Segjast óupplýstar á lífshættulegum biðlista Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 14. ágúst 2022 09:00 Þórhildur Sara og Elín Ósk Vísir/Arnar Halldórsson Trans konurnar Elín Ósk og Þórhildur Sara lýsa yfir mikilli óánægju vegna þjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart trans konum. Þær segja lengd biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgerðum óásættanlega og stjórnvöld segi biðtímann mikið styttri en hann sé í raun. Lítið upplýsingaflæði segja þær vera á milli kerfisins og kvennanna. Biðin geti reynst trans konum lífshættuleg. Elín segir upplýsingar um biðlista eftir kynleiðréttingaraðgerðum sem komi fram í fjölmiðlum vera „kolvitlausar.“ Hún segir Landspítalann og heilbrigðisráðherra gefa út villandi upplýsingar um biðtíma eftir þessum aðgerðum. „Þau ýkja verulega hversu langur biðtíminn er. Ég er búin að bíða í fjögur ár, þau eru að tala um eitt til eitt og hálft ár,“ segir Elín. Þegar Elín og Þórhildur eru spurðar út í það hvernig biðlistinn virki er fátt um svör, svo lítið gagnsæi er til staðar. Systir Elínar, Rósmarý segist hafa heyrt af því að einstaklingar hringi til þess að fá upplýsingar um stöðu sína á listanum og komi þá í ljós að einstaklingurinn sé dottinn út af honum. Í kjölfarið færist einstaklingurinn neðst á listann. Elín og Þórhildur eru sammála um það að kynleiðréttingaraðgerðir séu lífsnauðsynlegar. Biðin reynist mjög erfið en um veruna á biðlista segir Elín, „lífið fer á pásu á meðan tíminn heldur áfram.“ „Það er enginn sem tekur upp símann og hringir í mann“ Þórhildur segir einu upplýsingarnar sem hún hafi fengið þegar hún komst á biðlista hafa verið að biðin væri að minnsta kosti eitt ár, „ég fékk aldrei upplýsingar um hvað ég gæti undirbúið mig undir að bíða lengi.“ Lítið upplýsingaflæði sé á milli trans kvenna og heilbrigðiskerfisins en Elín segist ekki hafa fengið að vita það að hún gæti fengið sæði sitt fryst fyrr en hormónameðferð var hafin, þá hafi það verið orðið of seint. Þórhildur SaraVísir/Arnar Halldórsson Eftirfylgni varðandi hormónagjöf segja þær litla en Þórhildur hefur þurft að skipta um hormónalyf vegna þess að þau hafi ekki verið til hjá framleiðanda með tilheyrandi óþægindum. Hún nefnir að þegar hún hafi þurft að ná í innkirtlalækni hafi hann ekki svarað fyrr en eftir fimm eða sex vikur. „Eina eftirfylgnin sem ég er í eru blóðprufur sem ég þarf sjálf að fara í,“ segir Þórhildur. Hún segist sjálf þurfa að sjá um að biðja um þær. „Það er enginn sem tekur upp símann og hringir í mann,“ segir Elín. Hefur gert tilraunir til sjálfsvígs vegna biðtímans Aðspurðar hvort eitthvað í kerfinu grípi transkonur á meðan biðinni stendur segja þær lítið vera um það nema fjóra viðtalstíma hjá trans teyminu í byrjun ferlisins eða það að fara í brjóstastækkun. Brjóstastækkun sé þó skammtímalausn og hjálpi ekki almennilega. Það er þó ekki aðeins bið eftir aðgerðum þegar kemur að kynleiðréttingarferlinu heldur þurfi trans konur að vera á hormónum í að minnsta kosti eitt ár áður en þær komast á biðlista eftir aðgerð. Til þess að komast á hormóna þurfi þó tíma hjá innkirtlalækni en biðina eftir tíma hjá honum segja þær vera að minnsta kosti níu mánuði. Elín segist nú hafa beðið í fjögur ár eftir því að komast í aðgerð, biðin reynist mjög erfið og segist hún nú vera komin á þann stað að hún sé farin að stunda sjálfskaða. „Ég er meira að segja farin að gera sjálfsvígstilraunir út af biðtíma, það bara verður að gera eitthvað,“ segir Elín. Elín ÓskVísir/Arnar Halldórsson Vegna biðarinnar hérlendis hóf Elín leit út fyrir landsteinanna „Ég er búin að finna spítala í Hollandi sem gerir aðgerðina, ég er að vonast eftir því að sjúkratryggingar samþykki umsóknina mína þar,“ en það sé enginn biðlisti á spítalanum í Hollandi og Elín segist geta komist í aðgerðina þar í haust ef allt gengur upp. Fremst á óskalista hjá Elínu og Þórhildi er að biðtíminn eftir kynleiðréttingaraðgerðum sé styttur, það hafi mest áhrif. „Það gæti breytt lífum og bjargað lífum eiginlega líka myndi ég segja,“ segir Þórhildur. „Þetta er staðan á Íslandi í dag,“ segir Elín að lokum. Málefni trans fólks Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. 10. maí 2022 21:00 „Þetta snýst um að eiga lifandi dóttur eða látinn son“ Foreldrar Bjarkar Lárusdóttur fylgdu henni út til Tælands í kynleiðréttingaraðgerð í apríl síðastliðnum, eftir að hafa fengið veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Þau hafa stutt dóttur sína frá fyrsta degi og lýsa Tælandsferðinni sem ævintýri, þar sem bæði féllu saknaðar- og gleðitár. 11. maí 2022 09:00 Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30 Tugir á biðlistum hjá trans teymum LSH og margir að bíða eftir aðgerð Kynleiðréttingaraðgerðum hefur fjölgað töluvert síðustu ár en frá árinu 2010 hafa 85 einstaklingar gengist undir 184 aðgerðir sem flokkast til eða tengjast kynleiðréttingarferlinu. 10. febrúar 2022 08:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Elín segir upplýsingar um biðlista eftir kynleiðréttingaraðgerðum sem komi fram í fjölmiðlum vera „kolvitlausar.“ Hún segir Landspítalann og heilbrigðisráðherra gefa út villandi upplýsingar um biðtíma eftir þessum aðgerðum. „Þau ýkja verulega hversu langur biðtíminn er. Ég er búin að bíða í fjögur ár, þau eru að tala um eitt til eitt og hálft ár,“ segir Elín. Þegar Elín og Þórhildur eru spurðar út í það hvernig biðlistinn virki er fátt um svör, svo lítið gagnsæi er til staðar. Systir Elínar, Rósmarý segist hafa heyrt af því að einstaklingar hringi til þess að fá upplýsingar um stöðu sína á listanum og komi þá í ljós að einstaklingurinn sé dottinn út af honum. Í kjölfarið færist einstaklingurinn neðst á listann. Elín og Þórhildur eru sammála um það að kynleiðréttingaraðgerðir séu lífsnauðsynlegar. Biðin reynist mjög erfið en um veruna á biðlista segir Elín, „lífið fer á pásu á meðan tíminn heldur áfram.“ „Það er enginn sem tekur upp símann og hringir í mann“ Þórhildur segir einu upplýsingarnar sem hún hafi fengið þegar hún komst á biðlista hafa verið að biðin væri að minnsta kosti eitt ár, „ég fékk aldrei upplýsingar um hvað ég gæti undirbúið mig undir að bíða lengi.“ Lítið upplýsingaflæði sé á milli trans kvenna og heilbrigðiskerfisins en Elín segist ekki hafa fengið að vita það að hún gæti fengið sæði sitt fryst fyrr en hormónameðferð var hafin, þá hafi það verið orðið of seint. Þórhildur SaraVísir/Arnar Halldórsson Eftirfylgni varðandi hormónagjöf segja þær litla en Þórhildur hefur þurft að skipta um hormónalyf vegna þess að þau hafi ekki verið til hjá framleiðanda með tilheyrandi óþægindum. Hún nefnir að þegar hún hafi þurft að ná í innkirtlalækni hafi hann ekki svarað fyrr en eftir fimm eða sex vikur. „Eina eftirfylgnin sem ég er í eru blóðprufur sem ég þarf sjálf að fara í,“ segir Þórhildur. Hún segist sjálf þurfa að sjá um að biðja um þær. „Það er enginn sem tekur upp símann og hringir í mann,“ segir Elín. Hefur gert tilraunir til sjálfsvígs vegna biðtímans Aðspurðar hvort eitthvað í kerfinu grípi transkonur á meðan biðinni stendur segja þær lítið vera um það nema fjóra viðtalstíma hjá trans teyminu í byrjun ferlisins eða það að fara í brjóstastækkun. Brjóstastækkun sé þó skammtímalausn og hjálpi ekki almennilega. Það er þó ekki aðeins bið eftir aðgerðum þegar kemur að kynleiðréttingarferlinu heldur þurfi trans konur að vera á hormónum í að minnsta kosti eitt ár áður en þær komast á biðlista eftir aðgerð. Til þess að komast á hormóna þurfi þó tíma hjá innkirtlalækni en biðina eftir tíma hjá honum segja þær vera að minnsta kosti níu mánuði. Elín segist nú hafa beðið í fjögur ár eftir því að komast í aðgerð, biðin reynist mjög erfið og segist hún nú vera komin á þann stað að hún sé farin að stunda sjálfskaða. „Ég er meira að segja farin að gera sjálfsvígstilraunir út af biðtíma, það bara verður að gera eitthvað,“ segir Elín. Elín ÓskVísir/Arnar Halldórsson Vegna biðarinnar hérlendis hóf Elín leit út fyrir landsteinanna „Ég er búin að finna spítala í Hollandi sem gerir aðgerðina, ég er að vonast eftir því að sjúkratryggingar samþykki umsóknina mína þar,“ en það sé enginn biðlisti á spítalanum í Hollandi og Elín segist geta komist í aðgerðina þar í haust ef allt gengur upp. Fremst á óskalista hjá Elínu og Þórhildi er að biðtíminn eftir kynleiðréttingaraðgerðum sé styttur, það hafi mest áhrif. „Það gæti breytt lífum og bjargað lífum eiginlega líka myndi ég segja,“ segir Þórhildur. „Þetta er staðan á Íslandi í dag,“ segir Elín að lokum.
Málefni trans fólks Heilbrigðismál Hinsegin Tengdar fréttir Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. 10. maí 2022 21:00 „Þetta snýst um að eiga lifandi dóttur eða látinn son“ Foreldrar Bjarkar Lárusdóttur fylgdu henni út til Tælands í kynleiðréttingaraðgerð í apríl síðastliðnum, eftir að hafa fengið veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Þau hafa stutt dóttur sína frá fyrsta degi og lýsa Tælandsferðinni sem ævintýri, þar sem bæði féllu saknaðar- og gleðitár. 11. maí 2022 09:00 Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30 Tugir á biðlistum hjá trans teymum LSH og margir að bíða eftir aðgerð Kynleiðréttingaraðgerðum hefur fjölgað töluvert síðustu ár en frá árinu 2010 hafa 85 einstaklingar gengist undir 184 aðgerðir sem flokkast til eða tengjast kynleiðréttingarferlinu. 10. febrúar 2022 08:50 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Sjá meira
Kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi varð henni lífsbjörg Kona sem er nýkomin heim úr kynleiðréttingaraðgerð í Tælandi telur að hún hefði ekki lifað af áralanga bið eftir aðgerðinni á Íslandi. Hún vill að aðgerðirnar verði flokkaðar sem lífsnauðsynlegar en á þriðja tug transkvenna eru nú á biðlista hér heima. 10. maí 2022 21:00
„Þetta snýst um að eiga lifandi dóttur eða látinn son“ Foreldrar Bjarkar Lárusdóttur fylgdu henni út til Tælands í kynleiðréttingaraðgerð í apríl síðastliðnum, eftir að hafa fengið veð í húsi sínu til að fjármagna ferlið. Þau hafa stutt dóttur sína frá fyrsta degi og lýsa Tælandsferðinni sem ævintýri, þar sem bæði féllu saknaðar- og gleðitár. 11. maí 2022 09:00
Segir trans fólk vanrækt í heilbrigðiskerfinu Kynleiðréttingaraðgerðir eru lífsnauðsynlegar trans fólki og er þjónusta við það vanrækt í heilbrigðiskerfinu, að mati formanns Trans Ísland. 31. janúar 2022 19:30
Tugir á biðlistum hjá trans teymum LSH og margir að bíða eftir aðgerð Kynleiðréttingaraðgerðum hefur fjölgað töluvert síðustu ár en frá árinu 2010 hafa 85 einstaklingar gengist undir 184 aðgerðir sem flokkast til eða tengjast kynleiðréttingarferlinu. 10. febrúar 2022 08:50