Gera ráð fyrir að áhöfn Sólborgar fái öll starf á nýju skipi Árni Sæberg skrifar 19. júlí 2022 10:46 Guðmundur Kristjánsson er eigandi Útgerðarfélags Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Öllum yfirmönnum frystitogarans Sólborgar RE-27, sem eru með lengri uppsagnarfrest en þriggja mánaða, hefur verið sagt upp störfum. Framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem gerir skipið út, segir að útgerðin leiti nú að nýju skipi til að leysa Sólborgu af og gerir ráð fyrir að allir skipsverjar verði ráðnir aftur á nýtt skip. Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að ekki sé rétt að allri áhöfn skipsins hafi verið sagt upp, líkt og greint var frá í gær. Einungis hafi tíu yfirmönnum úr áhöfninni verið sagt upp störfum enda séu þeir einu skipverjarnir með lengri uppsagnarfrest í samningi sínum en þriggja mánaða. „Þetta er gert vegna þess að áhöfnin er ráðin á skipið, ekki útgerðina. Og við erum að leita að nýju skipi, þetta er gamalt skip og við ætluðum að ráðast í verulegar endurbætur á því en erum að skoða núna hvort það sé skynsamlegt að kaupa nýtt skip. Ef við kaupum nýtt skip þá getum við ekki fært áhöfnina yfir nema segja henni fyrst upp,“ segir Runólfur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að skipstjóri Sólborgar verði ráðinn á nýtt skip og að hann ráði þá sína áhöfn aftur. Leita sams konar skips Hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að útgerðin leiti nú að uppsjávarskipi til að leysa Sólborgu af hólmi. Í Morgunblaðinu var því velt upp í morgun að útgerðin væri hugsanlega að leita uppsjávarskips enda hefði Sólborg setið uppi með fá verkefni í vetur vegna lokunar í Barentshafi í lögsögu Rússa. „Nei, nei, hún er í fullri útgerð,“ segir Runólfur. Stjórnvöld hafi ekki staðið sig Runólfur segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna þess að Rússar hafa ekki gefið út veiðileyfi á yfirráðasvæði sínu í Barentshafi. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að greiða götu útgerða í þeim efnum. „Við eigum veiðirétt í Barentshafi sem byggir á Smugusamningunum. Þetta eru samningar við Noreg og Rússland. Rússar eiga að gefa út veiðileyfi en þeir hafa ekki gert það og íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér í að eiga samtalið, skilst mér, á þessu ári. Sjávarútvegur Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Runólfur Viðar Guðmundsson, framkvæmdarstjóri Útgerðarfélags Reykjavíkur, segir í samtali við Vísi að ekki sé rétt að allri áhöfn skipsins hafi verið sagt upp, líkt og greint var frá í gær. Einungis hafi tíu yfirmönnum úr áhöfninni verið sagt upp störfum enda séu þeir einu skipverjarnir með lengri uppsagnarfrest í samningi sínum en þriggja mánaða. „Þetta er gert vegna þess að áhöfnin er ráðin á skipið, ekki útgerðina. Og við erum að leita að nýju skipi, þetta er gamalt skip og við ætluðum að ráðast í verulegar endurbætur á því en erum að skoða núna hvort það sé skynsamlegt að kaupa nýtt skip. Ef við kaupum nýtt skip þá getum við ekki fært áhöfnina yfir nema segja henni fyrst upp,“ segir Runólfur. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir að skipstjóri Sólborgar verði ráðinn á nýtt skip og að hann ráði þá sína áhöfn aftur. Leita sams konar skips Hann segir ekkert til í þeim sögusögnum að útgerðin leiti nú að uppsjávarskipi til að leysa Sólborgu af hólmi. Í Morgunblaðinu var því velt upp í morgun að útgerðin væri hugsanlega að leita uppsjávarskips enda hefði Sólborg setið uppi með fá verkefni í vetur vegna lokunar í Barentshafi í lögsögu Rússa. „Nei, nei, hún er í fullri útgerð,“ segir Runólfur. Stjórnvöld hafi ekki staðið sig Runólfur segir þó að Útgerðarfélag Reykjavíkur hafi orðið fyrir verulegu tekjutapi vegna þess að Rússar hafa ekki gefið út veiðileyfi á yfirráðasvæði sínu í Barentshafi. Hann telur að íslensk stjórnvöld hafi ekki gert nóg til að greiða götu útgerða í þeim efnum. „Við eigum veiðirétt í Barentshafi sem byggir á Smugusamningunum. Þetta eru samningar við Noreg og Rússland. Rússar eiga að gefa út veiðileyfi en þeir hafa ekki gert það og íslensk stjórnvöld hafa ekki treyst sér í að eiga samtalið, skilst mér, á þessu ári.
Sjávarútvegur Reykjavík Rússland Tengdar fréttir Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Sjá meira
Allri áhöfn sagt upp Allri áhöfn frystitogarans Sólborgar RE-27 hefur verið sagt upp störfum. 18. júlí 2022 06:55