Rómversk stórborg fundin, enginn veit hvað hún hét Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 14. ágúst 2022 14:30 Fornleifafræðingur að störfum. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Stevica Mrdja/GettyImages Fornleifafræðingar hafa fundið rústir 2.000 ára stórborgar frá tímum Rómaveldis á Norður-Spáni. Málið þykir hið dularfyllsta því enginn veit hvað borgin hét og engin gögn eru til um hana. Fyrir fjórum árum báðu ráðamenn í spænska þorpinu Artieda sem er við rætur Pýreneafjalla sem skilja að Frakkland og Spán, fornleifafræðinga við háskólann í Zaragoza um að rannsaka leifar um forna byggð sem fundust höfðu á víð og dreif um svæðið. Engar heimildir til um tilvist borgarinnar Í sumar voru niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar og þær hafa í raun skilið fólk eftir agndofa. Þarna fannst nefnilega rómversk stórborg. Fornleifarnar eru afar heillegar, þarna getur að líta reglulegt borgarskipulag, vatns- og fráveitukerfi, böð, götur, trúarhof og hluti borgarmúranna stendur enn uppi, allt að 2ja metra háir. Þá eru þarna íþróttamannvirki og heillegar svart/hvítar mósaíkmyndir þar sem menn hafa greint sjávarguðinn Póseidon, hesta og höfrunga, svo dæmi séu tekin. Ráðgátan stóra er þó sú að enginn veit hvað þessi borg hét. Hennar er hvergi getið í sagnfræðiheimildum og það sem meira er, það er ekkert um hana að finna í rómverskum samtímaskjölum eða kortum, en fornleifafræðingar slá því föstu að borgin sé frá 1. öld eftir Krist. Alþekkt að borgir hafi verið afmáðar af yfirborði jarðar Nú þegar er búið að rannsaka um 4 hektara og út frá því sem þar hefur fundist fullyrða fræðimenn hreinlega að þarna hafi legið stórborg. Hún liggur líka á stað sem á sínum tíma var í þjóðbraut Rómaveldis; á nokkurs konar krossgötum til allra átta. Þeir telja því að enn leynist mikið undir jörðinni á þessu svæði. Það er alþekkt í sögunni að þegar innrásarherir óvinaþjóða lögðu undir sig borgir og landsvæði, þá var lögð áhersla á að útrýma öllu því sem fyrir var til þess hreinlega að afmá óvininn með öllu af yfirborði jarðar. Þess eru mörg dæmi. Það er hins vegar mikil ráðgáta að hvergi skuli nokkuð finnast um svo stóra borg í rómverskum samtímaheimildum. Miklar og fjárfrekar rannsóknir fram undan Fræðimenn telja að langan tíma taki að fullrannsaka borgina, allt að 100 ár, fornleifarannsóknir eru dýrar og margir berjast um hituna. Til að mynda er vitað að á Spáni einum eru um 20.000 staðir þar sem talin er ástæða til að ráðast í fornleifarannsóknir. Þetta eru fjárfrek fræði og bæjarstjórnin í Altieda hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna slíkar rannsóknir. Því þótt þarna hafi verið rómversk stórborg fyrir 2.000 árum, þá er þarna lítið þorp í dag, en íbúar Altieda eru 78 talsins. Spánn Fornminjar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira
Fyrir fjórum árum báðu ráðamenn í spænska þorpinu Artieda sem er við rætur Pýreneafjalla sem skilja að Frakkland og Spán, fornleifafræðinga við háskólann í Zaragoza um að rannsaka leifar um forna byggð sem fundust höfðu á víð og dreif um svæðið. Engar heimildir til um tilvist borgarinnar Í sumar voru niðurstöður rannsóknarinnar gerðar opinberar og þær hafa í raun skilið fólk eftir agndofa. Þarna fannst nefnilega rómversk stórborg. Fornleifarnar eru afar heillegar, þarna getur að líta reglulegt borgarskipulag, vatns- og fráveitukerfi, böð, götur, trúarhof og hluti borgarmúranna stendur enn uppi, allt að 2ja metra háir. Þá eru þarna íþróttamannvirki og heillegar svart/hvítar mósaíkmyndir þar sem menn hafa greint sjávarguðinn Póseidon, hesta og höfrunga, svo dæmi séu tekin. Ráðgátan stóra er þó sú að enginn veit hvað þessi borg hét. Hennar er hvergi getið í sagnfræðiheimildum og það sem meira er, það er ekkert um hana að finna í rómverskum samtímaskjölum eða kortum, en fornleifafræðingar slá því föstu að borgin sé frá 1. öld eftir Krist. Alþekkt að borgir hafi verið afmáðar af yfirborði jarðar Nú þegar er búið að rannsaka um 4 hektara og út frá því sem þar hefur fundist fullyrða fræðimenn hreinlega að þarna hafi legið stórborg. Hún liggur líka á stað sem á sínum tíma var í þjóðbraut Rómaveldis; á nokkurs konar krossgötum til allra átta. Þeir telja því að enn leynist mikið undir jörðinni á þessu svæði. Það er alþekkt í sögunni að þegar innrásarherir óvinaþjóða lögðu undir sig borgir og landsvæði, þá var lögð áhersla á að útrýma öllu því sem fyrir var til þess hreinlega að afmá óvininn með öllu af yfirborði jarðar. Þess eru mörg dæmi. Það er hins vegar mikil ráðgáta að hvergi skuli nokkuð finnast um svo stóra borg í rómverskum samtímaheimildum. Miklar og fjárfrekar rannsóknir fram undan Fræðimenn telja að langan tíma taki að fullrannsaka borgina, allt að 100 ár, fornleifarannsóknir eru dýrar og margir berjast um hituna. Til að mynda er vitað að á Spáni einum eru um 20.000 staðir þar sem talin er ástæða til að ráðast í fornleifarannsóknir. Þetta eru fjárfrek fræði og bæjarstjórnin í Altieda hefur ekki bolmagn til þess að fjármagna slíkar rannsóknir. Því þótt þarna hafi verið rómversk stórborg fyrir 2.000 árum, þá er þarna lítið þorp í dag, en íbúar Altieda eru 78 talsins.
Spánn Fornminjar Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Sjá meira