Treysta sér ekki á leikinn vegna hitabylgjunnar Árni Sæberg skrifar 18. júlí 2022 18:51 Halla Vilhálmsdóttir treysti sér ekki til að keyra frá Lundúnum til Rotherham í hitanum í dag. Þeim Íslendingum sem eru í stúkinni er eflaust ansi heitt. Facebook/Vísir/Vilhelm Íslendingur sem staddur er í Lundúnum segir hitann í borginni hreinlega óbærilegan. Hann á miða á mikilvægan landsleik í kvöld en treystir sér ekki á hann. Halla Vilhjálmsdóttir söng- og leikkona, sem nú hefur snúið sér að verðbréfamiðlun, er í Lundúnum þar sem hiti fór upp í 41 gráðu í dag. Hún ræddi ástandið í Bretlandi í Reykjavík síðdegis. Halla var um tíma búsett í Lundúnum en er nú flutt aftur heim til Íslands. Nú er hún í fríi í sinni gömlu heimaborg en þar ríkir ófremdarástand vegna hita. Hún segir að hitaviðvörun hafi verið gefin út fyrir daginn og hún hafi heyrt ógnvænlegar sögur. Til að mynda hafi kviknað í bíl vegna hitans og fjöldi ungmenna hafi þegar látist. Varað hafi verið sérstaklega við því að ungmenni séu ekki síður í lífshættu vegna hitans en þeir sem eldri eru. Í dag þurfti að loka flugvellinum í Luton um stund eftir að malbik á flugbraut hans byrjaði að bráðna vegna hitans. Halla segir að það hafi einnig gerst á herflugvelli í nágrenni Lundúna. Þá segir Halla að hún og samferðafólk hennar eigi miða á landsleikinn mikilvæga í kvöld. Stelpurnar okkar geta tryggt sér sæti í átta liða úrslitum með sigri gegn sterku liði Frakka í Rotherham. Halla segist ekki treysta sér að mæta á leikinn þar sem Rotherham er í um 3,5 klukkustunda akstursfjarlægð frá Lundúnum. Hún geti ekki hugsað sér að sitja svo lengi í bíl í hitanum. „Samt erum við alveg með andlitsmálninguna og treyjurnar, það er voða leiðinlegt,“ segir hún en tekur fram að hún muni styðja stelpurnar heilshugar í anda. EM 2020 í fótbolta Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Halla Vilhjálmsdóttir söng- og leikkona, sem nú hefur snúið sér að verðbréfamiðlun, er í Lundúnum þar sem hiti fór upp í 41 gráðu í dag. Hún ræddi ástandið í Bretlandi í Reykjavík síðdegis. Halla var um tíma búsett í Lundúnum en er nú flutt aftur heim til Íslands. Nú er hún í fríi í sinni gömlu heimaborg en þar ríkir ófremdarástand vegna hita. Hún segir að hitaviðvörun hafi verið gefin út fyrir daginn og hún hafi heyrt ógnvænlegar sögur. Til að mynda hafi kviknað í bíl vegna hitans og fjöldi ungmenna hafi þegar látist. Varað hafi verið sérstaklega við því að ungmenni séu ekki síður í lífshættu vegna hitans en þeir sem eldri eru. Í dag þurfti að loka flugvellinum í Luton um stund eftir að malbik á flugbraut hans byrjaði að bráðna vegna hitans. Halla segir að það hafi einnig gerst á herflugvelli í nágrenni Lundúna. Þá segir Halla að hún og samferðafólk hennar eigi miða á landsleikinn mikilvæga í kvöld. Stelpurnar okkar geta tryggt sér sæti í átta liða úrslitum með sigri gegn sterku liði Frakka í Rotherham. Halla segist ekki treysta sér að mæta á leikinn þar sem Rotherham er í um 3,5 klukkustunda akstursfjarlægð frá Lundúnum. Hún geti ekki hugsað sér að sitja svo lengi í bíl í hitanum. „Samt erum við alveg með andlitsmálninguna og treyjurnar, það er voða leiðinlegt,“ segir hún en tekur fram að hún muni styðja stelpurnar heilshugar í anda.
EM 2020 í fótbolta Bretland Íslendingar erlendis Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira