Mestar áhyggjur af mistökum í spennuþrungnum aðstæðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. ágúst 2022 13:10 Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, telur ólíklegt að til átaka komi en að Kínverjar séu að sýna hernaðarlegan mátt sinn og mikilvægi Taívan í þeirra augum. Heræfingar Kínverja við Taívan tengjast vaxandi samkeppni þeirra við Bandaríkin, sem á eftir að verða ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum, að mati sérfræðings í utanríkismálum. Helstu áhyggjurnar lúti að því að mistök verði gerð í spennuþrungnum aðstæðum. Óhætt er að segja að spenna á milli Kína og Taívan hafi farið stigvaxandi eftir heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til eyjunnar. Kínverjar hafa haldið úti umfangsmiklum heræfingum við strendur Taívan og taívanski herinn hóf einnig æfingar í nótt. „Taívan skiptir kínverska kommúnistaflokkinn feikilega miklu máli,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, sem bendir á að Kínverjar séu nú að undirstrika það. Í stuttu máli líta Kínverjar á Taívan sem hluta landsins en þar hefur þó verið sjálfstjórn frá árinu 1949 þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. „Taívan er eitur í beinum Kínastjórnar vegna þess að þar er lýðræði og efnahagsleg velmegun. Þar er skýr valkostur við einræðið í Kína og hættuleg fyrirmynd í augum kínverska kommúnistaflokksins,“ segir Albert. „Og síðan tengist Taívan vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna í heiminum. Samkeppni sem á eftir að harðna og verða líklega ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum af því Kína er rísandi stórveldi.“ Kínverskur hermaður flýgur orrustuþotu í grennd við Taívan.vísir/AP Aukinn hernaðarmáttur Kínverja er ein birtingarmynd þeirrar samkeppni. „Flotinn og hátæknivopnin. Þeir eru nú að sýna hann,“ segir Albert. „Og um leið hafa menn auðvitað áhyggjur af því að þarna verði til spennufylltar aðstæður, þar sem hvorki Kína eða Taívan eða Bandaríkin ætla sér í stríð. En spennuþrungnar aðstæður þar sem einhver mistök geta búið til neista sem setur eitthvað bál í gang.“ Átök hefðu gríðarlegar afleiðingar Á þessu stigi sé almennt talið ólíklegt að til átaka komi. Fari svo telur Albert þó líklegt að Bandaríkin dragist þar inn í. „Meðal annars vegna samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða pólitísku og efnahagslegu afleiðingar það hefði í heiminum, stórveldastríð á Kyrrahafi og í Austur Asíu. Og auðvitað er þá hætta á frekari stigmögnun. Bandaríkin og Kína eru auðvitað kjarnavopnaveldi. En eins og ég segi, almennt eru ekki taldar líkur á að það komi til átaka vegna Taívan,“ segir Albert. Kínverjar eigi marga valkosti. „Nú eru þeir að sýna mátt sinn og undirstrika hvað þeir meina og hvernig þeir líta á Taívan. Þeir hafa ýmsa efnahagslega möguleika og þeir gætu hugsanlega króað Taívan af á hafinu og látið reyna á vilja Bandaríkjanna og reynt auðmýkja Bandaríkin. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu en stríð.“ Taívan Kína Hernaður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Óhætt er að segja að spenna á milli Kína og Taívan hafi farið stigvaxandi eftir heimsókn Nancy Pelosi forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings til eyjunnar. Kínverjar hafa haldið úti umfangsmiklum heræfingum við strendur Taívan og taívanski herinn hóf einnig æfingar í nótt. „Taívan skiptir kínverska kommúnistaflokkinn feikilega miklu máli,“ segir Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra og sérfræðingur í utanríkismálum, sem bendir á að Kínverjar séu nú að undirstrika það. Í stuttu máli líta Kínverjar á Taívan sem hluta landsins en þar hefur þó verið sjálfstjórn frá árinu 1949 þegar kommúnistar náðu völdum í Kína. „Taívan er eitur í beinum Kínastjórnar vegna þess að þar er lýðræði og efnahagsleg velmegun. Þar er skýr valkostur við einræðið í Kína og hættuleg fyrirmynd í augum kínverska kommúnistaflokksins,“ segir Albert. „Og síðan tengist Taívan vaxandi samkeppni Kína og Bandaríkjanna í heiminum. Samkeppni sem á eftir að harðna og verða líklega ráðandi þáttur í heimsmálunum á næstu áratugum af því Kína er rísandi stórveldi.“ Kínverskur hermaður flýgur orrustuþotu í grennd við Taívan.vísir/AP Aukinn hernaðarmáttur Kínverja er ein birtingarmynd þeirrar samkeppni. „Flotinn og hátæknivopnin. Þeir eru nú að sýna hann,“ segir Albert. „Og um leið hafa menn auðvitað áhyggjur af því að þarna verði til spennufylltar aðstæður, þar sem hvorki Kína eða Taívan eða Bandaríkin ætla sér í stríð. En spennuþrungnar aðstæður þar sem einhver mistök geta búið til neista sem setur eitthvað bál í gang.“ Átök hefðu gríðarlegar afleiðingar Á þessu stigi sé almennt talið ólíklegt að til átaka komi. Fari svo telur Albert þó líklegt að Bandaríkin dragist þar inn í. „Meðal annars vegna samkeppni Bandaríkjanna og Kína á heimsvísu. Og það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvaða pólitísku og efnahagslegu afleiðingar það hefði í heiminum, stórveldastríð á Kyrrahafi og í Austur Asíu. Og auðvitað er þá hætta á frekari stigmögnun. Bandaríkin og Kína eru auðvitað kjarnavopnaveldi. En eins og ég segi, almennt eru ekki taldar líkur á að það komi til átaka vegna Taívan,“ segir Albert. Kínverjar eigi marga valkosti. „Nú eru þeir að sýna mátt sinn og undirstrika hvað þeir meina og hvernig þeir líta á Taívan. Þeir hafa ýmsa efnahagslega möguleika og þeir gætu hugsanlega króað Taívan af á hafinu og látið reyna á vilja Bandaríkjanna og reynt auðmýkja Bandaríkin. Það eru margir aðrir möguleikar í þessu en stríð.“
Taívan Kína Hernaður Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira