Gáfu tuttugu milljónir til náttúruverndar Samúel Karl Ólason skrifar 18. júlí 2022 16:04 Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar og Anna Berg Samúelsdóttir fráfarandi umhverfisstjóri Fjarðabyggðar tóku við styrknum frá Einari Þorsteinssyni forstjóra Alcoa Fjarðaáls og Dagmar Ýr Stefánsdóttur yfirmanni samskipta og samfélagsmála hjá Alcoa Fjarðaáli. Aðsend Samfélagssjóður Alcoa í Bandaríkjunum hefur veitt Fjarðabyggð 130 þúsunda dala styrk til náttúruverndar og minjavörslu á Gerpissvæðinu og Hólmanesi. Styrkurinn var formlega veittur í Viðfirði á föstudaginn en var greiddur til Fjarðabyggðar í fyrra og var þá um tuttugu milljónir króna. Samkvæmt tilkynningu frá Alcoa var hópur á vegum Fjarðabyggðar að vinna að því að byggja upp göngustíg á svæðinu og er það hluti af þeirri vinnu sem styrkurinn var veittur til. Sú vinna snýr meðal annars að því að viðhalda hleðslum og veita vatni frá stígnum. Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar tók formlega við styrknum fyrir hönd sveitarfélagsins. Hann segir í áðurnefndri tilkynningu að styrkurinn sé mikilvægur. „…því fyrir tilstilli hans er hægt að vinna að verkefnum á sviði náttúruverndar og minjavörslu á þessum mikilfenglegu svæðum í Fjarðabyggð. Við erum þakklát Alcoa Foundation að veita okkur tækifæri til að sinna jafn vel og raun ber vitni þessum verkefnum.“ Anna Berg umhverfisstjóri hefur unnið að því síðustu vikur ásamt vinnuflokkum að lagfæra stíginn sem liggur um Viðfjörð til að gera hann betri fyrir göngufólk. Unnið hefur verið að því að endurheimta hleðslur og veita vatni frá veginum. F.v.: Einar Þorsteinsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Anna Berg Samúelsdóttir, Jón Björn Hákonarson og Páll Freysteinsson.Aðsend Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir samfélagslega mikilvægt að öflugt fyrirtæki á borð við Alcoa taki virkan þátt í að byggja upp samfélagið á Austurlandi. „Alcoa Foundation er stór sjóður sem við njótum þess að geta sótt styrki í hér fyrir nærsamfélagið. Sjóðurinn styrkir verkefni á sviði umhverfisverndar og menntunar og verkefnið sem Fjarðabyggð sótti um er frábært dæmi um verkefni þar sem stuðlað er að verndun náttúru hér á svæðinu.“ Samkvæmt samfélagsskýrslu Alcoa Fjarðaáls nam útflutningsverðmæti fyrirtækisins árið 2021 111 milljörðum. Um 37,3 milljarðar urðu eftir í landinu í formi opinberra gjalda, launa og innkaupa. Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Alcoa var hópur á vegum Fjarðabyggðar að vinna að því að byggja upp göngustíg á svæðinu og er það hluti af þeirri vinnu sem styrkurinn var veittur til. Sú vinna snýr meðal annars að því að viðhalda hleðslum og veita vatni frá stígnum. Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri Fjarðabyggðar tók formlega við styrknum fyrir hönd sveitarfélagsins. Hann segir í áðurnefndri tilkynningu að styrkurinn sé mikilvægur. „…því fyrir tilstilli hans er hægt að vinna að verkefnum á sviði náttúruverndar og minjavörslu á þessum mikilfenglegu svæðum í Fjarðabyggð. Við erum þakklát Alcoa Foundation að veita okkur tækifæri til að sinna jafn vel og raun ber vitni þessum verkefnum.“ Anna Berg umhverfisstjóri hefur unnið að því síðustu vikur ásamt vinnuflokkum að lagfæra stíginn sem liggur um Viðfjörð til að gera hann betri fyrir göngufólk. Unnið hefur verið að því að endurheimta hleðslur og veita vatni frá veginum. F.v.: Einar Þorsteinsson, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, Anna Berg Samúelsdóttir, Jón Björn Hákonarson og Páll Freysteinsson.Aðsend Einar Þorsteinsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, segir samfélagslega mikilvægt að öflugt fyrirtæki á borð við Alcoa taki virkan þátt í að byggja upp samfélagið á Austurlandi. „Alcoa Foundation er stór sjóður sem við njótum þess að geta sótt styrki í hér fyrir nærsamfélagið. Sjóðurinn styrkir verkefni á sviði umhverfisverndar og menntunar og verkefnið sem Fjarðabyggð sótti um er frábært dæmi um verkefni þar sem stuðlað er að verndun náttúru hér á svæðinu.“ Samkvæmt samfélagsskýrslu Alcoa Fjarðaáls nam útflutningsverðmæti fyrirtækisins árið 2021 111 milljörðum. Um 37,3 milljarðar urðu eftir í landinu í formi opinberra gjalda, launa og innkaupa.
Fjarðabyggð Umhverfismál Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira