Er of miklu eytt í heilbrigðiskerfið? Mun það aldrei fá nóg? Steinunn Þórðardóttir skrifar 7. ágúst 2022 17:01 Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna. Þegar heilbrigðisstarsfólk talar um fjárskort í heilbrigðiskerfinu er framangreindum rökum oftast fleygt fram og fullyrt að ástæða þess að við sem störfum innan kerfisins finnum daglega fyrir herfilegri stöðu þess sé vegna sóunar og lélegs rekstrar, ekki vegna fjárskorts. Umræðan nær því miður yfirleitt ekki lengra en þetta og almenningur þarf bara að gera upp við sig hverju hann trúir. En hvað segja tölurnar? Getur verið að heilbrigðiskerfið sé alltaf offjármagnað sama hversu vanfjármagnað það verður? Er alltaf hægt að beita þeim rökum? Í desember 2021 kom út ný McKinsey skýrsla þar sem farið var yfir stöðu Landspítalans og hann borinn saman við svipuð sjúkrahús í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er því ekki úr vegi að halda sig við samanburð við þessi lönd. Skv. tölum OECD var Ísland með lægsta landsframleiðslu miðað við höfðatölu árið 2021, þegar þessi fjögur lönd eru borin saman. Á sama tíma eyddum við Íslendingar lægstu hlutfalli landsframleiðslunnar í heilbrigðiskerfið miðað við hin löndin þrjú. Ísland er hins vegar með næst hæstu meðallaunin innan OECD (eingöngu Bandaríkin eru ofar) og dýrast þessara fjögurra landa að búa í. Magnús Karl Magnússon prófessor var í viðtali á Sprengisandi 7. ágúst 2022 og kom þar inn á mjög mikilvægan punkt í þessu samhengi: „Ef við tökum allan annan rekstur – ef við horfum á einkarekstur á Íslandi – hvar sem við berum niður erum við sennilega hæst eða næst hæst í Evrópu – hvort sem við horfum á vexti, það sem við borgum fyrir lánin okkar, tryggingar, matarinnkaupin, allt saman. Ef við spyrjum viðkomandi rekstraraðila af hverju það er þá er það launakostnaður sem er hár og við erum með lítinn markað – en þau rök eru aldrei notuð þegar um opinberan rekstur er að ræða. Þá krefjast pólitíkusar þess að kostnaðurinn sé umtalsvert lægri eða sambærilegur því sem gildir í öðrum samfélögum.“ Þarna hittir Magnús Karl svo sannarlega naglann á höfuðið. Við, sem erum með hæstan launakostnað og dýrasta samfélagið að búa í, óhagstæða, litla og dreifbýla rekstrareiningu, erum samt að reka heilbrigðiskerfið fyrir lang minnstu fjármunina. Þrátt fyrir þetta koma reglulega fram raddir sem telja kerfið ofalið. Hvernig má það vera þegar tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fastan heimilislækni? Rúmanýting á sjúkrahúsum landsins er stöðugt í kringum 100%? Tugir sjúklinga liggja á göngum og í gluggalausum rýmum bráðamóttöku Landspítalans dögum saman vegna rúmaskorts á spítalanum? Kalla þarf heilbrigðisstarfsfólk inn úr sumarfríum vegna manneklu, sama fólkið og hefur stritað í gegnum fjölmargar bylgjur heimsfaraldurs með tilheyrandi álagi? Biðlistar eftir vissum aðgerðum hafa aldrei verið lengri? Bið barna eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðinni getur farið upp í 22 mánuði? Engin sérhæfð geðþjónusta er til fyrir aldraða í landinu? Svo fáein dæmi séu nefnd. Er þetta vegna sóunar innan kerfis sem er ofalið og offjármagnað? Ég lýsi eftir tölulegum gögnum um þessa meintu sóun í heilbrigðiskerfinu og hvar hana er helst að finna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um fjármögnun heilbrigðiskerfisins hérlendis hefur í mörgum tilvikum því miður frekar verið byggð á yfirlýsingum og staðhæfingum en tölulegum gögnum. Ítrekað er því haldið fram að heilbrigðiskerfið sé óseðjandi hít sem þurfi að veita stöðugt aðhald, annars muni það á endanum soga til sín alla sameiginlega sjóði landsmanna. Þegar heilbrigðisstarsfólk talar um fjárskort í heilbrigðiskerfinu er framangreindum rökum oftast fleygt fram og fullyrt að ástæða þess að við sem störfum innan kerfisins finnum daglega fyrir herfilegri stöðu þess sé vegna sóunar og lélegs rekstrar, ekki vegna fjárskorts. Umræðan nær því miður yfirleitt ekki lengra en þetta og almenningur þarf bara að gera upp við sig hverju hann trúir. En hvað segja tölurnar? Getur verið að heilbrigðiskerfið sé alltaf offjármagnað sama hversu vanfjármagnað það verður? Er alltaf hægt að beita þeim rökum? Í desember 2021 kom út ný McKinsey skýrsla þar sem farið var yfir stöðu Landspítalans og hann borinn saman við svipuð sjúkrahús í Noregi, Danmörku og Svíþjóð. Það er því ekki úr vegi að halda sig við samanburð við þessi lönd. Skv. tölum OECD var Ísland með lægsta landsframleiðslu miðað við höfðatölu árið 2021, þegar þessi fjögur lönd eru borin saman. Á sama tíma eyddum við Íslendingar lægstu hlutfalli landsframleiðslunnar í heilbrigðiskerfið miðað við hin löndin þrjú. Ísland er hins vegar með næst hæstu meðallaunin innan OECD (eingöngu Bandaríkin eru ofar) og dýrast þessara fjögurra landa að búa í. Magnús Karl Magnússon prófessor var í viðtali á Sprengisandi 7. ágúst 2022 og kom þar inn á mjög mikilvægan punkt í þessu samhengi: „Ef við tökum allan annan rekstur – ef við horfum á einkarekstur á Íslandi – hvar sem við berum niður erum við sennilega hæst eða næst hæst í Evrópu – hvort sem við horfum á vexti, það sem við borgum fyrir lánin okkar, tryggingar, matarinnkaupin, allt saman. Ef við spyrjum viðkomandi rekstraraðila af hverju það er þá er það launakostnaður sem er hár og við erum með lítinn markað – en þau rök eru aldrei notuð þegar um opinberan rekstur er að ræða. Þá krefjast pólitíkusar þess að kostnaðurinn sé umtalsvert lægri eða sambærilegur því sem gildir í öðrum samfélögum.“ Þarna hittir Magnús Karl svo sannarlega naglann á höfuðið. Við, sem erum með hæstan launakostnað og dýrasta samfélagið að búa í, óhagstæða, litla og dreifbýla rekstrareiningu, erum samt að reka heilbrigðiskerfið fyrir lang minnstu fjármunina. Þrátt fyrir þetta koma reglulega fram raddir sem telja kerfið ofalið. Hvernig má það vera þegar tugir þúsunda Íslendinga eiga ekki fastan heimilislækni? Rúmanýting á sjúkrahúsum landsins er stöðugt í kringum 100%? Tugir sjúklinga liggja á göngum og í gluggalausum rýmum bráðamóttöku Landspítalans dögum saman vegna rúmaskorts á spítalanum? Kalla þarf heilbrigðisstarfsfólk inn úr sumarfríum vegna manneklu, sama fólkið og hefur stritað í gegnum fjölmargar bylgjur heimsfaraldurs með tilheyrandi álagi? Biðlistar eftir vissum aðgerðum hafa aldrei verið lengri? Bið barna eftir greiningu hjá Ráðgjafar- og greiningarstöðinni getur farið upp í 22 mánuði? Engin sérhæfð geðþjónusta er til fyrir aldraða í landinu? Svo fáein dæmi séu nefnd. Er þetta vegna sóunar innan kerfis sem er ofalið og offjármagnað? Ég lýsi eftir tölulegum gögnum um þessa meintu sóun í heilbrigðiskerfinu og hvar hana er helst að finna. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller Skoðun