Djammið enn með Covid-einkenni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2022 20:01 Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Vísir/Vésteinn Skemmtanahald um verslunarmannahelgina hefur víða farið vel fram og engar stórar uppákomur komið til kasta lögreglu á helstu útihátíðum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir næturlífið ekki enn hafa tekið á sig sömu mynd og fyrir Covid-faraldurinn. Verslunarmannahelgin er farin af stað, með tilheyrandi skemmtunum og djammi um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin róleg og virðast hátíðargestir hafa skemmt sér fallega. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, þar af eitt meiriháttar. Þá var ekkert ofbeldisbrot á borði lögreglunnar í Eyjum eftir gærkvöldið og nóttina. Í samtali við fréttastofu sagði Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, að óvenju lítið hafi verið að gera miðað við fyrri þjóðhátíðir. Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. Samkvæmt upplýsingum þaðan var þó nokkuð um ölvun og vímuefnaneyslu. Heilt yfir hafi fólk þó skemmt sér prúðmannlega. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan nokkuð að gera. „En heilt yfir var bara gærkvöldið mjög gott og það sem stendur aðallega upp úr er að það var ekkert alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys. Það er nú það sem stendur upp úr eftir nóttina,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En hver eru skilaboðin til þeirra sem ætla að taka snúning á djamminu í kvöld? „Bara að skemmta sér og fara varlega.“ Spurning hvort djammið breytist með haustinu Skúli segir skemmtanahald hafa breytt um farveg í faraldrinum, en þær breytingar ekki gengið til baka. „Skemmtanahaldið er nú þannig að fólk fer fyrr út, bæði út að borða og allt það, og fer fyrr út að skemmta sér. Það fer aðeins fyrr heim. En við vitum svo sem ekki hvernig framtíðin á eftir að þróast í þessu, hvort að þetta eigi eftir að breytast með haustinu. Fólk greinilega fer aðeins fyrr heim, það er alveg ljóst.“ Og þið kannski vonið að þetta haldist svona, frekar en ekki? „Ja, þetta er reyndar bara ágætt svona held ég,“ segir Skúli. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira
Verslunarmannahelgin er farin af stað, með tilheyrandi skemmtunum og djammi um allt land. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum var nóttin róleg og virðast hátíðargestir hafa skemmt sér fallega. Tólf fíkniefnamál komu til kasta lögreglu, þar af eitt meiriháttar. Þá var ekkert ofbeldisbrot á borði lögreglunnar í Eyjum eftir gærkvöldið og nóttina. Í samtali við fréttastofu sagði Grímur Hergeirsson, lögreglustjóri, að óvenju lítið hafi verið að gera miðað við fyrri þjóðhátíðir. Lögreglan á Akureyri, þar sem hátíðin Ein með öllu fer nú fram, hefur svipaða sögu að segja. Samkvæmt upplýsingum þaðan var þó nokkuð um ölvun og vímuefnaneyslu. Heilt yfir hafi fólk þó skemmt sér prúðmannlega. Á höfuðborgarsvæðinu hafði lögreglan nokkuð að gera. „En heilt yfir var bara gærkvöldið mjög gott og það sem stendur aðallega upp úr er að það var ekkert alvarlegt ofbeldi og engin alvarleg slys. Það er nú það sem stendur upp úr eftir nóttina,“ segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. En hver eru skilaboðin til þeirra sem ætla að taka snúning á djamminu í kvöld? „Bara að skemmta sér og fara varlega.“ Spurning hvort djammið breytist með haustinu Skúli segir skemmtanahald hafa breytt um farveg í faraldrinum, en þær breytingar ekki gengið til baka. „Skemmtanahaldið er nú þannig að fólk fer fyrr út, bæði út að borða og allt það, og fer fyrr út að skemmta sér. Það fer aðeins fyrr heim. En við vitum svo sem ekki hvernig framtíðin á eftir að þróast í þessu, hvort að þetta eigi eftir að breytast með haustinu. Fólk greinilega fer aðeins fyrr heim, það er alveg ljóst.“ Og þið kannski vonið að þetta haldist svona, frekar en ekki? „Ja, þetta er reyndar bara ágætt svona held ég,“ segir Skúli.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Reykjavík Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Fleiri fréttir Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Sjá meira