Hovland skákar McIlroy | Stefnir í spennandi einvígi Atli Arason skrifar 16. júlí 2022 23:00 Það verða öll augu á þeim Rory McIlroy og Viktor Hovland á Opna breska meistaramótinu í golfi á lokadeginum morgun. Getty Images Það stefnir allt í rosalegt einvígi milli hins Norður-Írska Rory McIlroy og Viktor Hovland frá Noregi á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi. Tvímenningarnir leiða mótið fyrir lokadaginn á morgun en báðir eru þeir samtals á 16 höggum undir pari eftir frábæra frammistöður í dag. Hovland og McIlroy voru jafnir í þriðja sæti þegar þeir fóru af stað í morgun. Cameron Smith var með forystu en hann kláraði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari á meðan McIlroy og Hovland kláruðu dag þrjú báðir á sex höggum undir pari. Veðbankar töldu McIlroy sigurstranglegastan fyrir mótið og er hann nú í dauðafæri að vinna sinn fyrsta risatitil í átta ár. 🎥 Relive Rory McIlroy's sensational Third Round at #The150thOpen in 60 Seconds pic.twitter.com/VoNAdPDSrL— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 „Ég er búinn að vera að banka á dyrnar í þó nokkurn tíma og núna er besta tækifærið til sigurs í langan tíma. Ég þarf bara að vera í mínum eigin heimi í einn dag í viðbót og vonandi get ég spilað nógu gott golf til þess að klára verkið,“ sagði McIlroy við CBS eftir þriðja hring. Það skildi þó enginn afskrifa Norðmanninn unga sem spilaði nánast óaðfinnanlega til að halda í við McIlroy. Frammistaða sem skapar spennandi einvígi fyrir morgundaginn. Einvígi sem gæti farið í sögubækurnar en Hovland hefur aldrei unnið stórmót í golfi áður. Tvímenningarnir munu ræsa klukkan 13.50 á morgun. Viktor Hovland was dialled in during Round 3 of #The150thOpenWatch his best moments 👇 pic.twitter.com/6WlkoDoR22— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 Cameron Young var í öðru sæti í upphafi dags en hann kláraði þriðja hringinn á einu höggi undir pari og er því jafn nafna sínum Cameron Smith í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir þeim Hovland og McIlroy. Jafnir í fimmta sæti eru þeir Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Another day of outrageous shot making on the Old Course 🤌Vote for your #Doosan Shot of the Day for the chance to win a prize 🗳#The150thOpen pic.twitter.com/LNeytBcVnu— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 Sunday awaits at the Old Course#The150thOpen pic.twitter.com/cCmMxDn3ZS— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 Opna breska Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tvímenningarnir leiða mótið fyrir lokadaginn á morgun en báðir eru þeir samtals á 16 höggum undir pari eftir frábæra frammistöður í dag. Hovland og McIlroy voru jafnir í þriðja sæti þegar þeir fóru af stað í morgun. Cameron Smith var með forystu en hann kláraði þriðja hringinn á einu höggi yfir pari á meðan McIlroy og Hovland kláruðu dag þrjú báðir á sex höggum undir pari. Veðbankar töldu McIlroy sigurstranglegastan fyrir mótið og er hann nú í dauðafæri að vinna sinn fyrsta risatitil í átta ár. 🎥 Relive Rory McIlroy's sensational Third Round at #The150thOpen in 60 Seconds pic.twitter.com/VoNAdPDSrL— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 „Ég er búinn að vera að banka á dyrnar í þó nokkurn tíma og núna er besta tækifærið til sigurs í langan tíma. Ég þarf bara að vera í mínum eigin heimi í einn dag í viðbót og vonandi get ég spilað nógu gott golf til þess að klára verkið,“ sagði McIlroy við CBS eftir þriðja hring. Það skildi þó enginn afskrifa Norðmanninn unga sem spilaði nánast óaðfinnanlega til að halda í við McIlroy. Frammistaða sem skapar spennandi einvígi fyrir morgundaginn. Einvígi sem gæti farið í sögubækurnar en Hovland hefur aldrei unnið stórmót í golfi áður. Tvímenningarnir munu ræsa klukkan 13.50 á morgun. Viktor Hovland was dialled in during Round 3 of #The150thOpenWatch his best moments 👇 pic.twitter.com/6WlkoDoR22— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 Cameron Young var í öðru sæti í upphafi dags en hann kláraði þriðja hringinn á einu höggi undir pari og er því jafn nafna sínum Cameron Smith í þriðja sæti, fjórum höggum á eftir þeim Hovland og McIlroy. Jafnir í fimmta sæti eru þeir Scottie Scheffler, efsti maður heimslistans, og Si Woo Kim frá Suður-Kóreu. Another day of outrageous shot making on the Old Course 🤌Vote for your #Doosan Shot of the Day for the chance to win a prize 🗳#The150thOpen pic.twitter.com/LNeytBcVnu— The Open (@TheOpen) July 16, 2022 Sunday awaits at the Old Course#The150thOpen pic.twitter.com/cCmMxDn3ZS— The Open (@TheOpen) July 16, 2022
Opna breska Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira