Sjálfstæðisflokkurinn, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn bæta við sig fylgi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. júlí 2022 15:35 Þrír flokkar bæta við sig fylgi: Sjálfstæðisflokkurinn, Miðflokkurinn og Flokkur fólksins. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn hefur bætt við sig rúmum fimm prósentustigum í fylgi frá því í júní og mælist nú með á milli 24 og 25 prósenta fylgi. Auk Sjálfstæðisflokksins bæta Flokkur fólksins og Miðflokkurinn við sig fylgi. Þetta mælist í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri síðan í mars á þessu ári og mælist nú með sama fylgi og í Alþingiskosningunum í haust. Vinstri græn missa örlítið fylgi frá síðustu mælingu og er nú með tæplega 8 prósent. Framsóknarflokkurinn heldur sínu striki og mælist líkt og í júní með 18 prósent. Maskína Fylgi Viðreisnar helst jafnframt nokkuð stöðugt milli mælinga eða með rúmlega 8 prósenta fylgi. Píratar mælast með nærri 13 prósent og minnkar fylgi þeirra um tvö prósentustig milli mælinga. Þá minnkar fylgi Samfylkingarinnar um rúm tvö prósentustig og er nú um 11 prósent en flokkurinn hefur lækkað um fjögur prósentustig síðan í maí. Þá mælist Flokkur fólksins með um 7 prósenta fylgi sem er svipað og í júní, þó hann bæti örlítið við sig. Sósíalistaflokkurinn mælist nú minnstur flokkanna með rúm 5 prósent og lækkar fylgið um prósentustig milli mælinga. Miðflokkurinn mælist með 6 prósent og bætir við sig einu prósentustigi frá því í júní. Maskína Örlítill munur er á fylgi flokkanna milli kynja. Meðal kvenna er Sjálfstæðisflokkurinn með 22,8 prósenta fylgi en 25,9 prósenta fylgi hjá körlum. 17,2 prósent kvenna segjast þá myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 18,8 prósent karla. Nokkur munur er milli kynja á fylgi Samfylkingarinnar er 9,9 prósent karla segjast myndu kjósa hana en 11,9 prósent kvenna. Þá er talsverður fylgismunur milli kynjanna hjá VG en 5,9 prósent karla myndu kjósa VG og 9,8 prósent kvenna. Sama má segja um Flokk fólksins, 9,3 prósent kvenna myndu kjósa hann og 4,8 prósent karla. 8,1 prósent karla myndu kjósa Miðflokkinn og 3,6 prósent kvenna. Þá myndu 4 prósent kvenna kjósa Sósíalistaflokkinn og 6 prósent karla. Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. 21. júlí 2022 13:49 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Þetta mælist í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki mælst stærri síðan í mars á þessu ári og mælist nú með sama fylgi og í Alþingiskosningunum í haust. Vinstri græn missa örlítið fylgi frá síðustu mælingu og er nú með tæplega 8 prósent. Framsóknarflokkurinn heldur sínu striki og mælist líkt og í júní með 18 prósent. Maskína Fylgi Viðreisnar helst jafnframt nokkuð stöðugt milli mælinga eða með rúmlega 8 prósenta fylgi. Píratar mælast með nærri 13 prósent og minnkar fylgi þeirra um tvö prósentustig milli mælinga. Þá minnkar fylgi Samfylkingarinnar um rúm tvö prósentustig og er nú um 11 prósent en flokkurinn hefur lækkað um fjögur prósentustig síðan í maí. Þá mælist Flokkur fólksins með um 7 prósenta fylgi sem er svipað og í júní, þó hann bæti örlítið við sig. Sósíalistaflokkurinn mælist nú minnstur flokkanna með rúm 5 prósent og lækkar fylgið um prósentustig milli mælinga. Miðflokkurinn mælist með 6 prósent og bætir við sig einu prósentustigi frá því í júní. Maskína Örlítill munur er á fylgi flokkanna milli kynja. Meðal kvenna er Sjálfstæðisflokkurinn með 22,8 prósenta fylgi en 25,9 prósenta fylgi hjá körlum. 17,2 prósent kvenna segjast þá myndu kjósa Framsóknarflokkinn en 18,8 prósent karla. Nokkur munur er milli kynja á fylgi Samfylkingarinnar er 9,9 prósent karla segjast myndu kjósa hana en 11,9 prósent kvenna. Þá er talsverður fylgismunur milli kynjanna hjá VG en 5,9 prósent karla myndu kjósa VG og 9,8 prósent kvenna. Sama má segja um Flokk fólksins, 9,3 prósent kvenna myndu kjósa hann og 4,8 prósent karla. 8,1 prósent karla myndu kjósa Miðflokkinn og 3,6 prósent kvenna. Þá myndu 4 prósent kvenna kjósa Sósíalistaflokkinn og 6 prósent karla.
Skoðanakannanir Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Miðflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. 21. júlí 2022 13:49 Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Aðeins þriðjungur andvígur afglæpavæðingu neysluskammta Tæpur helmingur Íslendinga er hlynntur því að hætta að skilgreina vörslu neysluskammta fíkniefna sem lögbrot. Þetta eru niðurstöður úr nýrri könnun Maskínu. Kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að styðja afglæpavæðinguna. 21. júlí 2022 13:49
Telur ekki að hætta eigi hvalveiðum en er „alltaf á vaktinni“ Viðskiptaráðherra telur ekki þörf á því að breyta fyrirkomulagi hvalveiða hér á landi til þess að verja hagsmuni ferðaþjónustunnar. Hún segir það þó háð sífelldu mati. 5. júlí 2022 16:01