Leiknir getur sent FH í fallsæti með sigri á Keflavík Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. ágúst 2022 13:01 Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfari FH, þungt hugsi. Vísir/Diego Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fari svo að heimamenn landi sigri þá fara þeir upp fyrir FH í töflunni og senda Hafnfirðinga þar með í fallsæti. Það má með sanni segja að FH megi muna sinn fífil fegurri en í dag. Það hefur bókstaflega ekkert gengið hjá félaginu nú virðist botninum endanlega vera náð. Þó liðið hafi ekki orðið Íslandsmeistari síðan árið 2016 þá hefur ekkert lið orðið jafn oft meistari á þessari öld. Leikmannahópur liðsins er ekki fullkominn en liðið er þó stútfullt af reynslumiklum leikmönnum. Þeir virðast hins vegar engan veginn ná saman, skiptir litlu hvort Ólafur Jóhannesson sé þjálfari eða Eiður Smári Guðjohnsen. Ólafur tók við stjórnartaumunum á nýjan leik í júní á síðasta ári og var þar enn er Besta deildin hófst í vor. Það var snemma ljóst að það yrði við ramman reip að draga í Hafnafirði en liðið vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Á endanum var ákveðið að láta Ólaf fara eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni Reykjavík í Kaplakrika þann 16. júní. Um var að ræða fyrsta leik eftir landsleikjahlé og var Ólafi svo gott sem sagt upp inn í klefa eftir leik. Í kjölfarið var Eiður Smári ráðinn sem þjálfari liðsins í annað sinn en hann hafði upphaflega hætt eftir að vera ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Þá var Sigurvin Ólafsson fenginn inn sem aðstoðarmaður Eiðs Smára og var talið að þeir tveir gætu blásið nýju lífi í FH-liðið. Lennon skoraði síðasta mark FH. Það er dágóður tími síðan það kom.Vísir/Diego Svo reyndist heldur betur ekki og ef eitthvað er hefur FH farið aftur á bak síðan Ólafur var látinn taka poka sinn. Alls hefur liðið spilað sjö leiki í deild og einn í bikar. Eini sigurinn kom í bikarnum er 2. deildarlið ÍR lá í valnum, lokatölur þar 6-1 FH í vil. Árangur í deildinni hins vegar, hann er vægast sagt dapur. Sjö leikir, þrjú stig og aðeins tvö mörk skoruð. FH hefur nú farið fimm deildarleiki án þess að skora mark. Síðasta mark liðsins gerði Steven Lennon þann 4. júlí í 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Deildarleikir FH undir stjórn Eiðs Smára og Sigurvins Ólafs ÍA 1-1 FH FH 1-1 Stjarnan Fram 1-0 FH FH 0-3 Víkingur FH 0-0 Breiðablik Valur 2-0 FH FH 0-3 KA Þetta skelfilega gengi þýðir að FH er í bullandi fallbaráttu þegar farið er að draga á síðari helming Bestu deildarinnar. Eftir leik kvöldsins eiga flest lið deildarinnar eftir sex leiki en sum, þar á meðal bæði liðin fyrir neðan FH að svo stöddu, eiga sjö leiki eftir. Fari svo að Leiknir vinni Keflavík verður FH í fallsæti þegar síðastnefnda liðið á aðeins sex leiki eftir þangað til deildinni verður skipt upp. Á sama tíma og FH ætlaði sér að vera í harðri baráttu um Evrópusæti og mögulega að gæla við titilbaráttu er liðið ekki aðeins í neðri helming Bestu deildarinnar, það er í bullandi fallbaráttu. Fari svo að gengi liðsins batni ekki snarlega þá gæti endað með því að talað verður um Lengjudeildarlið FH. Vuk Oskar Dimitrijevic í síðasta leik FH. Sá tapaðist 0-3 á heimavelli gegn KA.Vísir/Diego Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Það má með sanni segja að FH megi muna sinn fífil fegurri en í dag. Það hefur bókstaflega ekkert gengið hjá félaginu nú virðist botninum endanlega vera náð. Þó liðið hafi ekki orðið Íslandsmeistari síðan árið 2016 þá hefur ekkert lið orðið jafn oft meistari á þessari öld. Leikmannahópur liðsins er ekki fullkominn en liðið er þó stútfullt af reynslumiklum leikmönnum. Þeir virðast hins vegar engan veginn ná saman, skiptir litlu hvort Ólafur Jóhannesson sé þjálfari eða Eiður Smári Guðjohnsen. Ólafur tók við stjórnartaumunum á nýjan leik í júní á síðasta ári og var þar enn er Besta deildin hófst í vor. Það var snemma ljóst að það yrði við ramman reip að draga í Hafnafirði en liðið vann aðeins einn af fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni. Á endanum var ákveðið að láta Ólaf fara eftir 2-2 jafntefli gegn Leikni Reykjavík í Kaplakrika þann 16. júní. Um var að ræða fyrsta leik eftir landsleikjahlé og var Ólafi svo gott sem sagt upp inn í klefa eftir leik. Í kjölfarið var Eiður Smári ráðinn sem þjálfari liðsins í annað sinn en hann hafði upphaflega hætt eftir að vera ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins. Þá var Sigurvin Ólafsson fenginn inn sem aðstoðarmaður Eiðs Smára og var talið að þeir tveir gætu blásið nýju lífi í FH-liðið. Lennon skoraði síðasta mark FH. Það er dágóður tími síðan það kom.Vísir/Diego Svo reyndist heldur betur ekki og ef eitthvað er hefur FH farið aftur á bak síðan Ólafur var látinn taka poka sinn. Alls hefur liðið spilað sjö leiki í deild og einn í bikar. Eini sigurinn kom í bikarnum er 2. deildarlið ÍR lá í valnum, lokatölur þar 6-1 FH í vil. Árangur í deildinni hins vegar, hann er vægast sagt dapur. Sjö leikir, þrjú stig og aðeins tvö mörk skoruð. FH hefur nú farið fimm deildarleiki án þess að skora mark. Síðasta mark liðsins gerði Steven Lennon þann 4. júlí í 1-1 jafntefli við Stjörnuna. Deildarleikir FH undir stjórn Eiðs Smára og Sigurvins Ólafs ÍA 1-1 FH FH 1-1 Stjarnan Fram 1-0 FH FH 0-3 Víkingur FH 0-0 Breiðablik Valur 2-0 FH FH 0-3 KA Þetta skelfilega gengi þýðir að FH er í bullandi fallbaráttu þegar farið er að draga á síðari helming Bestu deildarinnar. Eftir leik kvöldsins eiga flest lið deildarinnar eftir sex leiki en sum, þar á meðal bæði liðin fyrir neðan FH að svo stöddu, eiga sjö leiki eftir. Fari svo að Leiknir vinni Keflavík verður FH í fallsæti þegar síðastnefnda liðið á aðeins sex leiki eftir þangað til deildinni verður skipt upp. Á sama tíma og FH ætlaði sér að vera í harðri baráttu um Evrópusæti og mögulega að gæla við titilbaráttu er liðið ekki aðeins í neðri helming Bestu deildarinnar, það er í bullandi fallbaráttu. Fari svo að gengi liðsins batni ekki snarlega þá gæti endað með því að talað verður um Lengjudeildarlið FH. Vuk Oskar Dimitrijevic í síðasta leik FH. Sá tapaðist 0-3 á heimavelli gegn KA.Vísir/Diego Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík klukkan 19.15 í kvöld. Leikurinn er sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19.00. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Deildarleikir FH undir stjórn Eiðs Smára og Sigurvins Ólafs ÍA 1-1 FH FH 1-1 Stjarnan Fram 1-0 FH FH 0-3 Víkingur FH 0-0 Breiðablik Valur 2-0 FH FH 0-3 KA
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn FH Besta deild karla Leiknir Reykjavík Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn