Eiður Smári: „Verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp á að gera okkur lífið svona erfitt“ Árni Jóhansson skrifar 11. ágúst 2022 21:00 Fjalar Þorgeirsson og Eiður Smári Guðjohnsen, þjálfair FH. Vísir/Diego Þjálfara FH, Eið Smára Guðjohnsen, var skiljanlega létt eftir að hans menn náðu að klára verkefnið í kvöld þegar liðið lagði Kórdrengi 2-4 í átta liða úrslitum Mjólkurbikarsins. Hann var ánægður með ýmislegt í kvöld en biðlaði til sinna manna hætta að koma sér í klandur. „Léttir? Já. Auðvitað. Við ætluðum okkur áfram í þessari keppni en við gerðum okkur erfitt fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Við sýndum þó að það braut okkur ekki á bak aftur. Við komum til baka, héldum ró okkar, betur en við höfum gert undanfarnar vikur en þetta er aldrei auðvelt. Alveg sama hver mótherjinn er“, sagði Eiður þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir leikinn og hvort honum væri ekki létt. Hann var næst spurður hver skilaboðin voru í hálfleik til sinna manna. Þeir gerðu sér erfitt fyrir en það sem Eiður lagði upp með hefur gengið eftir. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og við verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp með að gera okkur lífið svona erfitt. Það sem ég lagði mest upp með var að hreyfa boltann eins mikið og við getum. Helst of margar sendingar, aðeins að yfirspila, þannig myndum við drepa tempóið í leiknum og þá myndi markið koma að sjálfum sér. Sem það gerði.“ Steven Lennon gerði þrennu í leiknum. Hann sýndi gæði sín í því að vera réttur maður á réttum stað og klára færin sín í dag og Eiður var spurður hvort það væri ekki þægilegt að eiga hann inni. „Kominn tími á að hann sprakk út“, sagði Eiður og hló við áður en hann hélt áfram: „Eins og ég hef alltaf sagt, Lenny er ennþá sami leikmaðurinn sem ég þjálfaði fyrir tveimur árum. Hann þarf bara að halda áfram.“ Eiður var neyddur í að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en Eggert Gunnþór tognaði í lok hálfleiksins en einnig var Gunnari Nielsen, markverði, skipt út. Eiður var spurður að því hver pælingin hafi verið á bakvið þá breytingu. „Gunnar er með smávægileg meiðsli. Mér fannst ekki vera 100 prósent og þá vorum við bara óhræddir við að gera þá breytingu.“ Að lokum var Eiður spurður hvað þessi sigur gæfi FH. „Hann gefur okkur það að við erum komnir í undanúrslit í bikarnum. Við leggjum þessa keppni til hliðar núna, tímabundið og förum í stríð út í Eyjum á sunnudaginn.“ Mjólkurbikar karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Kórdrengir Tengdar fréttir Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
„Léttir? Já. Auðvitað. Við ætluðum okkur áfram í þessari keppni en við gerðum okkur erfitt fyrir ef ég á að segja alveg eins og er. Við sýndum þó að það braut okkur ekki á bak aftur. Við komum til baka, héldum ró okkar, betur en við höfum gert undanfarnar vikur en þetta er aldrei auðvelt. Alveg sama hver mótherjinn er“, sagði Eiður þegar hann var beðinn um að lýsa tilfinningum sínum eftir leikinn og hvort honum væri ekki létt. Hann var næst spurður hver skilaboðin voru í hálfleik til sinna manna. Þeir gerðu sér erfitt fyrir en það sem Eiður lagði upp með hefur gengið eftir. „Við gerðum okkur erfitt fyrir og við verðum að hætta að bjóða sjálfum okkur upp með að gera okkur lífið svona erfitt. Það sem ég lagði mest upp með var að hreyfa boltann eins mikið og við getum. Helst of margar sendingar, aðeins að yfirspila, þannig myndum við drepa tempóið í leiknum og þá myndi markið koma að sjálfum sér. Sem það gerði.“ Steven Lennon gerði þrennu í leiknum. Hann sýndi gæði sín í því að vera réttur maður á réttum stað og klára færin sín í dag og Eiður var spurður hvort það væri ekki þægilegt að eiga hann inni. „Kominn tími á að hann sprakk út“, sagði Eiður og hló við áður en hann hélt áfram: „Eins og ég hef alltaf sagt, Lenny er ennþá sami leikmaðurinn sem ég þjálfaði fyrir tveimur árum. Hann þarf bara að halda áfram.“ Eiður var neyddur í að gera tvöfalda breytingu í hálfleik en Eggert Gunnþór tognaði í lok hálfleiksins en einnig var Gunnari Nielsen, markverði, skipt út. Eiður var spurður að því hver pælingin hafi verið á bakvið þá breytingu. „Gunnar er með smávægileg meiðsli. Mér fannst ekki vera 100 prósent og þá vorum við bara óhræddir við að gera þá breytingu.“ Að lokum var Eiður spurður hvað þessi sigur gæfi FH. „Hann gefur okkur það að við erum komnir í undanúrslit í bikarnum. Við leggjum þessa keppni til hliðar núna, tímabundið og förum í stríð út í Eyjum á sunnudaginn.“
Mjólkurbikar karla FH Fótbolti Íslenski boltinn Kórdrengir Tengdar fréttir Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Sjá meira
Leik lokið: Kórdrengir - FH 2-4 | Lennon með þrennu í fyrri hálfleik og FH fer í undanúrslit Kórdrengir geta gengið stoltir frá borði þrátt fyrir að hafa tapað fyrir FH í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins fyrr í kvöld. Leikar enduðu 2-4 fyrir FH en Kórdrengir sýndu stórveldinu enga virðingu og komust tvisvar yfir í fyrri hálfleik. Gæði Steven Lennon og örlítil heppni gerðu það að verkum að FH-ingar komust þó yfir og sigldu svo leiknum heim. 11. ágúst 2022 20:10