Skýrslan um sölu Íslandsbanka væntanleg í þessum mánuði Jakob Bjarnar skrifar 2. ágúst 2022 14:36 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hafði sitt fram í þinginu, að rannsókn og skýrsla um hina umdeildu sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, væri á könnu ríkisendurskoðanda. Guðmundur Björgvin segir ýmislegt hafa valdið því að dregist hefur að ljúka skýrslunni. Skýrsla ríkisendurskoðunar um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka hefur frestast en ríkisendurskoðandi boðar að hún verði lögð fram til þinglegrar meðferðar í þessum mánuði. Margir eru orðnir langeygir eftir skýrslunni sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til að ríkisendurskoðun myndi vinna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málið var afar umdeilt en stjórnarandstaðan vildi að skipuð yrði rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í saumana á málinu. Meirihluti þingsins samþykkti hins vegar að ríkisendurskoðandi myndi hafa rannsóknina með höndum. Brjálað að gera hjá ríkisendurskoðun Skýrslugerðin hefur hins vegar tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir, í samtali við Vísi, ýmislegt hafa valdið því. „Þetta er þannig mál. Þetta er mikil vinna og ekki eins og þetta sé eina verkefnið sem við erum með undir. Við höfum verið að vinna að nokkrum viðamiklum skýrslum í sumar um samkeppniseftirlitið, samkeppnissjóð og fleira. Það hefur verið brjálað að gera,“ segir Guðmundur Björgvin. Þá hafa verið sumarfrí hjá stofnunninni auk þess sem Covid hefur sett strik í reikninginn. Sjálfur lagðist Guðmundur Björgvin nýlega en honum hafði til þess, fullbólusettur maðurinn, tekist að forðast þau veikindi. En margir hjá ríkisendurskoðanda hafa mátt kljást við Covid. Guðmundur Björgvin segir að um fimm manns hjá ríkisendurskoðun komi að skýrslugerðinni, þar með talinn hann sjálfur. Hefði viljað láta sérstaka rannsóknarnefnd annast málið „Vinnunni hefur miðað ágætlega hjá okkur. Við reiknum með að skila henni til Alþingis í þessum mánuði. Það ræðst svo af því hvenær og með hvaða hætti Alþingi tekur hana fyrir hvenær hún birtist almenningi,“ segir Guðmundur Björgvin. Ríkisendurskoðandi sendir skýrsluna frágengna til forseta Alþingis sem þá ýtir henni áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem á sæti í fjárlaganefnd, hefur farið fram á að hún verði lögð fram þar einnig. Björn Leví segist í samtali við Vísi ekki koma sér á óvart þó skýrslan liti loks dagsins ljós í þessum mánuði. Það sé tímabært. „Það er búið að fresta þessu of oft nú þegar. Miðað við hversu umfangsmikið verkefni þetta er þá erum við bara að sjá það í verki að rannsóknarnefnd hefði átt að taka við þessu máli strax.“ Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Margir eru orðnir langeygir eftir skýrslunni sem Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði til að ríkisendurskoðun myndi vinna um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Málið var afar umdeilt en stjórnarandstaðan vildi að skipuð yrði rannsóknarnefnd Alþingis til að fara ofan í saumana á málinu. Meirihluti þingsins samþykkti hins vegar að ríkisendurskoðandi myndi hafa rannsóknina með höndum. Brjálað að gera hjá ríkisendurskoðun Skýrslugerðin hefur hins vegar tekið lengri tíma en ráð var fyrir gert. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi segir, í samtali við Vísi, ýmislegt hafa valdið því. „Þetta er þannig mál. Þetta er mikil vinna og ekki eins og þetta sé eina verkefnið sem við erum með undir. Við höfum verið að vinna að nokkrum viðamiklum skýrslum í sumar um samkeppniseftirlitið, samkeppnissjóð og fleira. Það hefur verið brjálað að gera,“ segir Guðmundur Björgvin. Þá hafa verið sumarfrí hjá stofnunninni auk þess sem Covid hefur sett strik í reikninginn. Sjálfur lagðist Guðmundur Björgvin nýlega en honum hafði til þess, fullbólusettur maðurinn, tekist að forðast þau veikindi. En margir hjá ríkisendurskoðanda hafa mátt kljást við Covid. Guðmundur Björgvin segir að um fimm manns hjá ríkisendurskoðun komi að skýrslugerðinni, þar með talinn hann sjálfur. Hefði viljað láta sérstaka rannsóknarnefnd annast málið „Vinnunni hefur miðað ágætlega hjá okkur. Við reiknum með að skila henni til Alþingis í þessum mánuði. Það ræðst svo af því hvenær og með hvaða hætti Alþingi tekur hana fyrir hvenær hún birtist almenningi,“ segir Guðmundur Björgvin. Ríkisendurskoðandi sendir skýrsluna frágengna til forseta Alþingis sem þá ýtir henni áfram til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sem á sæti í fjárlaganefnd, hefur farið fram á að hún verði lögð fram þar einnig. Björn Leví segist í samtali við Vísi ekki koma sér á óvart þó skýrslan liti loks dagsins ljós í þessum mánuði. Það sé tímabært. „Það er búið að fresta þessu of oft nú þegar. Miðað við hversu umfangsmikið verkefni þetta er þá erum við bara að sjá það í verki að rannsóknarnefnd hefði átt að taka við þessu máli strax.“
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslandsbanki Tengdar fréttir Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14