„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær er ritstjóri Kjarnans. Vísir/Egill Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans. Í gær var hann yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra, líkt og til hefur staðið síðan í febrúar, þegar hann og þrír aðrir blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu í tengslum við umfjöllun sína um skæruliðadeild Samherja. Hinir þrír eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Sá síðastnefndi fór einnig í yfirheyrslu í gær. Í greinargerð lögreglunnar í tengslum við málið kom fram að blaðamennirnir væru grunaðir um að hafa afritað og dreift kynferðislegu myndefni af Páli Steingrímssyni skipstjóra, en gögnin sem umfjöllun blaðamannanna byggði á voru meðal annars fengin úr síma hans. „Í þessari yfirheyrslu sem var stutt og laggóð, var ekkert spurt um slíkt efni, eða dreifingu á því. Þetta voru spurningar sem snerust um það að reyna að komast að því hverjir heimildamenn fjölmiðla, í þeirri umfjöllun sem við réðumst í í maí í fyrra, voru. Sem við svöruðum að sjálfsögðu ekki, vegna þess að 25. grein laga um fjölmiðla segir það mjög skýrt að vernd heimildamanna er algjör,“ segir Þórður Snær í samtali við fréttastofu. Rannsóknin snúist um fréttir Þórður segist því telja að meint dreifing og varsla kynferðislegs myndefnis sé ekki lengur sakarefni í málinu, og bendir á að almennt séu sakborningar spurðir út í það sem þeim er gefið að sök, þegar þeir eru yfirheyrðir. Þá hafi lögregla viljað fá upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar innan ritstjórna um hvaða efni eigi að fjalla, og hvað eigi erindi við almenning. „Þannig að það er algjörlega skýrt að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýst fyrst og síðast um það að við höfum skrifað fréttir og hvort það sé tilhlýðilegt og í samræmi við lög að fréttir um það sem við skrifuðum, og byggt á þeim gögnum sem við skrifuðum þær upp úr, séu birtar og lagðar fyrir almenning.“ Þungbært að sitja undir ásökunum Þórður Snær er ekki í vafa um að sú umfjöllun sem undir er í rannsókninni hafi átt erindi við almenning. Hann telji að með rannsókninni sé verið að reyna að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann telur einnig að fallið verði frá málinu, en segir þungbært að sitja undir ásökunum sem fram hafa komið. „Þess vegna væri ákaflega eftirsóknarvert ef lögreglan myndi ljúka þessari rannsókn sinni gagnvart okkur sem allra fyrst og komast að niðurstöðu, hvorn veginn sem hún er. Vegna þess að ég er í engum vafa um að ég braut engin lög, og það gerðu kollegar mínir ekki heldur.“ Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans. Í gær var hann yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra, líkt og til hefur staðið síðan í febrúar, þegar hann og þrír aðrir blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu í tengslum við umfjöllun sína um skæruliðadeild Samherja. Hinir þrír eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Sá síðastnefndi fór einnig í yfirheyrslu í gær. Í greinargerð lögreglunnar í tengslum við málið kom fram að blaðamennirnir væru grunaðir um að hafa afritað og dreift kynferðislegu myndefni af Páli Steingrímssyni skipstjóra, en gögnin sem umfjöllun blaðamannanna byggði á voru meðal annars fengin úr síma hans. „Í þessari yfirheyrslu sem var stutt og laggóð, var ekkert spurt um slíkt efni, eða dreifingu á því. Þetta voru spurningar sem snerust um það að reyna að komast að því hverjir heimildamenn fjölmiðla, í þeirri umfjöllun sem við réðumst í í maí í fyrra, voru. Sem við svöruðum að sjálfsögðu ekki, vegna þess að 25. grein laga um fjölmiðla segir það mjög skýrt að vernd heimildamanna er algjör,“ segir Þórður Snær í samtali við fréttastofu. Rannsóknin snúist um fréttir Þórður segist því telja að meint dreifing og varsla kynferðislegs myndefnis sé ekki lengur sakarefni í málinu, og bendir á að almennt séu sakborningar spurðir út í það sem þeim er gefið að sök, þegar þeir eru yfirheyrðir. Þá hafi lögregla viljað fá upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar innan ritstjórna um hvaða efni eigi að fjalla, og hvað eigi erindi við almenning. „Þannig að það er algjörlega skýrt að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýst fyrst og síðast um það að við höfum skrifað fréttir og hvort það sé tilhlýðilegt og í samræmi við lög að fréttir um það sem við skrifuðum, og byggt á þeim gögnum sem við skrifuðum þær upp úr, séu birtar og lagðar fyrir almenning.“ Þungbært að sitja undir ásökunum Þórður Snær er ekki í vafa um að sú umfjöllun sem undir er í rannsókninni hafi átt erindi við almenning. Hann telji að með rannsókninni sé verið að reyna að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann telur einnig að fallið verði frá málinu, en segir þungbært að sitja undir ásökunum sem fram hafa komið. „Þess vegna væri ákaflega eftirsóknarvert ef lögreglan myndi ljúka þessari rannsókn sinni gagnvart okkur sem allra fyrst og komast að niðurstöðu, hvorn veginn sem hún er. Vegna þess að ég er í engum vafa um að ég braut engin lög, og það gerðu kollegar mínir ekki heldur.“
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Sjá meira
Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17