Tíu ára þjálfarar hjálpa yngri krökkunum að elta drauma sína Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 07:01 Kári og Alexander Aron hafa tekið að sér knattspyrnuþjálfun yngri barna gegn hóflegu gjaldi. Vísir/Einar Tveir ungir drengir á Seltjarnarnesi bjóða um helgina upp á knattspyrnunámskeið fyrir börn á aldrinum fimm til sjö ára. Markmið þeirra er að hjálpa krökkunum að verða betri í fótbolta og elta drauma sína, en strákarnir skipulögðu námskeiðið og útfærðu æfingarnar sjálfir. Þeir Kári og Alexander Aron eru tíu ára og búa á Seltjarnarnesi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á fótbolta, en fréttastofa hitti á þá á battavelli þar sem þeir þjálfuðu yngri krakka úr bænum. Þegar þeir voru spurðir þeir væru að gera á vellinum fyrr í dag var svarið einfalt: „Bara þjálfa krakka, við viljum að þau elti drauma sína og þannig,“ sagði annar þjálfaranna ungu, Alexander Aron Óskarsson. Námskeið drengjanna stendur yfir alla helgina, föstudag til sunnudags. Hugmyndin að námskeiðinu kom upp þegar þeir félagar voru að þjálfa vin sinn í fótbolta. Þeir létu sér þá detta í hug að færa út kvíarnar og halda heilt námskeið. Aðspurðir hvernig námskeiðið gengi sögðu strákarnir það hafa gengið prýðilega. Flestir krakkarnir hlustuðu vel á þá og tækju tilsögn. Safna fyrir betri búnaði Námskeiðið kostar litlar tvö hundruð krónur á dag, sem sagt sex hundruð krónur fyrir dagana þrjá. Þá vaknar upp spurningin, hvert renna tekjurnar? „Við erum að pæla í að nota peninginn til að kaupa meira fótboltadót fyrir næsta námskeið sem við höldum,“ segir Kári Hrafnsson, hinn helmingur þjálfarateymisins. Alexander bætir við að námskeiðið sem hér er til umfjöllunar sé eins konar prufukeyrsla fyrir það sem koma skuli. Að loknu viðtali við kappana var ekkert eftir nema að sannreyna þjálfarahæfileika drengjanna. Með þeirra hjálp tókst þeim sem hér skrifar að koma boltanum í netið, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Það verður að teljast afar góður árangur þjálfaranna. Strákarni skipulögðu og settu æfingarnar upp alveg sjálfir.Vísir/Einar Seltjarnarnes Fótbolti Íþróttir barna Grótta Krakkar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Þeir Kári og Alexander Aron eru tíu ára og búa á Seltjarnarnesi. Báðir hafa þeir brennandi áhuga á fótbolta, en fréttastofa hitti á þá á battavelli þar sem þeir þjálfuðu yngri krakka úr bænum. Þegar þeir voru spurðir þeir væru að gera á vellinum fyrr í dag var svarið einfalt: „Bara þjálfa krakka, við viljum að þau elti drauma sína og þannig,“ sagði annar þjálfaranna ungu, Alexander Aron Óskarsson. Námskeið drengjanna stendur yfir alla helgina, föstudag til sunnudags. Hugmyndin að námskeiðinu kom upp þegar þeir félagar voru að þjálfa vin sinn í fótbolta. Þeir létu sér þá detta í hug að færa út kvíarnar og halda heilt námskeið. Aðspurðir hvernig námskeiðið gengi sögðu strákarnir það hafa gengið prýðilega. Flestir krakkarnir hlustuðu vel á þá og tækju tilsögn. Safna fyrir betri búnaði Námskeiðið kostar litlar tvö hundruð krónur á dag, sem sagt sex hundruð krónur fyrir dagana þrjá. Þá vaknar upp spurningin, hvert renna tekjurnar? „Við erum að pæla í að nota peninginn til að kaupa meira fótboltadót fyrir næsta námskeið sem við höldum,“ segir Kári Hrafnsson, hinn helmingur þjálfarateymisins. Alexander bætir við að námskeiðið sem hér er til umfjöllunar sé eins konar prufukeyrsla fyrir það sem koma skuli. Að loknu viðtali við kappana var ekkert eftir nema að sannreyna þjálfarahæfileika drengjanna. Með þeirra hjálp tókst þeim sem hér skrifar að koma boltanum í netið, líkt og sjá má í fréttinni hér að ofan. Það verður að teljast afar góður árangur þjálfaranna. Strákarni skipulögðu og settu æfingarnar upp alveg sjálfir.Vísir/Einar
Seltjarnarnes Fótbolti Íþróttir barna Grótta Krakkar Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira