Aguero um brottför Messi hjá Barca: Hélt að þetta væri grín Atli Arason skrifar 21. júlí 2022 07:00 Sergio Aguero og Lionel Messi léku saman með argentíska landsliðinu en náðu aldrei leik saman með félagsliði. Getty Images Sergio Aguero hélt að hann væri að fara að spila með besta vini sínum, Lionel Messi, þegar hann samdi við Barcelona síðasta sumar. Stuttu síðar yfirgaf Messi spænska liðið og Aguero trúði ekki sínum eigin augum þegar hann sá tilkynningu félagsins. Aguero samdi við Barcelona á frjálsri sölu frá Manchester City eftir að samningur hans við City rann út. Helsta hvöt Aguero fyrir því að semja við Barcelona á lakari kjörum en það sem hann fékk hjá City, var að spila með vini sínum til margra ára, stórstjörnunni Lionel Messi. Bæði Aguero og Messi spiluðu saman hjá argentínska landsliðinu en Aguero vildi fá að spila með Messi í félagsliði áður en skórnir færu á hilluna. Aguero opnaði sig um það hvernig hann komst að því að Messi væri að yfirgefa Barcelona í viðtali við blaðamanninn Jose Alvarez. „Ég var með félaga mínum sem er í símanum sínum en horfir skyndilega á mig og spyr mig hvort þetta sé grín. Þá sýnir hann mér mynd af tilkynningu Barcelona. Ég var viss um að einhver hafi brotist inn á aðgang Barca á samfélagsmiðlum. Ég hélt að þetta væri einhverskonar grín,“ sagði Aguero. Þá var tilkynnt um að Messi hafi yfirgefið Barcelona vegna fjárhagsörðugleika spænska liðsins en síðar gekk Messi til liðs við Paris Saint-Germain. Sú tilkynning kom ekki einungis Aguero í opna skjöldu, heldur einnig öllum knattspyrnuheiminum. Aguero náði því aldrei að leika með sama félagsliði og Messi. Þegar allt kom til alls var ferill Aguero hjá Barcelona stuttur þar sem hann lék einungis fimm leiki fyrir félagið vegna hjartsláttartruflana sem urðu til þess að leikmaðurinn varð leggja skónna á hilluna, fyrr en áætlað var. Qué dijo Kun justo cuando se anunció la salida de Messi del Barça? Más claro, agua. pic.twitter.com/ctdxJeEi3h— Jose Alvarez Haya (@10JoseAlvarez) July 18, 2022 Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira
Aguero samdi við Barcelona á frjálsri sölu frá Manchester City eftir að samningur hans við City rann út. Helsta hvöt Aguero fyrir því að semja við Barcelona á lakari kjörum en það sem hann fékk hjá City, var að spila með vini sínum til margra ára, stórstjörnunni Lionel Messi. Bæði Aguero og Messi spiluðu saman hjá argentínska landsliðinu en Aguero vildi fá að spila með Messi í félagsliði áður en skórnir færu á hilluna. Aguero opnaði sig um það hvernig hann komst að því að Messi væri að yfirgefa Barcelona í viðtali við blaðamanninn Jose Alvarez. „Ég var með félaga mínum sem er í símanum sínum en horfir skyndilega á mig og spyr mig hvort þetta sé grín. Þá sýnir hann mér mynd af tilkynningu Barcelona. Ég var viss um að einhver hafi brotist inn á aðgang Barca á samfélagsmiðlum. Ég hélt að þetta væri einhverskonar grín,“ sagði Aguero. Þá var tilkynnt um að Messi hafi yfirgefið Barcelona vegna fjárhagsörðugleika spænska liðsins en síðar gekk Messi til liðs við Paris Saint-Germain. Sú tilkynning kom ekki einungis Aguero í opna skjöldu, heldur einnig öllum knattspyrnuheiminum. Aguero náði því aldrei að leika með sama félagsliði og Messi. Þegar allt kom til alls var ferill Aguero hjá Barcelona stuttur þar sem hann lék einungis fimm leiki fyrir félagið vegna hjartsláttartruflana sem urðu til þess að leikmaðurinn varð leggja skónna á hilluna, fyrr en áætlað var. Qué dijo Kun justo cuando se anunció la salida de Messi del Barça? Más claro, agua. pic.twitter.com/ctdxJeEi3h— Jose Alvarez Haya (@10JoseAlvarez) July 18, 2022
Spænski boltinn Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Fleiri fréttir Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Sjá meira