Eikar-eldurinn, eins og hann er kallaður, hefur nú brennt rúmar 15.600 ekrur og fer stækkandi.
Talsmaður slökkviliðsins sagði á blaðamannafundi í nótt að eldurinn sé enn fullkomlega stjórnlaus þótt slökkviliðsmönnum hafi miðað aðeins áfram í störfum sínum.
Rúmlega 6000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á svæðinu og tíu byggingar hafa eyðilagst en auk þess eru rúmlega þrjúþúsund byggingar í hættu, að sögn slökkviliðsins.
Neyðarástandi var lýst yfir í sýslunni á laugardag en stærð eldanna hefur sett ugg að heimamönnum, því aðstæður er þannig að slíkir eldar geta kviknað víða í ríkinu af minnsta tilefni. Hitinn í Mariposa sýslu fór þannig í 38 gráður í gær og gert er ráð fyrir hitabylgju næstu daga.