Fótbolti

Erik ten Hag beinir sjónum sínum að Milinkovic-Savic

Hjörvar Ólafsson skrifar
Sergej Milinkovic Savic í leik með Lazio. 
Sergej Milinkovic Savic í leik með Lazio.  Vísir/Getty

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United séu farnir að búa sig undir að félagið nái ekki að tryggja sér krafta Frenkie de Jong, leikmanns Barcelona. 

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Manchester United séu farnir að búa sig undir að félagið nái ekki að tryggja sér krafta Frenkie de Jong, leikmanns Barcelona. 

Frenkie de Jong ku vera tregur að fara til Manchester United en Barcelona er reiðubúið að selja hann til þess að létta á fjárhagserfiðleikum sínum. 

Ef forráðamenn Manchester United ná ekki að sannfæra hollenska landsliðsmanninn ætla þeir að gera kauptilboð í Sergej Milinkovic-Savic, miðvallarleikmann Lazio. 

Talið er að Manchester United þurfi að reiða fram að minnsta kosti 60 milljónir punda til þess að fá hinn 27 ára Serba til liðs við sig. 

Milinkovic-Savic skoraði 11 mörk og lagði upp 11 önnur í ítölsku efstu deildinni á síðasta keppnistímabili en hann hefur leikið með Rómarliðinu í sjö ár. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×