Taktu tvær – vörumst netglæpi Katrín Júlíusdóttir skrifar 10. ágúst 2022 11:31 Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka? Við erum að benda fólki á að í þeim hraða sem einkennir nútíma samfélag og viðskiptahætti er gríðarlega mikilvægt að fólk taki sér smávægilegan tíma til að athuga hvort allt sé með felldu áður en greitt er fyrir vöru eða þjónustu í gengum tölvu eða síma. Að staldra við í stuttan tíma í stað þess að klára málið strax getur sparað einstaklingum og fyrirtækjum háar fjárhæðir. Við hvetjum almennt ekki til tortryggni í viðskiptum enda byggjast viðskipti fyrst og fremst á trausti. En í þessum málum er mikilvægt að viðhafa heilbrigða tortryggni. Netglæpir geta verið allt frá því að vera hlægilega augljósir yfir í að vera vel útfærðir. Illa orðuð SMS sem biðja um smáar fjárhæðir vegna sendinga, undarleg gylliboð um fjárfestingakosti sem þekktir aðilar mæla með, yfirmaður sem biður um greiðslu reiknings undir pressu til óþekkts aðila og ótrúleg tilboð á eftirsóknarverðum vörum. Leiðirnar sem glæpamennirnir nota eru óteljandi og það eru einnig ráðin til að koma auga á svindl. Með nýju átaki samtakanna gegn netglæpum sem ber heitið Taktu tvær viljum við kynna með eins einföldum hætti og hægt er helstu leiðir fyrir fólk til að vara sig á netglæpum. Við bendum á að tvær mínútur til eða frá í dagsins amstri skipta ekki öllu. Mun mikilvægara er að gefa ekki upp viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota eða greiða fyrir vöru sem aldrei kemur. Fyrsta og mikilvægasta vörnin gegn þessum glæpum er hjá okkur sjálfum. Það er ekki auðvelt að breyta hegðun sinni, en það eitt að taka sér örfáar mínútur og athuga hver er að senda skilaboð, hverjum er verið að greiða, hvort netslóðin eða netfangið líti sérkennilega út og þar fram eftir götunum getur skipt sköpum. Að þessu sögðu er vert að benda á að öryggisstjórar og aðrir tæknimenn hjá bönkum, greiðslumiðlunum, opinberum stofnunum, lögreglunni og einkaaðilum vinna mikið og gott starf í baráttunni við netglæpi. Viðbragstími þeirra er oftast góður og mikil þekking til staðar til að lágmarka skaðann sem netglæpamenn geta valdið. Mikilvægt er að einkaaðilar og hið opinbera haldi áfram opnu samtali og skiptist á upplýsingum með að markmiði að bæta varnir gegn þessum vágesti. Ekki síst krefst þessi flókna og síbreytilega tegund glæpa þess að hugsað sé út fyrir kassann þegar hugað er að bestu framkvæmd viðbragða. Það þurfa allir að hafa augun hjá sér og taka þann tíma sem þarf til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Við bendum fólki á að skoða heimasíðu verkefnisins á taktutvær.is, kynna sér aðferðir netglæpamanna og hvað er hægt að gera til að lágmarka áhættuna á að lenda í þeim. Verum vakandi og vörumst netglæpi. Hvetjum alla til að kynna sér efnið á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Netglæpir Mest lesið Snorri og Donni Andri Þorvarðarson Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Ekki ný hugsun heldur ábyrgðarleysi Anna Björg Jónsdóttir,Berglind Magnúsdóttir skrifar Skoðun Er tæknin til að skipta yfir í hreina orku til staðar? Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Hvað er ég að vilja upp á dekk Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvers virði er líf? Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka? Við erum að benda fólki á að í þeim hraða sem einkennir nútíma samfélag og viðskiptahætti er gríðarlega mikilvægt að fólk taki sér smávægilegan tíma til að athuga hvort allt sé með felldu áður en greitt er fyrir vöru eða þjónustu í gengum tölvu eða síma. Að staldra við í stuttan tíma í stað þess að klára málið strax getur sparað einstaklingum og fyrirtækjum háar fjárhæðir. Við hvetjum almennt ekki til tortryggni í viðskiptum enda byggjast viðskipti fyrst og fremst á trausti. En í þessum málum er mikilvægt að viðhafa heilbrigða tortryggni. Netglæpir geta verið allt frá því að vera hlægilega augljósir yfir í að vera vel útfærðir. Illa orðuð SMS sem biðja um smáar fjárhæðir vegna sendinga, undarleg gylliboð um fjárfestingakosti sem þekktir aðilar mæla með, yfirmaður sem biður um greiðslu reiknings undir pressu til óþekkts aðila og ótrúleg tilboð á eftirsóknarverðum vörum. Leiðirnar sem glæpamennirnir nota eru óteljandi og það eru einnig ráðin til að koma auga á svindl. Með nýju átaki samtakanna gegn netglæpum sem ber heitið Taktu tvær viljum við kynna með eins einföldum hætti og hægt er helstu leiðir fyrir fólk til að vara sig á netglæpum. Við bendum á að tvær mínútur til eða frá í dagsins amstri skipta ekki öllu. Mun mikilvægara er að gefa ekki upp viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota eða greiða fyrir vöru sem aldrei kemur. Fyrsta og mikilvægasta vörnin gegn þessum glæpum er hjá okkur sjálfum. Það er ekki auðvelt að breyta hegðun sinni, en það eitt að taka sér örfáar mínútur og athuga hver er að senda skilaboð, hverjum er verið að greiða, hvort netslóðin eða netfangið líti sérkennilega út og þar fram eftir götunum getur skipt sköpum. Að þessu sögðu er vert að benda á að öryggisstjórar og aðrir tæknimenn hjá bönkum, greiðslumiðlunum, opinberum stofnunum, lögreglunni og einkaaðilum vinna mikið og gott starf í baráttunni við netglæpi. Viðbragstími þeirra er oftast góður og mikil þekking til staðar til að lágmarka skaðann sem netglæpamenn geta valdið. Mikilvægt er að einkaaðilar og hið opinbera haldi áfram opnu samtali og skiptist á upplýsingum með að markmiði að bæta varnir gegn þessum vágesti. Ekki síst krefst þessi flókna og síbreytilega tegund glæpa þess að hugsað sé út fyrir kassann þegar hugað er að bestu framkvæmd viðbragða. Það þurfa allir að hafa augun hjá sér og taka þann tíma sem þarf til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Við bendum fólki á að skoða heimasíðu verkefnisins á taktutvær.is, kynna sér aðferðir netglæpamanna og hvað er hægt að gera til að lágmarka áhættuna á að lenda í þeim. Verum vakandi og vörumst netglæpi. Hvetjum alla til að kynna sér efnið á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson skrifar
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun