Fótbolti

Ekkert fararsnið á Neymar

Hjörvar Ólafsson skrifar
Neymar á fleygiferð í æfingaleiknum í gær. 
Neymar á fleygiferð í æfingaleiknum í gær.  Vísir/Getty

Brasilíski landsliðsframherjinn Neymar kannast ekki við það að vera á förum frá Paris Saint-Germain en hann hefur verið orðaður við önnur félög upp á síðkastið. 

„Mig langar að vera áfram hjá Paris Saint-Germain. Það hefur enginn hjá félaginu sagt við mig að þeir vilji að ég fari. 

Reyndar hefur ekkert verið rætt um framtíð mína hjá félaginu. Það er hins vegar klárt að ég vil spila áfram fyrir Paris Saint-Germain,“ sagði Neymar í samtali við AFP en þessi þrítugi leikmaður hefur meðal annars verið orðaður við Real Madrid, Chelsea, Manchester City, Manchester United og Newcastle United í sumar. 

Christophe Galtier sem tók við stjórnartaumunum hjá Parísarliðinu af Mauricio Pochettino eftir að síðustu leiktíð lauk sagði í samtali við franska fjölmiðla eftir sigur liðsins gegn Urawa Red Diamonds í gær að hann væri óviss um framtíð Neymar hjá félaginu. 

Neymar á þrjú ár eftir af samningi sínum við Paris Saint-Germain en forseti félagsins, Nasser Al-Khelaifi, lét hafa eftir sér nýverið að félagið hyggðist breyta um stefnu og hafa ekki innanborðs stjörnuleikmenn sem leggja ekki allt sem þeir eiga til liðsins. 

Beindi hann þar orðum sínum meðal annars að Neymar og gáfu þau orð hans sögusögnum um brottför hans frá París byr undir báða vændi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×