Starfsmaður Barcelona sagður hafa reynt að múta fulltrúa UEFA Valur Páll Eiríksson skrifar 3. ágúst 2022 16:31 Barcelona hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu mánuði. vísir/Getty Starfsmaður hjá Barcelona á Spáni er sagður hafa reynt að múta fulltrúa hjá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, til að reka á eftir rannsóknum á fjárhagsstarfsemi Manchester City og Paris Saint-Germain. Nýlega útkomin bók Simons Kuper um spænska stórveldið Barcelona hefur vakið töluverða athygli. Kuper er blaðamaður á Financial Times og gaf bókina út í sumar. Hún ber heitið „Barca: Ris og fall félagsins sem byggði nútímafótbolta“ og hefur hlotið verðlaun sem besta bók í flokki fótboltabóka á árinu. Miðillinn The Athletic vísar í bókina í langri grein sinni sem unnin er upp úr rannsóknarvinnu miðilsins á katalónska liðinu sem hefur verið mikið milli tannana á fólki vegna fjárglæfrastarfsemi. Barcelona var komið í fjárhagslegt öngstræti þegar starfsmaður félagsins átti fund með fulltrúa UEFA í febrúar 2020. Greint er frá því að Börsungurinn hafi kvartað við fulltrúann yfir slaka sem sambandið veitti félögunum Paris Saint-Germain og Manchester City þegar kæmi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). Bæði félög hafa löngum verið sökuð um að sveigja hjá reglunum, en þau eru að stóru leyti fjármögnuð af aðilum eða sjóðum sem tengdir eru ríkjum; Katar annars vegar og Sameinuðu arabísku furstadæmin hins vegar. Umhverfið sem UEFA skapaði með slakanum gerði Börsungum erfitt fyrir, samkvæmt starfsmanni félagsins, þar sem félagið ætti erfitt með að keppa við PSG og Manchester City vegna þess gríðarlega auðs sem lægi að baki félögunum tveimur. Í bók Kupers segir: „Á endanum spurði starfsmaður Barca: 'Er einhver í FFP deildinni ykkar sem við gætum borgað?'. UEFA fulltrúinn skildi þessa spurningu sem svo að kollegi hans væri að leita að einhverjum til að múta“. Blaðamaður The Athletic hafði samband við UEFA vegna málsins. Sambandið sendi svar sem var á þá leið að það hefði enga vitund um slíkan fund eða fyrirspurn. Barcelona hefur þá ekki svarað fyrirspurn um málið. Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Nýlega útkomin bók Simons Kuper um spænska stórveldið Barcelona hefur vakið töluverða athygli. Kuper er blaðamaður á Financial Times og gaf bókina út í sumar. Hún ber heitið „Barca: Ris og fall félagsins sem byggði nútímafótbolta“ og hefur hlotið verðlaun sem besta bók í flokki fótboltabóka á árinu. Miðillinn The Athletic vísar í bókina í langri grein sinni sem unnin er upp úr rannsóknarvinnu miðilsins á katalónska liðinu sem hefur verið mikið milli tannana á fólki vegna fjárglæfrastarfsemi. Barcelona var komið í fjárhagslegt öngstræti þegar starfsmaður félagsins átti fund með fulltrúa UEFA í febrúar 2020. Greint er frá því að Börsungurinn hafi kvartað við fulltrúann yfir slaka sem sambandið veitti félögunum Paris Saint-Germain og Manchester City þegar kæmi að reglum UEFA um fjárhagslega háttvísi (e. Financial Fair-Play, FFP). Bæði félög hafa löngum verið sökuð um að sveigja hjá reglunum, en þau eru að stóru leyti fjármögnuð af aðilum eða sjóðum sem tengdir eru ríkjum; Katar annars vegar og Sameinuðu arabísku furstadæmin hins vegar. Umhverfið sem UEFA skapaði með slakanum gerði Börsungum erfitt fyrir, samkvæmt starfsmanni félagsins, þar sem félagið ætti erfitt með að keppa við PSG og Manchester City vegna þess gríðarlega auðs sem lægi að baki félögunum tveimur. Í bók Kupers segir: „Á endanum spurði starfsmaður Barca: 'Er einhver í FFP deildinni ykkar sem við gætum borgað?'. UEFA fulltrúinn skildi þessa spurningu sem svo að kollegi hans væri að leita að einhverjum til að múta“. Blaðamaður The Athletic hafði samband við UEFA vegna málsins. Sambandið sendi svar sem var á þá leið að það hefði enga vitund um slíkan fund eða fyrirspurn. Barcelona hefur þá ekki svarað fyrirspurn um málið.
Spænski boltinn Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira