Óskar Hrafn: Dagur Dan frábær í algjörlega nýrri stöðu Hjörvar Ólafsson skrifar 1. ágúst 2022 22:14 Óskar Hrafn Þorvaldsson hrósaði leikmönnum fyrir frammistöðu sína í leiknum. Vísir/Diego Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var heilt yfir sáttur við lærisveina sína í 3-1 sigri liðsins á móti Skagamönnum í 15. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Kópavogsvelli í kvöld. „Mér fannst þessu sigur fyllilega sanngjarn og það breytti litlu hvað spilamennsku okkar varðar að hafa lent undir. Við settum bara aðeins meiri kraft í sóknaraðerðir okkar og það skilaði sér. Það var ekkert stress við að fá markið í andlitið, það er styrkleikamerki," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks að leik loknum. „Við vorum svolítið værukærir í sendingum og því sem við vorum að gera framan af leik. Það var hins vegar ekkert út á vinnuframlagið eða viljann að setja í þessum leik. Leikmenn gáfu allt sem þeir gátu í leikinn og þegar við brutum ísinn gengum við á lagið," sagði Óskar Hrafn sem var svo spurður út í frammistöðu bakvarða sinna sem tóku virkan þátt í sóknarleiknum. „Dagur Dan var algjörlega frábær í stöðu sem hann hefur aldrei spilað áður. Hann var síógnandi allan leikinn og uppskar laun erfiðsins þegar hann lagði upp þriðja markið. Við viljum hafa bakverðina með í sóknaraðgerðum okkar og það gekk upp í þessum leik að koma þeim vel inn í uppspilið," sagði þjálfarinn glaður. „Nú þurfum við bara að ná góðri endurheimt fyrir komandi verkefni. Það er afar jákvætt að hafa nóg að gera og þú færð mig ekki til þess að kvarta yfir leikjaálagi. Svona viljum við hafa þetta og við erum orðnir vanir að hafa stutt á milli leikja," sagði hann um framhaldið. Breiðablik fær tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir í heimsókn á Kópavogsvöll í næsta leik sínum en leikurinn er liður í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og fer fram á fimmtudagskvöldið kemur. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira
„Mér fannst þessu sigur fyllilega sanngjarn og það breytti litlu hvað spilamennsku okkar varðar að hafa lent undir. Við settum bara aðeins meiri kraft í sóknaraðerðir okkar og það skilaði sér. Það var ekkert stress við að fá markið í andlitið, það er styrkleikamerki," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks að leik loknum. „Við vorum svolítið værukærir í sendingum og því sem við vorum að gera framan af leik. Það var hins vegar ekkert út á vinnuframlagið eða viljann að setja í þessum leik. Leikmenn gáfu allt sem þeir gátu í leikinn og þegar við brutum ísinn gengum við á lagið," sagði Óskar Hrafn sem var svo spurður út í frammistöðu bakvarða sinna sem tóku virkan þátt í sóknarleiknum. „Dagur Dan var algjörlega frábær í stöðu sem hann hefur aldrei spilað áður. Hann var síógnandi allan leikinn og uppskar laun erfiðsins þegar hann lagði upp þriðja markið. Við viljum hafa bakverðina með í sóknaraðgerðum okkar og það gekk upp í þessum leik að koma þeim vel inn í uppspilið," sagði þjálfarinn glaður. „Nú þurfum við bara að ná góðri endurheimt fyrir komandi verkefni. Það er afar jákvætt að hafa nóg að gera og þú færð mig ekki til þess að kvarta yfir leikjaálagi. Svona viljum við hafa þetta og við erum orðnir vanir að hafa stutt á milli leikja," sagði hann um framhaldið. Breiðablik fær tyrkneska liðið Istanbul Basaksehir í heimsókn á Kópavogsvöll í næsta leik sínum en leikurinn er liður í þriðju umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu og fer fram á fimmtudagskvöldið kemur.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Fleiri fréttir Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Sjá meira