Slagsmál og ofdrykkja slökkviliðinu til ama Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 12:19 Bjarni Ingimarsson varðstjóri. Vísir Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. Næturvakt slökkviliðsins fór í alls 45 sjúkraflutninga frá klukkan hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. Þar af voru 25 verkefni eftir miðnætti. „Þetta er búið að vera eins bæði föstudags- og laugardagskvöld, svipaður fjöldi. Af þessum 25 eftir miðnætti myndi ég segja að um helmingurinn sé tengdur skemmtanahaldi niðri í bæ eða á öðrum ölhúsum,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun sagði að leiðinlegt væri að sjá að fólk geti ekki skemmt sér fallega. „Þetta er öll flóran. Slagsmál, veikindi, ofdrykkja. Þannig að þetta er bara öll flóran sem fylgir þessu. Það er svo sem ekkert óalgengt að þetta komi með skemmtanahaldinu en kannski óvenju mikið núna miðað við að það sé verslunarmannahelgi og margir úr bænum.“ Þið hafið kannski búist við rólegri verslunarmannahelgi, eða hvað? „Það hefur oft verið aðeins rólegra, en það er svo sem mikið af fólki í bænum. En þetta er kannski, jú, óvenju mikið fyrir okkur, svona eftir miðnætti að minnsta kosti.“ Skilaboðin til þeirra sem ætli út á lífið í kvöld séu einföld: „Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er náttúrulega þannig að við sinnum bæði sjúkraútköllum og slökkvistarfi og því fleiri verkefni sem við erum með á sjúkrabílunum því minni mannskapur er til staðar til að sinna eldútköllum ef þau koma upp,“ segir Bjarni. Nóg að gera hjá lögreglu víða um land Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði að sama skapi í nógu að snúast, og handtók meðal annars karlmann fyrir vopnað rán í Hlíðahverfi í nótt. Sá hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni síma, að því er fram kom í skeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Þá var nokkuð um ölvun í bænum en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðborginni. Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru einnig nokkur, en á Siglufirði var tilkynnt um mann með hníf sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út en lögreglunni á Siglufirði tókst að handtaka manninn án vandkvæða áður en til kasta sveitarinnar kom. Líkt og í Reykjavík var nokkuð um verkefni vegna ölvunar. Þar má nefna ölvunarakstur, ágreiningur á tjaldsvæði og ógnandi hegðun í garð dyravarða. Í gær var greint frá því að aðfaranótt laugardagsins hefði verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, og ekkert ofbeldisbrot komið inn á borð lögreglunnar þar. Mun meiri erill var í eyjum í nótt, en sjö líkamsárásarmál eru skráð eftir nóttina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var um minniháttar áverka að ræða í öllum tilfellum. Sjö gistu fangaklefa í Vestmanneyjum í nótt. Fjórir vegna ölvunar og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála. Slökkvilið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira
Næturvakt slökkviliðsins fór í alls 45 sjúkraflutninga frá klukkan hálf átta í gærkvöldi til hálf átta í morgun. Þar af voru 25 verkefni eftir miðnætti. „Þetta er búið að vera eins bæði föstudags- og laugardagskvöld, svipaður fjöldi. Af þessum 25 eftir miðnætti myndi ég segja að um helmingurinn sé tengdur skemmtanahaldi niðri í bæ eða á öðrum ölhúsum,“ segir Bjarni Ingimarsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu sem slökkviliðið sendi frá sér í morgun sagði að leiðinlegt væri að sjá að fólk geti ekki skemmt sér fallega. „Þetta er öll flóran. Slagsmál, veikindi, ofdrykkja. Þannig að þetta er bara öll flóran sem fylgir þessu. Það er svo sem ekkert óalgengt að þetta komi með skemmtanahaldinu en kannski óvenju mikið núna miðað við að það sé verslunarmannahelgi og margir úr bænum.“ Þið hafið kannski búist við rólegri verslunarmannahelgi, eða hvað? „Það hefur oft verið aðeins rólegra, en það er svo sem mikið af fólki í bænum. En þetta er kannski, jú, óvenju mikið fyrir okkur, svona eftir miðnætti að minnsta kosti.“ Skilaboðin til þeirra sem ætli út á lífið í kvöld séu einföld: „Það er bara að ganga hægt um gleðinnar dyr. Það er náttúrulega þannig að við sinnum bæði sjúkraútköllum og slökkvistarfi og því fleiri verkefni sem við erum með á sjúkrabílunum því minni mannskapur er til staðar til að sinna eldútköllum ef þau koma upp,“ segir Bjarni. Nóg að gera hjá lögreglu víða um land Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði að sama skapi í nógu að snúast, og handtók meðal annars karlmann fyrir vopnað rán í Hlíðahverfi í nótt. Sá hafði ógnað konu með hnífi og rænt af henni síma, að því er fram kom í skeyti lögreglu til fjölmiðla í morgun. Þá var nokkuð um ölvun í bænum en lögregla hafði meðal annars afskipti af hópslagsmálum í miðborginni. Verkefni lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru einnig nokkur, en á Siglufirði var tilkynnt um mann með hníf sem sýndi af sér ógnandi hegðun. Sérsveit ríkislögreglustjóra á Akureyri var kölluð út en lögreglunni á Siglufirði tókst að handtaka manninn án vandkvæða áður en til kasta sveitarinnar kom. Líkt og í Reykjavík var nokkuð um verkefni vegna ölvunar. Þar má nefna ölvunarakstur, ágreiningur á tjaldsvæði og ógnandi hegðun í garð dyravarða. Í gær var greint frá því að aðfaranótt laugardagsins hefði verið róleg hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum, og ekkert ofbeldisbrot komið inn á borð lögreglunnar þar. Mun meiri erill var í eyjum í nótt, en sjö líkamsárásarmál eru skráð eftir nóttina. Samkvæmt tilkynningu lögreglu var um minniháttar áverka að ræða í öllum tilfellum. Sjö gistu fangaklefa í Vestmanneyjum í nótt. Fjórir vegna ölvunar og þrír í tengslum við rannsókn líkamsárásarmála.
Slökkvilið Næturlíf Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Sjá meira