„Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2022 11:00 Af hliðarlínunni og í myndverið. Arnar Daði Arnarsson er genginn til liðs við Seinni bylgjuna. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Arnar Daði hætti sem þjálfari karlaliðs Gróttu í vor eftir þriggja ára starf. Hann hefur þó ekki hætt afskiptum af handbolta því hann er nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar og mun auk þess sjá um Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta. Fyrsti þáttur tímabilsins kom inn á Vísi í gær. „Ég er vanur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég held ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og sleppa klisjunum þótt þær eigi alltaf vel við á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Arnar Daði í samtali við Vísi í dag. Hann er ekki ókunnur fjölmiðlum, hefur lengi skrifað fyrir Fótbolta.net og var með Handkastið áður en það lagðist í tveggja ára hýði. „Ég hef verið í hlaðvarpsheiminum síðustu árin og það hefur verið númer eitt, tvö og þrjú. Það er flott að tvinna þessu saman, fyrst Handkastið og Seinni bylgjan ætla að vera í samstarfi. Ég ætla ekki að segja að mig hafi dreymt um þetta á nóttunni en þú tekur ekkert handboltann úr mér. Ég held þetta komi ekkert öllum á óvart. Ég var í tveimur þáttum í síðustu úrslitakeppni og það var gaman að vinna í kringum það,“ sagði Arnar. Hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að handboltanum. Hann vill samt ekki meina að hann sé óvæginn. „Ég vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn. Ég vona að fólk sem þekkir mig ekki kynnist mér betur. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu en það er aldrei gert til að niðurlægja eða tala illa um fólk. Þetta er gert til að vekja áhuga og umtal um hluti sem er erfitt að ræða um og aðrir þora ekki,“ sagði Arnar Daði. Hann viðurkennir að það verði snúið fyrir sig að tjá um lið Gróttu sem hann er nýhættur að þjálfa. „Það gefur auga leið að það verður erfitt að tjá mig um Gróttu og það verður mitt að stærsta verkefni, að segja hlutina eins og þeir eru varðandi liðið. Ég hef alveg ímyndað mér hversu erfitt það verður en ég ætla að vona að þeim gangi sem best svo ég þurfi að gagnrýna þá sem minnst,“ sagði Arnar Daði að endingu. Olís-deild karla Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira
Arnar Daði hætti sem þjálfari karlaliðs Gróttu í vor eftir þriggja ára starf. Hann hefur þó ekki hætt afskiptum af handbolta því hann er nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar og mun auk þess sjá um Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta. Fyrsti þáttur tímabilsins kom inn á Vísi í gær. „Ég er vanur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég held ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og sleppa klisjunum þótt þær eigi alltaf vel við á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Arnar Daði í samtali við Vísi í dag. Hann er ekki ókunnur fjölmiðlum, hefur lengi skrifað fyrir Fótbolta.net og var með Handkastið áður en það lagðist í tveggja ára hýði. „Ég hef verið í hlaðvarpsheiminum síðustu árin og það hefur verið númer eitt, tvö og þrjú. Það er flott að tvinna þessu saman, fyrst Handkastið og Seinni bylgjan ætla að vera í samstarfi. Ég ætla ekki að segja að mig hafi dreymt um þetta á nóttunni en þú tekur ekkert handboltann úr mér. Ég held þetta komi ekkert öllum á óvart. Ég var í tveimur þáttum í síðustu úrslitakeppni og það var gaman að vinna í kringum það,“ sagði Arnar. Hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að handboltanum. Hann vill samt ekki meina að hann sé óvæginn. „Ég vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn. Ég vona að fólk sem þekkir mig ekki kynnist mér betur. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu en það er aldrei gert til að niðurlægja eða tala illa um fólk. Þetta er gert til að vekja áhuga og umtal um hluti sem er erfitt að ræða um og aðrir þora ekki,“ sagði Arnar Daði. Hann viðurkennir að það verði snúið fyrir sig að tjá um lið Gróttu sem hann er nýhættur að þjálfa. „Það gefur auga leið að það verður erfitt að tjá mig um Gróttu og það verður mitt að stærsta verkefni, að segja hlutina eins og þeir eru varðandi liðið. Ég hef alveg ímyndað mér hversu erfitt það verður en ég ætla að vona að þeim gangi sem best svo ég þurfi að gagnrýna þá sem minnst,“ sagði Arnar Daði að endingu.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Fleiri fréttir Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Sjá meira