Þrátt fyrir að um tuttugu þúsund hermenn hafi fallið þar eru fundir sem þessir afar sjaldgæfir. Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna en ein kenningin er sú að líkum hermannanna hafi verið stolið eftir bardagann, unnin og seld sem áburður. Norska ríkisútvarpið greinir frá.
Meðal þess sem fornleifafræðingar á svæðinu hafa fundið er heil beinagrind af hermanni. Þetta er aðeins í annað skipti sem heil beinagrind hefur fundist eftir bardagann.

Beinagrindin fannst við svæði þar sem sjúkratjald var staðsett í orrustunni.
„Við vitum ekki hvort hann var drepinn í bardaganum eða hvort þetta hafi verið sjúklingur sem lést í sjúkratjaldinu,“ segir Tony Pollard, prófessor við Háskólann í Glasgow, sem fer fyrir uppgreftinum.