LIV kylfingur sem hefur vakið mesta athygli á Opna breska mótinu til þessa. Reed hefur ekki hikað við að klæðast varningi merktan LIV mótaröðinni alla þrjá dagana til þessa. Reed er ekki í neinum feluleik. Gengi Reed á golf vellinum er svo annað mál en hann var sjötti af LIV kylfingum eftir annan hring á fjórum höggum undir pari. Alls var Reed í 25. sæti af öllum kylfingum á Opna breska meistaramótinu eftir annan hring. Spilaði hann þriðja hring á tveimur yfir pari og er nú samtals á tveimur höggum undir pari. Patrick Reed á degi þrjú, enn þá með LIV húfuna.Getty Images Opna breska LIV-mótaröðin Tengdar fréttir Kallar þá sem gengu til liðs við LIV hræsnara og lygara Bandaríski kylfingurinn Billy Horschel virðist ekki hrifinn af þeim kylfingum sem gengu til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina og segir að þeir eigi ekki að fá að spila á DP World Tour eða PGA-mótaröðinni. 6. júlí 2022 14:46 Li(v)ðhlauparnir fá að keppa á Opna breska Kylfingum sem hafa gengið til liðs við hina afar umdeildu LIV-mótaröð í Sádí-Arabíu verður ekki meinað að keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi, fjórða risamóti ársins. 22. júní 2022 12:32 Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
LIV golfarar misstu þátttökurétt sinn á PGA mótaröðinni eftir að þeir ákváðu að ganga til liðs við LIV mótaröðina sem er fjármögnuð af Sádi-Aröbum. Forráðamenn Opna breska meistaramótsins meinar þeim þó ekki þátttöku og alls voru 24 LIV kylfingar sem hófu leik á Opna breska. 13 af þeim 24 hafa ekki tekist að forðast niðurskurðinn eftir annan hring, þeirra á meðal Phil Mickelson, Brooks Koepka og Louis Oosthuizen. Margir kylfingar hafa verið gagnrýndir fyrir að skipta yfir á LIV og sumir sagðir aðeins vera peningagráðugir. Eðlilega vekja þessir kylfingar athygli fjölmiðla og þeir eru reglulega spurðir út í LIV mótaröðina á Opna breska mótinu. Af þeim LIV kylfingum sem eftir eru á Opna breska er Dustin Johnson í forystu á 9 höggum undir pari eftir annan hring. Johnson, sem er í fimmta sæti á heildarlistanum, segist ekki vera var við allt það fát sem er í gangi í kringum LIV mótaröðina þar sem hann fylgist ekki með fjölmiðlum. Dustin Johnson er alveg sama hvað annað fólk segir um sig.Getty Images „Ég les ekki neitt. Þannig ef það væri verið að skrifa eitthvað neikvætt um mig þá myndi ég ekki vita af því. Ég veiti þessu enga athygli,“ sagði Johnson áður en hann bætti við. „Þetta truflar mig alls ekki neitt. Allir hafa sínar skoðanir og ég hef mína. Eina skoðunin sem mér er ekki sama um er mín eigin.“ Talor Gooch er næstur í LIV röðinni á Opna breska á sjö höggum undir pari. Gooch er í áttunda sæti á heildarlistanum en hann segir að öll gagnrýnin sem LIV kylfingarnir hafi fengið sameini þá sem hóp. „Klárlega, manni líður eins og allir séu á móti okkur en það er bara allt í lagi. Þetta hefur þjappað okkur meira saman,“ sagði Gooch, sem upphaflega ætlaði bara að taka þátt á einu LIV móti en eftir að PGA bannaði hann frá frekari þátttöku á PGA mótaröðinni vegna þess ákvað Gooch að taka þátt í LIV af fullum þunga. Patrick Reed á öðrum degi Opna breska, með LIV derhúfuna á sínum stað.Getty Images Patrik Reed er þó sá LIV kylfingur sem hefur vakið mesta athygli á Opna breska mótinu til þessa. Reed hefur ekki hikað við að klæðast varningi merktan LIV mótaröðinni alla þrjá dagana til þessa. Reed er ekki í neinum feluleik. Gengi Reed á golf vellinum er svo annað mál en hann var sjötti af LIV kylfingum eftir annan hring á fjórum höggum undir pari. Alls var Reed í 25. sæti af öllum kylfingum á Opna breska meistaramótinu eftir annan hring. Spilaði hann þriðja hring á tveimur yfir pari og er nú samtals á tveimur höggum undir pari. Patrick Reed á degi þrjú, enn þá með LIV húfuna.Getty Images
Opna breska LIV-mótaröðin Tengdar fréttir Kallar þá sem gengu til liðs við LIV hræsnara og lygara Bandaríski kylfingurinn Billy Horschel virðist ekki hrifinn af þeim kylfingum sem gengu til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina og segir að þeir eigi ekki að fá að spila á DP World Tour eða PGA-mótaröðinni. 6. júlí 2022 14:46 Li(v)ðhlauparnir fá að keppa á Opna breska Kylfingum sem hafa gengið til liðs við hina afar umdeildu LIV-mótaröð í Sádí-Arabíu verður ekki meinað að keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi, fjórða risamóti ársins. 22. júní 2022 12:32 Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00 Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Kallar þá sem gengu til liðs við LIV hræsnara og lygara Bandaríski kylfingurinn Billy Horschel virðist ekki hrifinn af þeim kylfingum sem gengu til liðs við sádí-arabísku LIV-mótaröðina og segir að þeir eigi ekki að fá að spila á DP World Tour eða PGA-mótaröðinni. 6. júlí 2022 14:46
Li(v)ðhlauparnir fá að keppa á Opna breska Kylfingum sem hafa gengið til liðs við hina afar umdeildu LIV-mótaröð í Sádí-Arabíu verður ekki meinað að keppa á Opna breska meistaramótinu í golfi, fjórða risamóti ársins. 22. júní 2022 12:32
Eru Sádar að eyðileggja golfið? Þó að Sádi-Aröbum hafi ekki tekist að lokka Tiger Woods yfir á hina nýju LIV-mótaröð í golfi, alla vega ekki enn, stendur golfheimurinn nú klofinn eftir að stór hópur kylfinga úr fremstu röð hefur þegið þær himinháu fjárhæðir sem þar eru í boði. 16. júní 2022 08:00