Gleðin, samstaðan og jafnréttið Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Friðrik Jónsson skrifa 6. ágúst 2022 08:00 Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti. Skýrslan sýnir að hommar eru að meðaltali með lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir karlar en aftur á móti eru lesbíur að meðaltali með hærri atvinnutekjur en gagnkynhneigðar konur. Enn fremur búa samkynhneigðir við lakara starfsöryggi en gagnkynhneigðir og transfólk með minna starfsöryggi en annað hinsegin fólk. Þrátt fyrir að bjartsýni ríki almennt hjá hinsegin fólki til framtíðarinnar hér á landi er ljóst að stjórnvöld þurfa að endurskoða stefnumótun sína í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega transfólks. Frekari niðurstöður verða birtar í skýrslunni „Staða hinsegin fólks á Íslandi“ sem gefin verður út á haustmánuðum í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og ætlunin er að marka stefnu um aðgerðir og viðbrögð í samstarfi við Samtökin ´78 í framhaldinu. Hommar með lægri tekjur en lesbíur með hærri Í fyrsta fasa hagrannsóknarinnar er fjallað um mun á atvinnutekjum samskattaðra eftir kynhneigð en þeirri aðferð var nýlega beitt í Danmörku við samskonar rannsókn. Samkvæmt þessu var þó nokkur munur á meðaltali atvinnutekna samkynhneigðra og gagnkynhneigðra á Íslandi á árinu 2019. Þannig voru hommar t.a.m. með um þriðjungi lægri atvinnutekjur að meðaltali en gagnkynhneigðir karlmenn á því ári. Hommar eru jafnframt mun líklegri til að vinna í þjónustustörfum en gagnkynhneigðir karlmenn eða í þeim störfum sem oft hafa verið kölluð „kvennastörf“ en þau störf hafa verið kerfisbundin vanmetin á vinnumarkaði á Vesturlöndum um árabil. Kynhneigðarbundinn munur í atvinnutekjum homma og gagnkynhneigðra karlmanna vekur sérstaka athygli í ljósi þess að menntastig meðal homma er mun hærra en meðal gagnkynhneigðra karla. Atvinnutekjur lesbía voru hins vegar um 13% meiri að meðaltali á árinu 2019 en atvinnutekjur gagnkynhneigðra kvenna. Í skýrslunni sem kemur út á haustdögum verður leitast við að skýra þennan mun í atvinnutekjum frekar og einnig fjalla um stöðu þeirra sem falla utan samskattaða hópsins. Mun skýrslan þá einnig fjalla um stöðu transfólks á vinnumarkaði. Það hefur ekki verið gert á Vesturlöndum svo neinu nemur og er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna. Stærsta könnun sem framkvæmd hefur verið á hinsegin vinnumarkaði Auk greiningar á atvinnutekjum var gerð könnun meðal hinsegin einstaklinga og svöruðu 850 einstaklingar spurningum um hinsegin vinnumarkað. Niðurstöðurnar benda m.a. til að transfólk búi við minna atvinnuröyggi en annað hinsegin fólk en um 70% transfólks í könnuninni sögðust hafa upplifað atvinnuleysi á sinni ævi samanborið við um 40% þeirra sem hafa sís-kynvitund. Við getum þó glaðst yfir því að hinsegin fólk á Íslandi er mun bjartsýnna fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi en hinsegin fólks á heimsvísu en um 90% aðspurðra segjast vera bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi til framtíðar en aðeins um 20% sögðust bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á heimsvísu. Ljóst er að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm hvað varðar stefnumótun í málefnum hinsegin fólks en aðeins um helmingur aðspurðra sagðist vera ánægð/t/ur með stefnu stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks og aðeins um 20% transfólks! Dagur gleði, samstöðu og jafnréttis Ráðist er að ýmsum hópum hinsegin fólks um heim allan. Árásirnar koma jafnt frá fólki í valdastöðum sem og almenningi og stjórnmálin bregðast oft seint og illa við. Ísland er því miður engin undantekning eins og atburðir júlímánaðar bera vitni um. Það er óásættanlegt. Okkur sem gegna ábyrgðarhlutverki í samfélaginu, hvort sem á vettvangi vinnumarkaðar eða stjórnvalda ber skylda til að hrinda slíkum árásum af fullum krafti. Aukið samstarf við Samtökin ´78 og hinsegin samfélagið, þar sem greiningar og rannsóknir eru í forgrunni eru fyrsta lóð verkalýðshreyfingarinnar á þær vogarskálar. Með það í huga hvetjum við félaga okkar, vinnandi fólk og almenning allan til að taka þátt í gleðigöngunni í dag og sýna þannig stuðning sinn við mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna fjölbreyttu samfélagi. Til hamingju með daginn. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Friðrik Jónsson Drífa Snædal Kjaramál Stéttarfélög Hinsegin Vinnumarkaður Mest lesið Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Hvert fer kílómetragjaldið mitt? Jokka G Birnudóttir, #2459 skrifar Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eyðileggjandi umræða Guðný Pálsdóttir,Súsanna Margrét Gestsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið sigrar Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar Skoðun Aðalvandamálið við máltileinkun innflytjenda! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Lítil breyting sem getur skipt sköpum! Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn styður Úkraínu Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Sjá meira
Fyrstu niðurstöður skýrslu um stöðu hinsegin fólks á vinnumarkaði sem voru kynntar á sameiginlegum viðburði ASÍ, BHM og BSRB í gær ættu að vekja okkur öll til umhugsunar um staðalímyndir og fordóma sem stuðla að misrétti. Skýrslan sýnir að hommar eru að meðaltali með lægri atvinnutekjur en gagnkynhneigðir karlar en aftur á móti eru lesbíur að meðaltali með hærri atvinnutekjur en gagnkynhneigðar konur. Enn fremur búa samkynhneigðir við lakara starfsöryggi en gagnkynhneigðir og transfólk með minna starfsöryggi en annað hinsegin fólk. Þrátt fyrir að bjartsýni ríki almennt hjá hinsegin fólki til framtíðarinnar hér á landi er ljóst að stjórnvöld þurfa að endurskoða stefnumótun sína í málefnum hinsegin fólks og þá sérstaklega transfólks. Frekari niðurstöður verða birtar í skýrslunni „Staða hinsegin fólks á Íslandi“ sem gefin verður út á haustmánuðum í samstarfi við Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og ætlunin er að marka stefnu um aðgerðir og viðbrögð í samstarfi við Samtökin ´78 í framhaldinu. Hommar með lægri tekjur en lesbíur með hærri Í fyrsta fasa hagrannsóknarinnar er fjallað um mun á atvinnutekjum samskattaðra eftir kynhneigð en þeirri aðferð var nýlega beitt í Danmörku við samskonar rannsókn. Samkvæmt þessu var þó nokkur munur á meðaltali atvinnutekna samkynhneigðra og gagnkynhneigðra á Íslandi á árinu 2019. Þannig voru hommar t.a.m. með um þriðjungi lægri atvinnutekjur að meðaltali en gagnkynhneigðir karlmenn á því ári. Hommar eru jafnframt mun líklegri til að vinna í þjónustustörfum en gagnkynhneigðir karlmenn eða í þeim störfum sem oft hafa verið kölluð „kvennastörf“ en þau störf hafa verið kerfisbundin vanmetin á vinnumarkaði á Vesturlöndum um árabil. Kynhneigðarbundinn munur í atvinnutekjum homma og gagnkynhneigðra karlmanna vekur sérstaka athygli í ljósi þess að menntastig meðal homma er mun hærra en meðal gagnkynhneigðra karla. Atvinnutekjur lesbía voru hins vegar um 13% meiri að meðaltali á árinu 2019 en atvinnutekjur gagnkynhneigðra kvenna. Í skýrslunni sem kemur út á haustdögum verður leitast við að skýra þennan mun í atvinnutekjum frekar og einnig fjalla um stöðu þeirra sem falla utan samskattaða hópsins. Mun skýrslan þá einnig fjalla um stöðu transfólks á vinnumarkaði. Það hefur ekki verið gert á Vesturlöndum svo neinu nemur og er mikilvægt framlag til vinnumarkaðsrannsókna. Stærsta könnun sem framkvæmd hefur verið á hinsegin vinnumarkaði Auk greiningar á atvinnutekjum var gerð könnun meðal hinsegin einstaklinga og svöruðu 850 einstaklingar spurningum um hinsegin vinnumarkað. Niðurstöðurnar benda m.a. til að transfólk búi við minna atvinnuröyggi en annað hinsegin fólk en um 70% transfólks í könnuninni sögðust hafa upplifað atvinnuleysi á sinni ævi samanborið við um 40% þeirra sem hafa sís-kynvitund. Við getum þó glaðst yfir því að hinsegin fólk á Íslandi er mun bjartsýnna fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi en hinsegin fólks á heimsvísu en um 90% aðspurðra segjast vera bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á Íslandi til framtíðar en aðeins um 20% sögðust bjartsýn fyrir hönd hinsegin fólks á heimsvísu. Ljóst er að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm hvað varðar stefnumótun í málefnum hinsegin fólks en aðeins um helmingur aðspurðra sagðist vera ánægð/t/ur með stefnu stjórnvalda í málefnum hinsegin fólks og aðeins um 20% transfólks! Dagur gleði, samstöðu og jafnréttis Ráðist er að ýmsum hópum hinsegin fólks um heim allan. Árásirnar koma jafnt frá fólki í valdastöðum sem og almenningi og stjórnmálin bregðast oft seint og illa við. Ísland er því miður engin undantekning eins og atburðir júlímánaðar bera vitni um. Það er óásættanlegt. Okkur sem gegna ábyrgðarhlutverki í samfélaginu, hvort sem á vettvangi vinnumarkaðar eða stjórnvalda ber skylda til að hrinda slíkum árásum af fullum krafti. Aukið samstarf við Samtökin ´78 og hinsegin samfélagið, þar sem greiningar og rannsóknir eru í forgrunni eru fyrsta lóð verkalýðshreyfingarinnar á þær vogarskálar. Með það í huga hvetjum við félaga okkar, vinnandi fólk og almenning allan til að taka þátt í gleðigöngunni í dag og sýna þannig stuðning sinn við mannréttindabaráttu hinsegin fólks og fagna fjölbreyttu samfélagi. Til hamingju með daginn. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM.
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Innleiðing fjárhagskerfa skilar í 70% tilfella ekki tilætluðum árangri Stefán Ingi Arnarson skrifar
Skoðun Tækifæri til að ljúka mannréttindamáli Þorsteins Pálssonar frá síðustu öld Bergur Hauksson skrifar
Skoðun Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Það er samkeppni innan opinbera geirans um starfskrafta kennara Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Fara mínir kennarar að vinna í Kópavogslaug? Opið bréf til bæjarstjóra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Óásættanleg meðferð á fjármunum félagsfólks VR – Hvar var stjórn VR? Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun
Nýtt húsnæðiskerfi á Íslandi: Norrænar hugmyndir opna dyrnar fyrir fyrstu kaupendur! Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun
Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir,Gerður Einarsdóttir,Helga Björk Jóhannsdóttir,Margrét Skúladóttir,Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Skoðun