Falleg saga frá bráðamóttökunni á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. ágúst 2022 20:05 Fjölskyldan í Hveragerði, sem skaut skjólshúsi yfir bresku bræðurna, Jóhann Már, Svandís og Ýmir Kári, sonur þeirra. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hjón í Hveragerði tóku að sér sjö og tíu ára bræður frá Bretlandi og leyfðu þeim að gista hjá sér í nótt. Ástæðan er sú að eiginmaðurinn er yfirlæknir á Selfossi og hafði verið að sinna bráðveikri mömmu drengjanna, sem þurfti að fara í bráðaaðgerð í Reykjavík. Bræðurnir höfðu ekki í nein hús að venda og tóku hjónin drengina að sér með leyfi barnaverndaryfirvalda. Konan kom á bráðamóttökuna á Selfossi í gærmorgun og var þar í svolítinn tíma en var svo flutt á forgangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur í bráðaaðgerð. Konan, sem er bresk var í vikuferðalagi á Íslandi með syni sína. Þau áttu að fljúga heim í gær en ekkert varð af því. Jóhann Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni sinnti konunni en þegar hún var farin til Reykjavíkur stóðu drengirnir einir eftir, þekktu engan og höfðu ekki í nein hús að venda. Jóhann hringdi þá í Svandísi, konu sína, og spurði hvort þau gætu ekki tekið drengina heim til sín á meðan væri verið að finna út úr málum þeirra, „Jú, jú,“ sagði eiginkonan, „ekkert mál“ og voru drengirnir í Heiðarbrúninni hjá Jóhanni, Svandísi og syni þeirra, Ými Kára, frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Tekið skal skýrt fram að barnaverndarnefnd gaf sitt leyfi fyrir veru bræðranna á heimili fjölskyldunnar í Hveragerði. „Þetta voru tveir breskir strákar, sem voru ótrúlega brattir miðað við aðstæður,“ segir Jóhann og Svandís Sigurðardóttir, eiginkona hans bætir við. „Já, voru ótrúlega duglegir, tóku þessu öllu með ró. Það var ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, þessi eldri var mjög mikið að passa þann yngri.“ Og þeir sváfu í flatsæng í herberginu hans Ýmis? „Já, Ýmir var mjög ánægður að fá tvo eldri bræður aðeins lánaða og gerði svona svolítið, sem þeir gerðu,“ segir Jóhann. Þetta er ótrúlega fallegt og vel gert hjá ykkur. „Já, takk fyrir það, það var voðalega lítið annað hægt að gera. Okkur fannst þetta bara sjálfsagt, bara það rétta í stöðunni,“ bætir Jóhann við. Konan var flutt á forgangi frá bráðamóttökunni á Selfossi í gær á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún fór i bráðaaðgerð. Hún verður á spítalanum í nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir máttu velja um í morgun hvort þeir vildu hafragraut í morgunmat eða Hunangs Cheerios, þeir völdu Cheeriosið. Fulltrúi Barnaverndar sótti þá í Hveragerði fyrir hádegi og fór með þá í heimsókn til mömmu þeirra á sjúkrahúsið og fylgdi þeim síðan í Leifsstöð þar sem þeir flugu síðdegis heim til Bretlands með fylgd í flugvélinni. En hvernig líður mömmu þeirra í dag? „Heyrðu já, hún er bara að jafna sig og bara við ágæta líðan held ég,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi. Árborg Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira
Konan kom á bráðamóttökuna á Selfossi í gærmorgun og var þar í svolítinn tíma en var svo flutt á forgangi með sjúkrabíl til Reykjavíkur í bráðaaðgerð. Konan, sem er bresk var í vikuferðalagi á Íslandi með syni sína. Þau áttu að fljúga heim í gær en ekkert varð af því. Jóhann Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni sinnti konunni en þegar hún var farin til Reykjavíkur stóðu drengirnir einir eftir, þekktu engan og höfðu ekki í nein hús að venda. Jóhann hringdi þá í Svandísi, konu sína, og spurði hvort þau gætu ekki tekið drengina heim til sín á meðan væri verið að finna út úr málum þeirra, „Jú, jú,“ sagði eiginkonan, „ekkert mál“ og voru drengirnir í Heiðarbrúninni hjá Jóhanni, Svandísi og syni þeirra, Ými Kára, frá því síðdegis í gær og þar til í morgun. Tekið skal skýrt fram að barnaverndarnefnd gaf sitt leyfi fyrir veru bræðranna á heimili fjölskyldunnar í Hveragerði. „Þetta voru tveir breskir strákar, sem voru ótrúlega brattir miðað við aðstæður,“ segir Jóhann og Svandís Sigurðardóttir, eiginkona hans bætir við. „Já, voru ótrúlega duglegir, tóku þessu öllu með ró. Það var ótrúlega fallegt samband á milli þeirra, þessi eldri var mjög mikið að passa þann yngri.“ Og þeir sváfu í flatsæng í herberginu hans Ýmis? „Já, Ýmir var mjög ánægður að fá tvo eldri bræður aðeins lánaða og gerði svona svolítið, sem þeir gerðu,“ segir Jóhann. Þetta er ótrúlega fallegt og vel gert hjá ykkur. „Já, takk fyrir það, það var voðalega lítið annað hægt að gera. Okkur fannst þetta bara sjálfsagt, bara það rétta í stöðunni,“ bætir Jóhann við. Konan var flutt á forgangi frá bráðamóttökunni á Selfossi í gær á sjúkrahús í Reykjavík þar sem hún fór i bráðaaðgerð. Hún verður á spítalanum í nokkra daga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bræðurnir máttu velja um í morgun hvort þeir vildu hafragraut í morgunmat eða Hunangs Cheerios, þeir völdu Cheeriosið. Fulltrúi Barnaverndar sótti þá í Hveragerði fyrir hádegi og fór með þá í heimsókn til mömmu þeirra á sjúkrahúsið og fylgdi þeim síðan í Leifsstöð þar sem þeir flugu síðdegis heim til Bretlands með fylgd í flugvélinni. En hvernig líður mömmu þeirra í dag? „Heyrðu já, hún er bara að jafna sig og bara við ágæta líðan held ég,“ segir yfirlæknir bráðamóttökunnar á Selfossi.
Árborg Hveragerði Ferðamennska á Íslandi Heilbrigðisstofnun Suðurlands Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Sjá meira