Sérfræðingar Stúkunnar skildu reiði KA-manna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. ágúst 2022 10:00 Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var rekinn af velli fyrir mótmæli í leiknum gegn KR í gær. vísir/pawel KA-menn voru vægast sagt ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í uppbótartíma í leiknum gegn KR-ingum í Bestu deild karla í gær. Sérfræðingar Stúkunnar sögðu að Akureyringar hefðu ýmislegt til síns máls. Á fjórðu mínútu uppbótartíma tæklaði Atli Sigurjónsson Gaber Dobrovoljc inni í vítateig KR. Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt nema hornspyrnu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, mótmælti kröftuglega og fékk rauða spjaldið. Hann var einnig rekinn af velli í fyrri leiknum gegn KR og er því á leið í tveggja leikja bann. „Þetta er bara víti, að mínu mati,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni eftir leikinn í gær. Hann skýrði svo mál sitt frekar. „Eina sem getur kannski blekkt augað okkar er hvort Atli hafi farið utan við hann, eða fyrir framan hann, þannig að hann sé að sparka hér en hann virðist fara undir sólann. Það er alltaf brot.“ Klippa: Stúkan - vítið sem KA vildi fá Í viðtali eftir leikinn lét Arnar gamminn geysa og beindi athygli sinni meðal annars að fjórða dómaranum, Sveini Arnarssyni, og sagði hann ekki starfi sínu vaxinn. Engin tilfinning fyrir leiknum „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá KR síðan í maí, eða í 66 daga. Þetta var aftur á móti fyrsta tap KA síðan 20. júní. KA-menn eru í 3. sæti Bestu deildarinnar með 27 stig eftir fimmtán leiki. Besta deild karla KA KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Á fjórðu mínútu uppbótartíma tæklaði Atli Sigurjónsson Gaber Dobrovoljc inni í vítateig KR. Egill Arnar Sigurþórsson, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt nema hornspyrnu. Arnar Grétarsson, þjálfari KA, mótmælti kröftuglega og fékk rauða spjaldið. Hann var einnig rekinn af velli í fyrri leiknum gegn KR og er því á leið í tveggja leikja bann. „Þetta er bara víti, að mínu mati,“ sagði Baldur Sigurðsson í Stúkunni eftir leikinn í gær. Hann skýrði svo mál sitt frekar. „Eina sem getur kannski blekkt augað okkar er hvort Atli hafi farið utan við hann, eða fyrir framan hann, þannig að hann sé að sparka hér en hann virðist fara undir sólann. Það er alltaf brot.“ Klippa: Stúkan - vítið sem KA vildi fá Í viðtali eftir leikinn lét Arnar gamminn geysa og beindi athygli sinni meðal annars að fjórða dómaranum, Sveini Arnarssyni, og sagði hann ekki starfi sínu vaxinn. Engin tilfinning fyrir leiknum „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar [Kristinsson, þjálfari KR] hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Sigurinn í gær var sá fyrsti hjá KR síðan í maí, eða í 66 daga. Þetta var aftur á móti fyrsta tap KA síðan 20. júní. KA-menn eru í 3. sæti Bestu deildarinnar með 27 stig eftir fimmtán leiki.
Besta deild karla KA KR Stúkan Tengdar fréttir Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Sjá meira
Sjáðu markið sem færði KR-ingum fyrsta sigurinn í tvo mánuði Eftir rúmlega tveggja mánaða bið þá tókst KR-ingum loksins að fagna sigri í Bestu deild karla í gærkvöldi. 3. ágúst 2022 09:00