„Þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf“ Þungavigtin skrifar 10. ágúst 2022 17:46 Að venju eru skiptar skoðanir í Þungavigtinni. Stöð 2 Sport Mikið hefur verið rætt og ritað um samskipti Arnars Grétarssonar og Sveins Arnarssonar, fjórða dómara í leik KA og KR á dögunum, eftir að sá fyrrnefndi var dæmdur í fimm leikja bann. Rikki G, Mikael og Kristján Óli í Þungavigtinni létu ekki sitt eftir liggja í umræðunni. Arnar missti sig í kjölfar þess að KA-menn vildu fá vítaspyrnu í uppbótartíma á Atla Sigurjónsson, leikmann KR, sem fór heldur groddaralega í leikmann KA en ekkert var dæmt. Mikið ósætti hafði verið við dómgæsluna beggja megin vallar en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, fékk gult spjald í leiknum. Arnar fékk að líta rautt spjald eftir ummæli sín um dómgæsluna í kjölfar atviksins innan teigs KR en eftir að rauða spjaldið fór á loft lét hann heldur ljót ummæli falla um Svein Arnarsson, fjórða dómara leiksins. Klippa: Umræða í Þungavigtinni um bann Arnars Um það atvik segir Mikael Nikúlasson: „Þetta er engin ofsafengin framkoma. Þetta er sagt í hverjum einasta leik af öllum.“ „Það er greinilegt af því hvernig hann segir þetta að þetta var ekki besti vinur hans fyrir leik heldur.“ bætti Mikael við. Því er þá velt upp hvort lengd bannsins stafi af því að Arnar lét Svein aftur heyra það þegar þeir hittust í KA-heimilinu daginn eftir, þar sem Sveinn var að mæta með börn sín á æfingu. Um það segir Kristján Óli Sigurðsson: „Ef þetta bann tengist eitthvað deginum eftir þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf,“ Hlusta má á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má þætti af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Þungavigtin Besta deild karla KA Tengdar fréttir Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. 10. ágúst 2022 11:05 „KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. 10. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Arnar missti sig í kjölfar þess að KA-menn vildu fá vítaspyrnu í uppbótartíma á Atla Sigurjónsson, leikmann KR, sem fór heldur groddaralega í leikmann KA en ekkert var dæmt. Mikið ósætti hafði verið við dómgæsluna beggja megin vallar en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, fékk gult spjald í leiknum. Arnar fékk að líta rautt spjald eftir ummæli sín um dómgæsluna í kjölfar atviksins innan teigs KR en eftir að rauða spjaldið fór á loft lét hann heldur ljót ummæli falla um Svein Arnarsson, fjórða dómara leiksins. Klippa: Umræða í Þungavigtinni um bann Arnars Um það atvik segir Mikael Nikúlasson: „Þetta er engin ofsafengin framkoma. Þetta er sagt í hverjum einasta leik af öllum.“ „Það er greinilegt af því hvernig hann segir þetta að þetta var ekki besti vinur hans fyrir leik heldur.“ bætti Mikael við. Því er þá velt upp hvort lengd bannsins stafi af því að Arnar lét Svein aftur heyra það þegar þeir hittust í KA-heimilinu daginn eftir, þar sem Sveinn var að mæta með börn sín á æfingu. Um það segir Kristján Óli Sigurðsson: „Ef þetta bann tengist eitthvað deginum eftir þá þarf að taka þessa aganefnd og sópa henni allri út á haf,“ Hlusta má á brot úr umræðu þáttarins hér fyrir ofan. Það má þætti af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Þungavigtin Besta deild karla KA Tengdar fréttir Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. 10. ágúst 2022 11:05 „KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. 10. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. 10. ágúst 2022 11:05
„KA mun áfrýja þessu máli og það mun bara fara í sinn farveg“ KA mun áfrýja fimm leikja banninu sem aganefnd KSÍ dæmdi Arnar Grétarsson, þjálfara liðsins, í. Þetta staðfesti Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í viðtali við Fótbolti.net. 10. ágúst 2022 13:30