Hjúkrunarheimilið verður að veruleika! Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar 27. júlí 2022 20:01 Áskoranir hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs á Höfn í Hornafirði hafa verið ærnar undanfarin ár og löngu ljóst að húsnæðið er ábótavant og tímabært að ráðast í stækkun hjúkrunarheimilisins. Undirbúningurinn hefur tekið sinn tíma og það er því mikil gleðitíðindi að nýverið tilkynnti Heilbrigðisráðherra um samþykkt tilboð í byggingu hjúkrunarheimilisins. Öryggissjónarmið Núverandi húsnæði Skjólgarðs uppfyllir ekki nútíma gæða kröfur sem gerðar eru til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum. Það skiptir máli að við búum þeim, sem byggðu grunninn að því sem við byggjum framtíðina á, öruggt ævikvöld. Framkvæmdin eru liður í átaksverkefni ríkisstjórnarinnar í að fjölga hjúkrunarrýmum um allt land og stytta bið eftir rými. Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér nýbyggingu upp á 1.400 m² að stærð auk breytinga á núverandi byggingu sem er 880 m² að stærð og er því um 2.280m² framkvæmd að ræða. Hjúkrunarheimilið verður mikil lyftistöng fyrir sveitafélagið og eflir heilbirgðisþjónustu á svæðinu. Samvinna ríkis og sveitarfélags Heilbrigðisráðuneytið og Sveitarfélagið Hornafjörður standa saman að byggingu hússins og þeim breytingum sem verða gerðar á eldri hluta húsnæðisins. Miðað er við að framkvæmdir við heimilið hefjist nú þegar á haustmánuðum 2022 og það tekið í notkun árið 2024. Áætlaður framkvæmdakostnaður vegna byggingar hjúkrunarheimilisins eru tæplega 2,5 milljarðar króna. Verkefnið er fjármagnað með þeim hætti að ríkissjóður greiðir 75,3% heildarkostnaðar og sveitarfélagið Hornafjörður 24,7%. Sem þingmaður Suðurkjördæmis fagna ég því innilega að það sé loksins komið að þessu og þakka heilbrigðisráðherra fyrir klára málið sem jafnframt er mikið hagsmunamál fyrir Hornfirðinga. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Framsóknarflokkurinn Hjúkrunarheimili Sveitarfélagið Hornafjörður Eldri borgarar Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Áskoranir hjúkrunarheimilisins Skjólgarðs á Höfn í Hornafirði hafa verið ærnar undanfarin ár og löngu ljóst að húsnæðið er ábótavant og tímabært að ráðast í stækkun hjúkrunarheimilisins. Undirbúningurinn hefur tekið sinn tíma og það er því mikil gleðitíðindi að nýverið tilkynnti Heilbrigðisráðherra um samþykkt tilboð í byggingu hjúkrunarheimilisins. Öryggissjónarmið Núverandi húsnæði Skjólgarðs uppfyllir ekki nútíma gæða kröfur sem gerðar eru til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum. Það skiptir máli að við búum þeim, sem byggðu grunninn að því sem við byggjum framtíðina á, öruggt ævikvöld. Framkvæmdin eru liður í átaksverkefni ríkisstjórnarinnar í að fjölga hjúkrunarrýmum um allt land og stytta bið eftir rými. Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér nýbyggingu upp á 1.400 m² að stærð auk breytinga á núverandi byggingu sem er 880 m² að stærð og er því um 2.280m² framkvæmd að ræða. Hjúkrunarheimilið verður mikil lyftistöng fyrir sveitafélagið og eflir heilbirgðisþjónustu á svæðinu. Samvinna ríkis og sveitarfélags Heilbrigðisráðuneytið og Sveitarfélagið Hornafjörður standa saman að byggingu hússins og þeim breytingum sem verða gerðar á eldri hluta húsnæðisins. Miðað er við að framkvæmdir við heimilið hefjist nú þegar á haustmánuðum 2022 og það tekið í notkun árið 2024. Áætlaður framkvæmdakostnaður vegna byggingar hjúkrunarheimilisins eru tæplega 2,5 milljarðar króna. Verkefnið er fjármagnað með þeim hætti að ríkissjóður greiðir 75,3% heildarkostnaðar og sveitarfélagið Hornafjörður 24,7%. Sem þingmaður Suðurkjördæmis fagna ég því innilega að það sé loksins komið að þessu og þakka heilbrigðisráðherra fyrir klára málið sem jafnframt er mikið hagsmunamál fyrir Hornfirðinga. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar