Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Lúðvík Júliusson skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum. Hver gætir þess að réttar upplýsingar séu aðgengilegar réttum einstaklingum? Svarið er enginn. Aukið aðgengi að upplýsingum á Island.is Í fréttabréfi Stafræns Íslands í ágúst 2022 er aukið aðgengi að upplýsingum um börn kynntar. Nú geta foreldrar sem hafa forsjá, einnig sameiginlega, fengið aðgang að öllum upplýsingum sem tengd hafa verið börnunum. Þetta er framför en ekki er gætt að öryggi skjalanna sem fara í dreifingu. Aðgengi að persónuupplýsingum hins foreldrisins Stafrænt Ísland gætti ekki varúðar þegar opnað var fyrir aðgang að upplýsingum um barnið því samskipti foreldra við stofnanir eru í einhverjum tilfellum tengd við barnið. Ef foreldar búa ekki saman þá geta þeir lesið samskipti sem þeir ættu ekki að hafa aðgang að. Þessar upplýsingar geta varðað viðkvæmar fjárhagslegar, félagslegar- og/eða heilsufarsupplýsingar hins foreldrisins. Ef foreldrar búa ekki saman þá eiga þeir undir engum kringumstæðum að hafa aðgang að persónuupplýsingum hins foreldrisins. Sérstaklega ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Það er augljóst. Hvernig er hægt að nota þessar upplýsingar? Þessar viðkvæmu persónuupplýsingar er hægt að nota í deilum foreldra eða til að hefja deilur, t.d. um breytingu á forsjá og lögheimili. Í þessum gögnum, þar sem foreldri gefur upp nákvæma mynd af stöðu sinni, er hægt að finna veikleika sem nota má gegn því. Island.is er galopið Á Island.is er hægt að nálgast þessar viðkvæmar persónuupplýsingar um hitt foreldrið. Upplýsingar sem ekki eiga undir neinum kringumstæðum að vera aðgengilegar. Ég er búinn að tilkynna þetta til Island.is, Tryggingastofnunar, Þjóðskrár, Fjármálaráðuneytisins og Persónuverndar. Þau ætla ekki að bregðast við. Engin viðbragðsáætlun er til staðar ef það kemur upp svona stór og viðamikill gagnaleki. Ekkert gerist og þessar upplýsingar eru enn aðgengilegar. Þessi leki gæti varðað þúsundir barna og foreldra. Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Rétt viðbrögð væru að virkja viðbragðsáætlun, loka fyrir dreifingu gagnanna, sannreyna ferla og opna svo aftur fyrir dreifingu þeirra þegar búið væri að leiðrétta skráningu gagnanna. En ekkert gerist, enginn tilkynningahnappur er til og ekkert gerist. Þrír dagar eru síðan ég tilkynnti þetta og aðgengi að þessum gögnum er enn opinn. Stjórnvöld fá algjöra falleinkunn í netöryggismálum. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Persónuvernd Stjórnsýsla Netöryggi Lúðvík Júlíusson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Íslensk stjórnvöld eru í 4. sæti meðal Evrópuþjóða í stafrænni þjónustu og markmiðið er að gera enn betur á komandi árum. Markmið Stafræns Íslands er að gera aðgengi að upplýsingum og þjónustu auðveldari á komandi árum. Hver gætir þess að réttar upplýsingar séu aðgengilegar réttum einstaklingum? Svarið er enginn. Aukið aðgengi að upplýsingum á Island.is Í fréttabréfi Stafræns Íslands í ágúst 2022 er aukið aðgengi að upplýsingum um börn kynntar. Nú geta foreldrar sem hafa forsjá, einnig sameiginlega, fengið aðgang að öllum upplýsingum sem tengd hafa verið börnunum. Þetta er framför en ekki er gætt að öryggi skjalanna sem fara í dreifingu. Aðgengi að persónuupplýsingum hins foreldrisins Stafrænt Ísland gætti ekki varúðar þegar opnað var fyrir aðgang að upplýsingum um barnið því samskipti foreldra við stofnanir eru í einhverjum tilfellum tengd við barnið. Ef foreldar búa ekki saman þá geta þeir lesið samskipti sem þeir ættu ekki að hafa aðgang að. Þessar upplýsingar geta varðað viðkvæmar fjárhagslegar, félagslegar- og/eða heilsufarsupplýsingar hins foreldrisins. Ef foreldrar búa ekki saman þá eiga þeir undir engum kringumstæðum að hafa aðgang að persónuupplýsingum hins foreldrisins. Sérstaklega ekki viðkvæmum persónuupplýsingum. Það er augljóst. Hvernig er hægt að nota þessar upplýsingar? Þessar viðkvæmu persónuupplýsingar er hægt að nota í deilum foreldra eða til að hefja deilur, t.d. um breytingu á forsjá og lögheimili. Í þessum gögnum, þar sem foreldri gefur upp nákvæma mynd af stöðu sinni, er hægt að finna veikleika sem nota má gegn því. Island.is er galopið Á Island.is er hægt að nálgast þessar viðkvæmar persónuupplýsingar um hitt foreldrið. Upplýsingar sem ekki eiga undir neinum kringumstæðum að vera aðgengilegar. Ég er búinn að tilkynna þetta til Island.is, Tryggingastofnunar, Þjóðskrár, Fjármálaráðuneytisins og Persónuverndar. Þau ætla ekki að bregðast við. Engin viðbragðsáætlun er til staðar ef það kemur upp svona stór og viðamikill gagnaleki. Ekkert gerist og þessar upplýsingar eru enn aðgengilegar. Þessi leki gæti varðað þúsundir barna og foreldra. Stjórnvöld fá falleinkunn í netöryggismálum Rétt viðbrögð væru að virkja viðbragðsáætlun, loka fyrir dreifingu gagnanna, sannreyna ferla og opna svo aftur fyrir dreifingu þeirra þegar búið væri að leiðrétta skráningu gagnanna. En ekkert gerist, enginn tilkynningahnappur er til og ekkert gerist. Þrír dagar eru síðan ég tilkynnti þetta og aðgengi að þessum gögnum er enn opinn. Stjórnvöld fá algjöra falleinkunn í netöryggismálum. Höfundur er viðskiptafræðingur, faðir og áhugamaður um réttindi barna.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar