Taktu tvær – vörumst netglæpi Katrín Júlíusdóttir skrifar 10. ágúst 2022 11:31 Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka? Við erum að benda fólki á að í þeim hraða sem einkennir nútíma samfélag og viðskiptahætti er gríðarlega mikilvægt að fólk taki sér smávægilegan tíma til að athuga hvort allt sé með felldu áður en greitt er fyrir vöru eða þjónustu í gengum tölvu eða síma. Að staldra við í stuttan tíma í stað þess að klára málið strax getur sparað einstaklingum og fyrirtækjum háar fjárhæðir. Við hvetjum almennt ekki til tortryggni í viðskiptum enda byggjast viðskipti fyrst og fremst á trausti. En í þessum málum er mikilvægt að viðhafa heilbrigða tortryggni. Netglæpir geta verið allt frá því að vera hlægilega augljósir yfir í að vera vel útfærðir. Illa orðuð SMS sem biðja um smáar fjárhæðir vegna sendinga, undarleg gylliboð um fjárfestingakosti sem þekktir aðilar mæla með, yfirmaður sem biður um greiðslu reiknings undir pressu til óþekkts aðila og ótrúleg tilboð á eftirsóknarverðum vörum. Leiðirnar sem glæpamennirnir nota eru óteljandi og það eru einnig ráðin til að koma auga á svindl. Með nýju átaki samtakanna gegn netglæpum sem ber heitið Taktu tvær viljum við kynna með eins einföldum hætti og hægt er helstu leiðir fyrir fólk til að vara sig á netglæpum. Við bendum á að tvær mínútur til eða frá í dagsins amstri skipta ekki öllu. Mun mikilvægara er að gefa ekki upp viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota eða greiða fyrir vöru sem aldrei kemur. Fyrsta og mikilvægasta vörnin gegn þessum glæpum er hjá okkur sjálfum. Það er ekki auðvelt að breyta hegðun sinni, en það eitt að taka sér örfáar mínútur og athuga hver er að senda skilaboð, hverjum er verið að greiða, hvort netslóðin eða netfangið líti sérkennilega út og þar fram eftir götunum getur skipt sköpum. Að þessu sögðu er vert að benda á að öryggisstjórar og aðrir tæknimenn hjá bönkum, greiðslumiðlunum, opinberum stofnunum, lögreglunni og einkaaðilum vinna mikið og gott starf í baráttunni við netglæpi. Viðbragstími þeirra er oftast góður og mikil þekking til staðar til að lágmarka skaðann sem netglæpamenn geta valdið. Mikilvægt er að einkaaðilar og hið opinbera haldi áfram opnu samtali og skiptist á upplýsingum með að markmiði að bæta varnir gegn þessum vágesti. Ekki síst krefst þessi flókna og síbreytilega tegund glæpa þess að hugsað sé út fyrir kassann þegar hugað er að bestu framkvæmd viðbragða. Það þurfa allir að hafa augun hjá sér og taka þann tíma sem þarf til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Við bendum fólki á að skoða heimasíðu verkefnisins á taktutvær.is, kynna sér aðferðir netglæpamanna og hvað er hægt að gera til að lágmarka áhættuna á að lenda í þeim. Verum vakandi og vörumst netglæpi. Hvetjum alla til að kynna sér efnið á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Júlíusdóttir Netglæpir Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins, Samtök fjármálafyrirtækja og Neytendasamtökin hafa tekið höndum saman til að vekja athygli á því vaxandi vandamáli sem netglæpir eru. Átakið nefnist Taktu tvær, en hvaða tvær eru þetta sem við þurfum að taka? Við erum að benda fólki á að í þeim hraða sem einkennir nútíma samfélag og viðskiptahætti er gríðarlega mikilvægt að fólk taki sér smávægilegan tíma til að athuga hvort allt sé með felldu áður en greitt er fyrir vöru eða þjónustu í gengum tölvu eða síma. Að staldra við í stuttan tíma í stað þess að klára málið strax getur sparað einstaklingum og fyrirtækjum háar fjárhæðir. Við hvetjum almennt ekki til tortryggni í viðskiptum enda byggjast viðskipti fyrst og fremst á trausti. En í þessum málum er mikilvægt að viðhafa heilbrigða tortryggni. Netglæpir geta verið allt frá því að vera hlægilega augljósir yfir í að vera vel útfærðir. Illa orðuð SMS sem biðja um smáar fjárhæðir vegna sendinga, undarleg gylliboð um fjárfestingakosti sem þekktir aðilar mæla með, yfirmaður sem biður um greiðslu reiknings undir pressu til óþekkts aðila og ótrúleg tilboð á eftirsóknarverðum vörum. Leiðirnar sem glæpamennirnir nota eru óteljandi og það eru einnig ráðin til að koma auga á svindl. Með nýju átaki samtakanna gegn netglæpum sem ber heitið Taktu tvær viljum við kynna með eins einföldum hætti og hægt er helstu leiðir fyrir fólk til að vara sig á netglæpum. Við bendum á að tvær mínútur til eða frá í dagsins amstri skipta ekki öllu. Mun mikilvægara er að gefa ekki upp viðkvæmar upplýsingar sem hægt er að misnota eða greiða fyrir vöru sem aldrei kemur. Fyrsta og mikilvægasta vörnin gegn þessum glæpum er hjá okkur sjálfum. Það er ekki auðvelt að breyta hegðun sinni, en það eitt að taka sér örfáar mínútur og athuga hver er að senda skilaboð, hverjum er verið að greiða, hvort netslóðin eða netfangið líti sérkennilega út og þar fram eftir götunum getur skipt sköpum. Að þessu sögðu er vert að benda á að öryggisstjórar og aðrir tæknimenn hjá bönkum, greiðslumiðlunum, opinberum stofnunum, lögreglunni og einkaaðilum vinna mikið og gott starf í baráttunni við netglæpi. Viðbragstími þeirra er oftast góður og mikil þekking til staðar til að lágmarka skaðann sem netglæpamenn geta valdið. Mikilvægt er að einkaaðilar og hið opinbera haldi áfram opnu samtali og skiptist á upplýsingum með að markmiði að bæta varnir gegn þessum vágesti. Ekki síst krefst þessi flókna og síbreytilega tegund glæpa þess að hugsað sé út fyrir kassann þegar hugað er að bestu framkvæmd viðbragða. Það þurfa allir að hafa augun hjá sér og taka þann tíma sem þarf til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu. Við bendum fólki á að skoða heimasíðu verkefnisins á taktutvær.is, kynna sér aðferðir netglæpamanna og hvað er hægt að gera til að lágmarka áhættuna á að lenda í þeim. Verum vakandi og vörumst netglæpi. Hvetjum alla til að kynna sér efnið á taktutvær.is Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja.
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun