Segir hvalveiðar tilgangslausar: „Það er ekkert upp úr þessu að hafa“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 13:01 Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Vísir/Vilhelm Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir tillögu matvælaráðherra um breytingar á reglugerð um hvalveiðar ekki ganga nógu langt. Þjóðin græði ekkert á hvalveiðum og eigi að vera þekkt fyrir verndun hafsins frekar en eyðileggingu þess. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. Níu umsagnir bárust um tillöguna í Samráðsgátt stjórnvalda, sex þeirra til stuðnings við breytingarnar. „Okkur þykir bara komið nóg en þetta er bara reglugerðar breyting og við lýsum okkur sammála því að það þurfi að huga betur að velferð þessara dýra,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem skilaði um umsögn um tillöguna. Flestir þeirra sem hlynntir eru breytingunum segja tillögu svandísar skref í rétta átt en ganga megi lengra og helst stöðva veiðarnar til frambúðar. Dæmi séu um að skot hafi geigað og framlengt dauðakvalir dýranna í allt að 25 mínútur. Huga þurfi betur að velferð þeirra. „Það er bara mjög erfitt að drepa hvali án þess að valda þeim skelfilegum sársauka,“ segir Árni. Veiðarnar séu tilgangslausar. „Það er ekkert upp úr þessu að hafa, hvorki fyrir Kristján Loftsson né nokkurn annan og bara óþarfi að íslensk stjórnvöld leyfi þetta yfir höfuð,“ segir Árni. Ekki sé þó nógu langt gengið með tillögðum reglugerðarbreytingum. „Við skiljum hvað Svandís Svavarsdóttir er að fara, hún vill þrengja að þessum veiðum þannig að það verði tryggara að dýrin verði ekki fyrir þjáningu en engu að síður er þetta tilgangslaust. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, þetta er eitthvað sem auðmaðurinn Kristján Loftsson leikur sér að, að gera og hefur notið stuðnings stjórnvalda til þess í áratugi sem hefur ekki skilað neinu,“ segir Árni. Ísland eigi ekki að vera þekkt fyrir hvalveiðar. „Ég held að almenningur hafi efasemdir um þetta og það hjálpar. Það er enginn hagur af þessu fyrir Íslendinga, við fáum slæmt orð fyrir þetta og við verðum hvalveiðiþjóðin en ekki þjóðin sem vill vernda hafið,“ segir Árni. Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra lagði fyrr í þessum mánuði fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. Níu umsagnir bárust um tillöguna í Samráðsgátt stjórnvalda, sex þeirra til stuðnings við breytingarnar. „Okkur þykir bara komið nóg en þetta er bara reglugerðar breyting og við lýsum okkur sammála því að það þurfi að huga betur að velferð þessara dýra,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, sem skilaði um umsögn um tillöguna. Flestir þeirra sem hlynntir eru breytingunum segja tillögu svandísar skref í rétta átt en ganga megi lengra og helst stöðva veiðarnar til frambúðar. Dæmi séu um að skot hafi geigað og framlengt dauðakvalir dýranna í allt að 25 mínútur. Huga þurfi betur að velferð þeirra. „Það er bara mjög erfitt að drepa hvali án þess að valda þeim skelfilegum sársauka,“ segir Árni. Veiðarnar séu tilgangslausar. „Það er ekkert upp úr þessu að hafa, hvorki fyrir Kristján Loftsson né nokkurn annan og bara óþarfi að íslensk stjórnvöld leyfi þetta yfir höfuð,“ segir Árni. Ekki sé þó nógu langt gengið með tillögðum reglugerðarbreytingum. „Við skiljum hvað Svandís Svavarsdóttir er að fara, hún vill þrengja að þessum veiðum þannig að það verði tryggara að dýrin verði ekki fyrir þjáningu en engu að síður er þetta tilgangslaust. Það er enginn markaður fyrir þetta kjöt, þetta er eitthvað sem auðmaðurinn Kristján Loftsson leikur sér að, að gera og hefur notið stuðnings stjórnvalda til þess í áratugi sem hefur ekki skilað neinu,“ segir Árni. Ísland eigi ekki að vera þekkt fyrir hvalveiðar. „Ég held að almenningur hafi efasemdir um þetta og það hjálpar. Það er enginn hagur af þessu fyrir Íslendinga, við fáum slæmt orð fyrir þetta og við verðum hvalveiðiþjóðin en ekki þjóðin sem vill vernda hafið,“ segir Árni.
Hvalveiðar Sjávarútvegur Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10 Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Fleiri fréttir Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ Sjá meira
Krefjast þess að hvalveiðar verði bannaðar með mótmælum á Austurvelli Fern íslensk og erlend dýraverndarsamtök krefjast þess að hvalveiðar verði með öllu bannaðar á Íslandi á mótmælum sem boðað hefur verið til á Austurvelli í dag. Formaður einna samtakanna er ekki bjartsýnn á að boðaðar reglugerðarbreytingar matvælaráðherra í dýraverndarátt muni breyta nokkru. 15. júlí 2022 12:10
Öll hvalveiðiskip verði að taka með sér dýravelferðarfulltrúa á veiðar Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur lagt fram drög að breytingu á reglugerð um hvalveiðar þar sem lagt er til að framvegis verði ávallt að vera dýravelferðarfulltrúi um borð á hvalveiðitúrum til að ganga úr skugga um að hvalir séu aflífaðir á sem skjótastan og sársaukaminnstan hátt. 7. júlí 2022 11:40
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01