Fótbolti

Réðst á kvendómara sem endaði á sjúkrahúsi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er orðið miklu algengara að konur dæmi í karlafótboltanum.
Það er orðið miklu algengara að konur dæmi í karlafótboltanum. Getty/Jack Thomas

Argentínskur knattspyrnumaður var handtekinn í gær eftir að hafa ráðist á dómara í leik. Félög og argentínska knattspyrnusambandið hafa fordæmt hegðun hans.

Leikmaðurinn heitir Cristian Tirone og var að spila með þriðju deildarliði Club Deportivo Garmense.

Hann á ekki aðeins von á refsidómi vegna handtökunnar heldur er þegar búið að dæma hann í lífstíðarbann frá því að spila með argentínska félaginu. ESPN segir frá.

Dómarinn sem Tirone réðst á var kona en hún heitir Dalma Cortadi. Leikmaðurinn sló hana aftan í höfuðið og hún féll í grasið.

„Ég datt í jörðina eftir höggið og man ekki eftir neinu eftir það. Þegar ég stóð upp aftur þá svimaði mér og fannst ég þurfa að gubba. Svona má ekki gerast lengur,“ sagði Dalma Cortadi í útvarpsviðtali við Radio Activa 97.9.

Cortaldi þurfti að eyða mörgum klukkutímum á sjúkrahúsi. „Kynið skiptir ekki máli hér. Þetta kom fyrir mig sem konu en þetta kemur líka fyrir marga karlkynsdómara,“ sagði Cortadi.

Árásin varð í leik Club Deportivo Independencia og Deportivo Garmense en leikurinn var flautaður af um leið. Það á sjá atvikið hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×