Þessi tilfinning Jódís Skúladóttir skrifar 6. ágúst 2022 11:00 Ótti og skömm í bland við ást, þrá og skilningsleysi. Ég get ekki alveg skilgreint hvernig mér leið sem unglingi og ungri konu. Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi. Ég var svo uppfull af áunninni skömm sem samfélagið nærði með dómhörku sinni, þögn og einsleitum staðalímyndum. Ég upplifði gríðarlega gjá milli mín og annarra því þó að fólk vildi mér vel var mín tilfinning alltaf að ég lifði í lygi. Ef ég segði þeim hver ég raunverulega væri og hvernig mér liði myndi fólk snúa við mér baki. Hinseginleiki var ósýnilegur Það að komast út úr þessum aðstæðum, finna rödd til þess að segja upphátt hver ég er tók mig langan tíma og þó ég vildi geta sagt að öll hafi tekið því vel væri það ekki satt. Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun. Mín leið var að flýja aðstæður, annað hvort inn í óminnisástand áfengisneyslu eða með því að skipta um umhverfi, vinnu, vinahópa. En ég tók sjálfa mig alltaf með hvert sem ég fór og því gat ég ekki annað en horfst í augu við þá staðreynd að þar sem ég gæti ekki breytt mér yrði ég bara að breyta heiminum. Frá þeirri stundu hef ég alltaf og alls staðar reynt að standa með sjálfri mér, hinsegin baráttunni og mannréttindum almennt. Ég var stundum hugsi yfir baráttunni, hvað áttu hommar og lesbíur yfir höfuð sameiginlegt, verandi gjörólíkir hópar með ólíka sýn og menningu? Af hverju ætti gagnkynhneigt fólk að vera skráð í baráttusamtök hinsegin fólks? Eftir því sem árin liðu kynntist ég fólki úr öllum kimum hinsegin samfélagsins og hópunum hefur fjölgað hratt. Sem betur fer lærði ég það á vegferð minni að það er meira sem tengir okkur saman en aðgreinir okkur Við eigum öll að njóta mannréttinda og virðingar í samfélaginu hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Við þurfum sem samfélag öll að taka ábyrgð því þannig vinnast sigrar jaðarsettra hópa. Samfélagið er fullt af jaðarsettu fólki sem náð hefur mislangt í baráttu sinni en þar sem best hefur gengið hefur þjóðin sameinast um að standa með mannréttindum. Það þurfum við núna! Bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks innan lands sem utan er gríðarleg ógn og við verðum að snúa þeirri þróun við og vinna markvist að því að róa í rétta átt. Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi sem við lifum í. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn Það er mikið gleðiefni að Ísland hefur færst upp um fimm sæti á milli ára á regnbogakorti ILGA-Europe og áfram höldum við með aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022–2025 sem forsætisráðherra fékk samþykkta á seinasta þingi og tekur á mikilvægum réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Stóraukið fjármagn til málaflokksins á undanförnum árum hefur líka skipt sköpum. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum, tvö kjörtímabil í röð eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Við viljum gera betur og við höldum áfram að standa með hinsegin samfélaginu. Gleðilega Hinsegin daga Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Hinsegin Vinstri græn Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ótti og skömm í bland við ást, þrá og skilningsleysi. Ég get ekki alveg skilgreint hvernig mér leið sem unglingi og ungri konu. Ég var ein. Ég þekkti enga aðra hinsegin manneskju og hvar sem hommar og lesbíur bárust í tal var það yfirleitt niðrandi og gróft kynferðislegt grín. Ég var bara venjuleg stelpa að alast upp í þorpi úti á landi. Ég var svo uppfull af áunninni skömm sem samfélagið nærði með dómhörku sinni, þögn og einsleitum staðalímyndum. Ég upplifði gríðarlega gjá milli mín og annarra því þó að fólk vildi mér vel var mín tilfinning alltaf að ég lifði í lygi. Ef ég segði þeim hver ég raunverulega væri og hvernig mér liði myndi fólk snúa við mér baki. Hinseginleiki var ósýnilegur Það að komast út úr þessum aðstæðum, finna rödd til þess að segja upphátt hver ég er tók mig langan tíma og þó ég vildi geta sagt að öll hafi tekið því vel væri það ekki satt. Mér var hafnað og ég upplifði útskúfun. Mín leið var að flýja aðstæður, annað hvort inn í óminnisástand áfengisneyslu eða með því að skipta um umhverfi, vinnu, vinahópa. En ég tók sjálfa mig alltaf með hvert sem ég fór og því gat ég ekki annað en horfst í augu við þá staðreynd að þar sem ég gæti ekki breytt mér yrði ég bara að breyta heiminum. Frá þeirri stundu hef ég alltaf og alls staðar reynt að standa með sjálfri mér, hinsegin baráttunni og mannréttindum almennt. Ég var stundum hugsi yfir baráttunni, hvað áttu hommar og lesbíur yfir höfuð sameiginlegt, verandi gjörólíkir hópar með ólíka sýn og menningu? Af hverju ætti gagnkynhneigt fólk að vera skráð í baráttusamtök hinsegin fólks? Eftir því sem árin liðu kynntist ég fólki úr öllum kimum hinsegin samfélagsins og hópunum hefur fjölgað hratt. Sem betur fer lærði ég það á vegferð minni að það er meira sem tengir okkur saman en aðgreinir okkur Við eigum öll að njóta mannréttinda og virðingar í samfélaginu hver sem við erum og hvaðan sem við komum. Við þurfum sem samfélag öll að taka ábyrgð því þannig vinnast sigrar jaðarsettra hópa. Samfélagið er fullt af jaðarsettu fólki sem náð hefur mislangt í baráttu sinni en þar sem best hefur gengið hefur þjóðin sameinast um að standa með mannréttindum. Það þurfum við núna! Bakslag í réttindabaráttu hinsegin fólks innan lands sem utan er gríðarleg ógn og við verðum að snúa þeirri þróun við og vinna markvist að því að róa í rétta átt. Ég vil benda á það að hér í okkar samfélagi, sem er talið framarlega og umburðarlynt að mörgu leyti, hér veigra mjög mörg sér við að gangast við sinni kynhneigð opinberlega. Fólk getur orðið fyrir útskúfun, aðkasti, ofbeldi og það í þessu opna og góða samfélagi sem við lifum í. Þrátt fyrir áskoranirnar er fullt tilefni til þess að líta björtum augum fram á veginn Það er mikið gleðiefni að Ísland hefur færst upp um fimm sæti á milli ára á regnbogakorti ILGA-Europe og áfram höldum við með aðgerðaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022–2025 sem forsætisráðherra fékk samþykkta á seinasta þingi og tekur á mikilvægum réttarbótum fyrir hinsegin fólk. Stóraukið fjármagn til málaflokksins á undanförnum árum hefur líka skipt sköpum. Það að ríkisstjórnin standi að réttlátum breytingum í þessum málaflokkum, tvö kjörtímabil í röð eru skýr merki um áhrif Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Við viljum gera betur og við höldum áfram að standa með hinsegin samfélaginu. Gleðilega Hinsegin daga Höfundur er þingmaður VG í Norðausturkjördæmi.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun