Einn látinn og að minnsta kosti fjörutíu særðir eftir að tónleikasvið hrundi á Spáni Magnús Jochum Pálsson skrifar 14. ágúst 2022 00:13 Veðurstofa Spánar hefur varað við sterkum og heitum vindhviðum sem ná allt að tuttugu metrum á sekúndu. EPA/Natxo Fernandes Einn lést og að minnsta kosti 40 særðust eftir að tónleikasvið hrundi vegna sterkra vindhviða á Medusa-tónlistarhátíðinni í Cullera-borg í Valensía-héraði á Spáni á laugardag. Að sögn lögreglu hrundi hluti stóra sviðs tónlistarhátíðarinnar auk annarra mannvirkja við innganginn að hátíðinni vegna sterkra vindhviða klukkan 4:18 um morguninn. Við hrunið hafi 22 ára maður orðið fyrir hluta sviðsins og látist við höggið. Að auki séu að minnsta kosti 40 særðir, þar af þrír sem séu alvarlega særðir, að sögn yfirvalda. Kröftugar og heitar vindhviður í austurhluta Spánar Að sögn skipuleggjenda Medusa-tónlistarhátíðarinnar voru um 50 þúsund manns á tónleikasvæðinu þegar atvikið átti sér stað og tók um 40 mínútur að tæma svæðið. Morguninn eftir greindu forsvarsmenn hátíðarinnar frá því að þeir hyggðust fresta hátíðinni vegna veðurs til að tryggja öryggi tónleikagesta, starfsmanna og tónlistarmanna en á hádegi, nokkrum tímum síðar, aflýstu þeir henni endanlega. Veðurstofa Valensía-héraðs greindi frá því að í austurhluta landsins hafi „heitar vindhviður“ náð meira en tuttugu metrum á sekúndu og falið í sér snarpar hitastigshækkanir. Í myndbandi frá Twitter hér fyrir neðan má sjá hve kröftugur vindurinn var á tónleikasvæðinu. Severe winds have caused the main stage to collapse at an EDM festival in Spain killing one and injuring at least 40.This is why weather delays are always to be taken seriously. Thoughts with the families involved. @medusa_festivalpic.twitter.com/Sh6d8PzJVo— Festive Owl (@TheFestiveOwl) August 13, 2022 Spánn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Að sögn lögreglu hrundi hluti stóra sviðs tónlistarhátíðarinnar auk annarra mannvirkja við innganginn að hátíðinni vegna sterkra vindhviða klukkan 4:18 um morguninn. Við hrunið hafi 22 ára maður orðið fyrir hluta sviðsins og látist við höggið. Að auki séu að minnsta kosti 40 særðir, þar af þrír sem séu alvarlega særðir, að sögn yfirvalda. Kröftugar og heitar vindhviður í austurhluta Spánar Að sögn skipuleggjenda Medusa-tónlistarhátíðarinnar voru um 50 þúsund manns á tónleikasvæðinu þegar atvikið átti sér stað og tók um 40 mínútur að tæma svæðið. Morguninn eftir greindu forsvarsmenn hátíðarinnar frá því að þeir hyggðust fresta hátíðinni vegna veðurs til að tryggja öryggi tónleikagesta, starfsmanna og tónlistarmanna en á hádegi, nokkrum tímum síðar, aflýstu þeir henni endanlega. Veðurstofa Valensía-héraðs greindi frá því að í austurhluta landsins hafi „heitar vindhviður“ náð meira en tuttugu metrum á sekúndu og falið í sér snarpar hitastigshækkanir. Í myndbandi frá Twitter hér fyrir neðan má sjá hve kröftugur vindurinn var á tónleikasvæðinu. Severe winds have caused the main stage to collapse at an EDM festival in Spain killing one and injuring at least 40.This is why weather delays are always to be taken seriously. Thoughts with the families involved. @medusa_festivalpic.twitter.com/Sh6d8PzJVo— Festive Owl (@TheFestiveOwl) August 13, 2022
Spánn Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent