Fjórar stjörnur Sex Education snúa ekki aftur Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. ágúst 2022 11:03 Persónurnar Ola, Lily, Miss Emily og Olivia snúa ekki aftur í fjórðu seríu Sex Education. Samsett/Netflix Fjórar leikkonur hafa tilkynnt að þær muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu hinna sívinsælu þátta Sex Education. Auk aðalpersónanna Ola og Lily, sem fengu stórt hlutverk í þriðju seríunni, verða Olivia Hanan og kennarinn Miss Emily ekki með í fjórðu seríunni. Leikkonan Rakhee Thakrar sem leikur kennarann Miss Emily Sands í Sex Education greindi frá því í gær að hún muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu þáttanna. Hún sagðist vera stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að vera með í þáttunum en vildi samt ekki greina frá því hvers vegna hún væri að hætta. Hún er fjórða leikkonan sem staðfestir að hún snúi ekki aftur í fjórðu seríuna. Í síðasta mánuði greindi Patricia Allison, sem fer með hlutverk aðalpersónunnar Ola Nyman, að hún kæmi ekki aftur í næstu seríu en hún hefur farið með burðarhlutverk í þáttunum. Stuttu eftir það tilkynnti Tanya Reynolds, sem leikur Lily Iglehart, geimverusjúka kærustu Olu, að hún yrði ekki heldur með. Þá greindi Simone Ashely, sem hefur farið með hlutverk Oliviu Hanan, frá því að hún yrði ekki með í fjórðu seríunni og ætlaði í staðinn að einbeita sér að hlutverki sínu sem Kate Sharma í þáttunum Bridgerton. Það er því greinilegt fyrst svo stórir karakterar eru dottnir út að áhorfendur eiga von á nýjum vendingum og jafnvel nýjum persónum í næstu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu. Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Leikkonan Rakhee Thakrar sem leikur kennarann Miss Emily Sands í Sex Education greindi frá því í gær að hún muni ekki snúa aftur í fjórðu seríu þáttanna. Hún sagðist vera stolt og þakklát fyrir að hafa fengið að vera með í þáttunum en vildi samt ekki greina frá því hvers vegna hún væri að hætta. Hún er fjórða leikkonan sem staðfestir að hún snúi ekki aftur í fjórðu seríuna. Í síðasta mánuði greindi Patricia Allison, sem fer með hlutverk aðalpersónunnar Ola Nyman, að hún kæmi ekki aftur í næstu seríu en hún hefur farið með burðarhlutverk í þáttunum. Stuttu eftir það tilkynnti Tanya Reynolds, sem leikur Lily Iglehart, geimverusjúka kærustu Olu, að hún yrði ekki heldur með. Þá greindi Simone Ashely, sem hefur farið með hlutverk Oliviu Hanan, frá því að hún yrði ekki með í fjórðu seríunni og ætlaði í staðinn að einbeita sér að hlutverki sínu sem Kate Sharma í þáttunum Bridgerton. Það er því greinilegt fyrst svo stórir karakterar eru dottnir út að áhorfendur eiga von á nýjum vendingum og jafnvel nýjum persónum í næstu seríu sjónvarpsþáttanna vinsælu.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein