Þjóðhagsráð sent í kalda sturtu Erna Bjarnadóttir skrifar 7. ágúst 2022 16:00 Sólveig Anna Jónsdóttir las Þjóðhagsráði pistilinn í færslu á „fésbókar“síðu sinni þann 6. ágúst sl. Í færslunni gagnrýndi hún jafnframt niðurstöður skýrslu sem ráðið fékk svokallaða óháða sérfræðinga til að vinna fyrir sig og vísaði þeim beint í pappírstætarann. Ekki síður vekja þó athygli orð hennar um aðgengi að upplýsingum um það sem fram fer á fundum ráðsins. Orðrétt sagði Sólveig Anna: „Þegar ég sá fréttina um alla fjölmörgu kjarasamnings-undirbúnings-fundi Þjóðhagsráðs bað ég forseta ASÍ um fundargerðir. Sem formaður í öðru stærsta verkalýðsfélagi landsins taldi ég að umræður á fundunum kæmu mér mögulega eitthvað við. Mér var sagt að engar fundargerðir væru ritaðar.“ Sé þetta rétt er það með algerum ólíkindum. Til hvers er starfrækt slíkt ráð á vegum ríkisstjórnarinnar sem hefur einnig heimild til að ráðstafa fjármunum til kaupa á skýrslum utan úr bæ en ber ekki að halda fundargerðir. Raunar segir í endurnýjuðu samkomulagi um Þjóðhagsráð frá 18. júní 2019 í 5. gr. „Fundargerð funda Þjóðhagsráðs er opinbert skjal. Hún skal birtast á íslensku og ensku á heimasíðu ráðsins á vef Stjórnarráðsins. í fundargerð skal greina frá fundarefni og birta eins fljótt og auðið er þau gögn sem lágu til grundvallar umræðu á fundinum, séu þau ekki háð trúnaði.“ Nú hafa verið birtar að minnsta kosti tvær skýrslur sem unnar hafa verið fyrir ráðið á þessu ári. Samt er engin leið að finna fundargerðir ráðsins á þessu ári og upplýsingar um hverjir sátu fundi ráðsins eða eiga formlega sæti í því. Má furðu gegna að t.d. fulltrúar samtaka launfólks sem eiga aðild að samkomulaginu, sem eru BSRB, ASÍ, BHM og Kennarasamband Íslands, gangi ekki eftir að fundargerðir séu ritaðar og birtar sé það rétt hermt hjá Sólveigu Önnu og leitarvélum alnetsins að engar slíkar séu til. Markmið Þjóðhagsráðs mun vera að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahags- og félagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Þetta kemur fram í 1. grein samkomulagsins sem fyrr er vitnað til. Undirrituð játar að þessi texti er hið mesta torf og vekur þau hughrif að þarna fari fram almenn umræða sem sé klædd í búning samráðs þegar henta þykir. En varla getur það verið að samninganefndir stéttarfélaga né vinnuveitenda hafi með þessu selt frá sér umboð til að gera kjarasamninga. Ríkisstjórnin getur heldur ekki með þessu búist við að sitja í upphituðu bílstjórasæti og sloppið þannig við að stíga fram með aðgerðir þegar og ef þeirra er þörf þegar samið er um kaup og kjör almennings. Er ekki réttara að láta vinnumarkaðinn um sína vinnu og síðan hafa stjórnvöldu hverju nafni sem þau nefnast, sín verkfæri til að tryggja stöðugleika og hagvöxt. Þar hefur Seðlabankinn sínu hlutverki einnig að gegna. Óþarft virðist þó fyrir hann að ganga fram fyrir skjöldu og taka á sig fyrir fram högg af átökum vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Betra sýnist fyrir óháð stjórnvald sem starfar eftir sérstökum lögum að segja einfaldlega „pass“ nema þegar og ef stjórntækjum bankans er beitt. Að lokum tel ég mega velta fyrir sér hvers vegna þjóðhagsráð er að fá aðila utan úr bæ til að vinna slíka skýrslur sem formaður Eflingar gerði að umtalsefni í pistli sínum. Allir þeir aðilar sem sæti eiga í ráðinu hafa sérfræðinga á þessu sviði í sinni þjónustu. Hafi ríkisstjórnin sjálf ekki yfir slíkri getu að ráða og þarf að verja skattpeningum til kaupa á slíkri vinnu utan úr bæ hlýtur að þurfa að velta einhverjum steinum við á hlaðinu framan við Arnarhól. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Mest lesið Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir las Þjóðhagsráði pistilinn í færslu á „fésbókar“síðu sinni þann 6. ágúst sl. Í færslunni gagnrýndi hún jafnframt niðurstöður skýrslu sem ráðið fékk svokallaða óháða sérfræðinga til að vinna fyrir sig og vísaði þeim beint í pappírstætarann. Ekki síður vekja þó athygli orð hennar um aðgengi að upplýsingum um það sem fram fer á fundum ráðsins. Orðrétt sagði Sólveig Anna: „Þegar ég sá fréttina um alla fjölmörgu kjarasamnings-undirbúnings-fundi Þjóðhagsráðs bað ég forseta ASÍ um fundargerðir. Sem formaður í öðru stærsta verkalýðsfélagi landsins taldi ég að umræður á fundunum kæmu mér mögulega eitthvað við. Mér var sagt að engar fundargerðir væru ritaðar.“ Sé þetta rétt er það með algerum ólíkindum. Til hvers er starfrækt slíkt ráð á vegum ríkisstjórnarinnar sem hefur einnig heimild til að ráðstafa fjármunum til kaupa á skýrslum utan úr bæ en ber ekki að halda fundargerðir. Raunar segir í endurnýjuðu samkomulagi um Þjóðhagsráð frá 18. júní 2019 í 5. gr. „Fundargerð funda Þjóðhagsráðs er opinbert skjal. Hún skal birtast á íslensku og ensku á heimasíðu ráðsins á vef Stjórnarráðsins. í fundargerð skal greina frá fundarefni og birta eins fljótt og auðið er þau gögn sem lágu til grundvallar umræðu á fundinum, séu þau ekki háð trúnaði.“ Nú hafa verið birtar að minnsta kosti tvær skýrslur sem unnar hafa verið fyrir ráðið á þessu ári. Samt er engin leið að finna fundargerðir ráðsins á þessu ári og upplýsingar um hverjir sátu fundi ráðsins eða eiga formlega sæti í því. Má furðu gegna að t.d. fulltrúar samtaka launfólks sem eiga aðild að samkomulaginu, sem eru BSRB, ASÍ, BHM og Kennarasamband Íslands, gangi ekki eftir að fundargerðir séu ritaðar og birtar sé það rétt hermt hjá Sólveigu Önnu og leitarvélum alnetsins að engar slíkar séu til. Markmið Þjóðhagsráðs mun vera að styrkja samhæfingu hagstjórnar og ákvarðana á vinnumarkaði með hliðsjón af efnahagslegum og félagslegum stöðugleika og áhrifum á loftslagsmál. Þjóðhagsráð skal fjalla um stöðu í efnahags- og félagsmálum og ræða samhengi opinberra fjármála, peningastefnu og kjaramála í tengslum við helstu viðfangsefni hagstjórnar hverju sinni. Þetta kemur fram í 1. grein samkomulagsins sem fyrr er vitnað til. Undirrituð játar að þessi texti er hið mesta torf og vekur þau hughrif að þarna fari fram almenn umræða sem sé klædd í búning samráðs þegar henta þykir. En varla getur það verið að samninganefndir stéttarfélaga né vinnuveitenda hafi með þessu selt frá sér umboð til að gera kjarasamninga. Ríkisstjórnin getur heldur ekki með þessu búist við að sitja í upphituðu bílstjórasæti og sloppið þannig við að stíga fram með aðgerðir þegar og ef þeirra er þörf þegar samið er um kaup og kjör almennings. Er ekki réttara að láta vinnumarkaðinn um sína vinnu og síðan hafa stjórnvöldu hverju nafni sem þau nefnast, sín verkfæri til að tryggja stöðugleika og hagvöxt. Þar hefur Seðlabankinn sínu hlutverki einnig að gegna. Óþarft virðist þó fyrir hann að ganga fram fyrir skjöldu og taka á sig fyrir fram högg af átökum vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Betra sýnist fyrir óháð stjórnvald sem starfar eftir sérstökum lögum að segja einfaldlega „pass“ nema þegar og ef stjórntækjum bankans er beitt. Að lokum tel ég mega velta fyrir sér hvers vegna þjóðhagsráð er að fá aðila utan úr bæ til að vinna slíka skýrslur sem formaður Eflingar gerði að umtalsefni í pistli sínum. Allir þeir aðilar sem sæti eiga í ráðinu hafa sérfræðinga á þessu sviði í sinni þjónustu. Hafi ríkisstjórnin sjálf ekki yfir slíkri getu að ráða og þarf að verja skattpeningum til kaupa á slíkri vinnu utan úr bæ hlýtur að þurfa að velta einhverjum steinum við á hlaðinu framan við Arnarhól. Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun