Gefa lítið fyrir vælið í Mosfellingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2022 14:00 Sveinn Andri Sveinsson kom lítið við sögu hjá Aftureldingu á þeim tveimur árum sem hann var hjá félaginu. vísir/hulda margrét Þríeykið í Handkastinu gefur lítið fyrir umkvartanir Gunnars Magnússonar, þjálfara Aftureldingar, vegna félagaskipta Sveins Andra Sveinssonar. Sveinn Andri gekk í raðir Aftureldingar frá ÍR fyrir tveimur árum en spilaði lítið sem ekkert með Mosfellingum vegna meiðsla. Hann virðist hafa náð sér af þeim en Afturelding getur ekki nýtt krafta hans því hann hefur samið við Empor Rostock í þýsku B-deildinni. Gunnar fór ekki leynt með svekkelsi sitt í viðtali við handbolta.is og sagði félagaskiptin vera mikil vonbrigði. „Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Strákarnir í Handkastinu skilja ákvörðun Sveins Andra og segja að hann hafi verið í fullum rétti til að taka hana. „Sveinn Andri hefur nákvæmlega ekkert gert þarna og bara búinn að vera meiddur. Afturelding hefur örugglega staðið við bakið á honum en maðurinn var samningsbundinn og er bara að hugsa um sig og sinn feril,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í fyrsta þætti Handkastsins sem kom inn á Vísi í gær. „Afturelding vissi að þeir væru að taka leikmann sem hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. En þetta er sérstaklega svekkjandi þar sem þetta var eini miðjumaðurinn þeirra. En Sveinn Andri er bara að hugsa um sinn feril og lítur á þetta sem spennandi tækifæri og hoppar á það. Hann á ekkert að vera að hugsa að hann skuldi Gunna Magg og Aftureldingu því þeir hafi verið svo góðir við mig í minni endurhæfingu. Ég get lofað þér því að ef það hefði hentað Aftureldingu að losa sig við hann hefðu þeir gert það. Þannig virkar þetta í íþróttum og atvinnulífinu. Þetta var bara væll.“ Arnar Daði Arnarsson tók undir með Theodóri og varpaði ábyrgðinni frekar á Aftureldingu. „Ég er eins mikið sammála og hægt er. Ég set miklu frekar spurningarmerki við það að Afturelding sé með klásúlu í samningi hjá lykilleikmanni að hann geti bara farið kortér í mót. Það er klúðrið,“ sagði Arnar Daði. Afturelding tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 1. umferð Olís-deildarinnar 8. september. Olís-deild karla Afturelding Handkastið Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Sveinn Andri gekk í raðir Aftureldingar frá ÍR fyrir tveimur árum en spilaði lítið sem ekkert með Mosfellingum vegna meiðsla. Hann virðist hafa náð sér af þeim en Afturelding getur ekki nýtt krafta hans því hann hefur samið við Empor Rostock í þýsku B-deildinni. Gunnar fór ekki leynt með svekkelsi sitt í viðtali við handbolta.is og sagði félagaskiptin vera mikil vonbrigði. „Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Strákarnir í Handkastinu skilja ákvörðun Sveins Andra og segja að hann hafi verið í fullum rétti til að taka hana. „Sveinn Andri hefur nákvæmlega ekkert gert þarna og bara búinn að vera meiddur. Afturelding hefur örugglega staðið við bakið á honum en maðurinn var samningsbundinn og er bara að hugsa um sig og sinn feril,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í fyrsta þætti Handkastsins sem kom inn á Vísi í gær. „Afturelding vissi að þeir væru að taka leikmann sem hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. En þetta er sérstaklega svekkjandi þar sem þetta var eini miðjumaðurinn þeirra. En Sveinn Andri er bara að hugsa um sinn feril og lítur á þetta sem spennandi tækifæri og hoppar á það. Hann á ekkert að vera að hugsa að hann skuldi Gunna Magg og Aftureldingu því þeir hafi verið svo góðir við mig í minni endurhæfingu. Ég get lofað þér því að ef það hefði hentað Aftureldingu að losa sig við hann hefðu þeir gert það. Þannig virkar þetta í íþróttum og atvinnulífinu. Þetta var bara væll.“ Arnar Daði Arnarsson tók undir með Theodóri og varpaði ábyrgðinni frekar á Aftureldingu. „Ég er eins mikið sammála og hægt er. Ég set miklu frekar spurningarmerki við það að Afturelding sé með klásúlu í samningi hjá lykilleikmanni að hann geti bara farið kortér í mót. Það er klúðrið,“ sagði Arnar Daði. Afturelding tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 1. umferð Olís-deildarinnar 8. september.
Olís-deild karla Afturelding Handkastið Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira