UMFÍ tekur við rekstri Skólabúðanna að Reykjum Bjarki Sigurðsson skrifar 12. ágúst 2022 22:37 Frá vinstri: Sigurður Guðmundsson, forstöðumaður Skóla- og Ungmennabúða, Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri og Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. UMFÍ Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) mun taka við rekstri Skólabúðanna að Reykjum frá næsta skólaári. Um 3.200 nemendur í 7. bekk í grunnskóla heimsækja búðirnar ár hvert. Í dag skrifaði Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, undir samning um rekstur á Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði frá og með næsta skólaári. Sveitarstjórn Húnaþings vestra auglýsti í mars á þessu ári um samstarfsaðila um rekstur búðanna. „Þetta er ánægjulegur dagur. Við fögnum því að að náðst hafi samkomulag við UMFÍ og erum spennt fyrir samstarfinu,“ sagði Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, við undirritunina. Áhersla lögð á félagsleg markmið Í umboði Húnaþings vestra mun UMFÍ annast rekstur skólabúðanna en um 3.200 grunnskólabörn af öllu landinu sækja búðirnar á hverju skólaári. Í rekstrarsamningi kemur meðal annars fram að í skólabúðunum sé unnið eftir Heimsmarkmiðum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðalnámskrá grunnskóla. Sérstök áhersla er lögð á uppeldis- og félagsleg markmið. Í skólabúðunum eru nemendur einnig kynntir fyrir sögu og atvinnuháttum á landsbyggðinni með skipulagðri safnakennslu í samstarfi við Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. „Þetta eru tímamót hjá okkur í UMFÍ. Í Skólabúðunum að Reykjum munum við halda áfram með óformlegt nám eins og við gerum í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Starfsemin verður að mestu með óbreyttu sniði en okkar góðu áherslur UMFÍ og gildi sem fela í sér gleði, þátttöku og samvinnu verður í forgrunni þar sem ungmennafélagsandinn verður leiðarljósið,“ segir Auður Inga. UMFÍ er nú þegar við með starfræktar ungmennabúðir á Laugarvatni en þangað fara um tvö þúsund nemendur í 9. Bekk ár hvert. Börn og uppeldi Húnaþing vestra Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Í dag skrifaði Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ, undir samning um rekstur á Skólabúðunum að Reykjum í Hrútafirði frá og með næsta skólaári. Sveitarstjórn Húnaþings vestra auglýsti í mars á þessu ári um samstarfsaðila um rekstur búðanna. „Þetta er ánægjulegur dagur. Við fögnum því að að náðst hafi samkomulag við UMFÍ og erum spennt fyrir samstarfinu,“ sagði Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, fráfarandi sveitarstjóri Húnaþings vestra, við undirritunina. Áhersla lögð á félagsleg markmið Í umboði Húnaþings vestra mun UMFÍ annast rekstur skólabúðanna en um 3.200 grunnskólabörn af öllu landinu sækja búðirnar á hverju skólaári. Í rekstrarsamningi kemur meðal annars fram að í skólabúðunum sé unnið eftir Heimsmarkmiðum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og aðalnámskrá grunnskóla. Sérstök áhersla er lögð á uppeldis- og félagsleg markmið. Í skólabúðunum eru nemendur einnig kynntir fyrir sögu og atvinnuháttum á landsbyggðinni með skipulagðri safnakennslu í samstarfi við Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna. „Þetta eru tímamót hjá okkur í UMFÍ. Í Skólabúðunum að Reykjum munum við halda áfram með óformlegt nám eins og við gerum í Ungmennabúðum UMFÍ á Laugarvatni. Starfsemin verður að mestu með óbreyttu sniði en okkar góðu áherslur UMFÍ og gildi sem fela í sér gleði, þátttöku og samvinnu verður í forgrunni þar sem ungmennafélagsandinn verður leiðarljósið,“ segir Auður Inga. UMFÍ er nú þegar við með starfræktar ungmennabúðir á Laugarvatni en þangað fara um tvö þúsund nemendur í 9. Bekk ár hvert.
Börn og uppeldi Húnaþing vestra Skóla - og menntamál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira