Ferðamaðurinn sækir í eldgos og dónaskap Jakob Bjarnar skrifar 12. ágúst 2022 10:52 Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, er nú að moka út bókum til erlendra ferðamanna. Bækur um eldgos renna út sem heitar lummur og þá höfða bækur Hugleiks til ferðamannanna. vísir/vilhelm Egill Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Forlagsins segir bóksölu til erlendra ferðamanna aldrei hafa verið meiri en nú selst helmingi meira af bókum til þeirra en 2019. „Það er mjög ánægjulegt að sjá þessa frábæru viðspyrnu í sölu bóka til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn í samtali við Vísi. Fjöldi titla uppseldur Að sögn framkvæmdastjórans hafði það veruleg áhrif á tekjuhlið Forlagsins þegar ferðamennirnir hurfu í Covid-ástandinu. Sala á bókum til erlendra ferðamanna hefur verið einn mikilvægasti tekjupóstur fyrirtækisins og hann núllaðist nánast algerlega í tvö ár. „Þetta kemur til með að skipta okkur miklu máli,“ segir Egill Örn. Egill segir að nú er svo komið að endurprentunarvélarnar hafi verið ræstar um það bil hálfu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir þar sem fjöldi titla er uppseldur eða við það að seljast upp. Yfirleitt er prentað inn í ferðabókalistann einu sinni á ári, í upphafi hvers árs, en nú er verið að ræsa vélarnar í ágúst, eftir frábært ferðamannasumar. Hugleikur og Pilkington höfða til ferðamannsins En hvaða bækur eru þetta sem höfða einkum til erlendra ferðamanna? Það kemur líklega engum á óvart að gríðarlegur kippur hefur komið í sölu bóka um eldgos. Úr einni bóka Hugleiks sem renna út sem heitar lummur til erlendra ferðamanna. Hugleikur er þekktur fyrir húmor sem myndi seint flokkast sem teprulegur. „En nokkur fjöldi slíkra titla var fyrir á markaðnum, meðal annars um „fyrra eldgosið“ við Fagradalsfjall. Eldgosið er nú þegar að hafa mjög jákvæð áhrif á bóksölu til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn. En það eru ekki einungis landafræði og jarðfræði sem höfða til erlendra ferðamanna. Að sögn Egils er til að mynda athyglisvert að sjá að bækur Hugleiks eru með allra vinsælustu bókum fyrir erlenda ferðamenn í dag. „Sömuleiðis eru bækur Brian Pilkington að mokast út í bílförmum. Líklega hefur samsetning ferðamanna töluvert um þetta að segja. Umtalsvert fleiri frá Bandaríkjunum en færri frá til dæmis Asíu. Jájá, það eru ekki bara hótel og bílaleigubílar sem seljast upp, bækur eru sömuleiðis að seljast upp,“ segir Egill Örn ánægður með gang mála. Og annað dæmi um lesefni sem höfðar til erlendra ferðamanna. Bókaútgáfa Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
„Það er mjög ánægjulegt að sjá þessa frábæru viðspyrnu í sölu bóka til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn í samtali við Vísi. Fjöldi titla uppseldur Að sögn framkvæmdastjórans hafði það veruleg áhrif á tekjuhlið Forlagsins þegar ferðamennirnir hurfu í Covid-ástandinu. Sala á bókum til erlendra ferðamanna hefur verið einn mikilvægasti tekjupóstur fyrirtækisins og hann núllaðist nánast algerlega í tvö ár. „Þetta kemur til með að skipta okkur miklu máli,“ segir Egill Örn. Egill segir að nú er svo komið að endurprentunarvélarnar hafi verið ræstar um það bil hálfu ári fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir þar sem fjöldi titla er uppseldur eða við það að seljast upp. Yfirleitt er prentað inn í ferðabókalistann einu sinni á ári, í upphafi hvers árs, en nú er verið að ræsa vélarnar í ágúst, eftir frábært ferðamannasumar. Hugleikur og Pilkington höfða til ferðamannsins En hvaða bækur eru þetta sem höfða einkum til erlendra ferðamanna? Það kemur líklega engum á óvart að gríðarlegur kippur hefur komið í sölu bóka um eldgos. Úr einni bóka Hugleiks sem renna út sem heitar lummur til erlendra ferðamanna. Hugleikur er þekktur fyrir húmor sem myndi seint flokkast sem teprulegur. „En nokkur fjöldi slíkra titla var fyrir á markaðnum, meðal annars um „fyrra eldgosið“ við Fagradalsfjall. Eldgosið er nú þegar að hafa mjög jákvæð áhrif á bóksölu til erlendra ferðamanna,“ segir Egill Örn. En það eru ekki einungis landafræði og jarðfræði sem höfða til erlendra ferðamanna. Að sögn Egils er til að mynda athyglisvert að sjá að bækur Hugleiks eru með allra vinsælustu bókum fyrir erlenda ferðamenn í dag. „Sömuleiðis eru bækur Brian Pilkington að mokast út í bílförmum. Líklega hefur samsetning ferðamanna töluvert um þetta að segja. Umtalsvert fleiri frá Bandaríkjunum en færri frá til dæmis Asíu. Jájá, það eru ekki bara hótel og bílaleigubílar sem seljast upp, bækur eru sömuleiðis að seljast upp,“ segir Egill Örn ánægður með gang mála. Og annað dæmi um lesefni sem höfðar til erlendra ferðamanna.
Bókaútgáfa Ferðamennska á Íslandi Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira