Spánverjar rýmka reglur fyrir erlent verkafólk Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júlí 2022 11:09 Lagabreytingarnar munu rýmka fyrir erlendu verkafólki sem hefur búið á Spáni í tvö ár, stúdentum og auðvelda fyrirtækjum að ráða fólk að utan. Getty/Niccolo Guasti Spánverjar samþykktu á þriðjudag lagabreytingar sem rýmka reglugerðir fyrir erlent verkafólk án tilskilinna leyfa í von um að færa þúsundir verkafólks úr svartri atvinnu inn á opinberan vinnumarkað og koma reglu á atvinnugreinar sem glíma við manneklu. José Luis Escrivá, almannatrygginga- og búferlaflutningamálaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar sem koma til með að auðvelda atvinnurekendum að ráða erlent verkafólk beint frá heimalöndum sínum og rýmkar vinnuskilyrði fyrir erlent fólk sem býr þegar á Spáni. Talið er að um hálf milljón manna vinni í neðanjarðarhagkerfi Spánar. Jose Luis Escriva, almannatrygginga- og búferlaflutningaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar.EPA/Chema Moya „Þessar ráðstafanir munu útvega okkur betri verkfæri til að takast á við áskoranir sem myndast við fólksflutninga,“ sagði Escrivá á blaðamannafundi eftir að lagabreytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi. Escrivá hefur ekki gefið upp nákvæmar tölur um það hversu margt fólk mun hagnast á lagabreytingunni en talið er að hún gæti haft áhrif á tugi þúsunda verkafólks. Verkafólk og stúdentar hagnist á breytingunni Erlent verkafólk sem hefur búið á Spáni í meira en tvö ár getur sótt um tímabundið landvistarleyfi með því að sækja um þjálfunarnámskeið fyrir störf í atvinnugreinum þar sem eftirspurn eftir starfsfólki er mikil. Þá munu alþjóðlegir stúdentar geta hafið störf á Spáni eftir að námi þeirra lýkur í stað þess að bíða í þrjú ár. Erlendir stúdentar munu einnig geta unnið allt að þrjátíu klukkutíma á viku á meðan þeir eru í námi. Útlendingar sem hafa búið á Spáni í að minnsta kosti tvö ár og hafa unnið réttindalaust í meira en hálft ár geta einnig sótt um atvinnuleyfi eftir að lagabreytingin tekur gildi. Escrivá hefur greint frá því að ráðuneyti hans muni uppfæra lista yfir það hvaða atvinnugeira skorti starfsfólk til að draga skýrari mynd af spænskum vinnumarkaði. Geirar á borð við ferðamannaiðnaðinn og landbúnað eru yfirleitt undirmannaðir á Spáni og fyrirtæki grípa því oft til þess ráðs að ráða farandverkamenn sem hafa ekki tilskilin atvinnuleyfi. Spánn Evrópusambandið Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
José Luis Escrivá, almannatrygginga- og búferlaflutningamálaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar sem koma til með að auðvelda atvinnurekendum að ráða erlent verkafólk beint frá heimalöndum sínum og rýmkar vinnuskilyrði fyrir erlent fólk sem býr þegar á Spáni. Talið er að um hálf milljón manna vinni í neðanjarðarhagkerfi Spánar. Jose Luis Escriva, almannatrygginga- og búferlaflutningaráðherra, er forgöngumaður um lagabreytingarnar.EPA/Chema Moya „Þessar ráðstafanir munu útvega okkur betri verkfæri til að takast á við áskoranir sem myndast við fólksflutninga,“ sagði Escrivá á blaðamannafundi eftir að lagabreytingarnar voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi. Escrivá hefur ekki gefið upp nákvæmar tölur um það hversu margt fólk mun hagnast á lagabreytingunni en talið er að hún gæti haft áhrif á tugi þúsunda verkafólks. Verkafólk og stúdentar hagnist á breytingunni Erlent verkafólk sem hefur búið á Spáni í meira en tvö ár getur sótt um tímabundið landvistarleyfi með því að sækja um þjálfunarnámskeið fyrir störf í atvinnugreinum þar sem eftirspurn eftir starfsfólki er mikil. Þá munu alþjóðlegir stúdentar geta hafið störf á Spáni eftir að námi þeirra lýkur í stað þess að bíða í þrjú ár. Erlendir stúdentar munu einnig geta unnið allt að þrjátíu klukkutíma á viku á meðan þeir eru í námi. Útlendingar sem hafa búið á Spáni í að minnsta kosti tvö ár og hafa unnið réttindalaust í meira en hálft ár geta einnig sótt um atvinnuleyfi eftir að lagabreytingin tekur gildi. Escrivá hefur greint frá því að ráðuneyti hans muni uppfæra lista yfir það hvaða atvinnugeira skorti starfsfólk til að draga skýrari mynd af spænskum vinnumarkaði. Geirar á borð við ferðamannaiðnaðinn og landbúnað eru yfirleitt undirmannaðir á Spáni og fyrirtæki grípa því oft til þess ráðs að ráða farandverkamenn sem hafa ekki tilskilin atvinnuleyfi.
Spánn Evrópusambandið Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira