Þetta staðfesti Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í viðtali við Fótbolti.net eftir leik. Rúnar var þögull sem gröfin er hann var spurður hvað hefði leitt til agabannsins.
Sigurinn var einkar kærkominn fyrir KR sem hafði aðeins unnið einn heimaleik í sumar áður en Atli Sigurjónsson ákvað að skella í þrennu ásamt því að Sigurður Bjartur Hallsson batt endahnút á snotra sókn í fyrri hálfleik.
Fyrir leiktíðina var búist við miklu af Stefáni Árna og hann byrjaði vel er KR vann Fram 4-1 í fyrstu umferð Bestu deildarinnar. Hann byrjaði inn á gegn Val og KA í kjölfarið en hefur síðan verið meira frá heldur en ekki. Sem stendur hefur hann aðeins komið við sögu í átta af 20 leikjum KR á leiktíðinni.
Eftir tvo sigurleiki í röð situr KR í 6. sæti Bestu deildarinnar með 24 stig að loknum 16 umferðum, sex stigum á eftir Víking í 2. sætinu en Íslands- og bikarmeistararnir eiga þó leik til góða.
Fréttin hefur verið uppfærð.