Jón Þór: Stór móment sem breyta þessum leik 14. ágúst 2022 20:33 Jón Þór Hauksson var sáttur við sína menn þrátt fyrir tapið. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður með andann í sínu liði þrátt fyrir 3-0 tap gegn KA í dag. Liðið situr í botnsæti deildarinnar og hefur nú tapað sjö leikjum í röð. „Það er auðvitað margt sem gerist í þessum leik og breytir þessum leik, stór atvik. Mér finnst við byrja þennan leik gríðarlega vel og fáum frábær færi og auðvitað eigum við að sjá það aftur í sjónvarpinu en þar sem við stóðum leit þetta þannig út sem algjört dauðafæri og vorum að spila gríðarlega vel á fyrsta kaflanum þangað til við missum mann út af og meira segja var ég mjög ánægðir með hvernig strákarnir útfærðu sinn leik eftir rauða spjaldið. Mér fannst við vera gríðarlega þéttir og útfæra varnarleikinn vel þangað til að þeir skora fyrsta markið en fram að því held ég að þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum þannig að við lögðum gríðarlega mikið í þennan leik en eins og ég segi eru þetta stór móment sem breyta þessum leik.” Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann braut á Hallgrími Mar sem aftasti varnarmaður. Fannst Jóni Þór dómurinn réttur? „Erfitt að meta þetta, ég sé þetta bara einu sinni og á eftir að sjá þetta betur í sjónvarpinu, ég bara get eiginlega ekki dæmt um þetta en ég er nokkuð viss um að maður hefði viljað fá rautt spjald ef þetta hefði verið hinu megin en að því sögðu þá er erfitt fyrir mig að dæma það. Við vorum klaufar að koma okkur í þá stöðu og mér fannst við búnir að vera spila gríðarlega vel fram að því.” KA var betri aðilinn í leiknum en Jón Þór var þó ánægður með ákveðna hluti í leik síns liðs. „Mér fannst við byrja gríðarlega vel og mér fannst við bera betri hérna í upphafi leiks og síðan tóku þeir svolítið stjórnina og voru meira með boltann en við vorum með ágætis tök á því og eigum fína spilkafla og erum að skapa okkur fín færi, mjög góð færi, dauðafæri, þannig ég er svolítið svekktur að við skyldum ekki hafa komist yfir í þessum leik.” ÍA hefur nú tapað sjö leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar með einungis einn sigur. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? „Það lemur á hópinn. Í síðasta leik voru stór atvik líka þar sem við vildum fá fleiri vítaspyrnur og rautt spjald á Val og fáum svo rautt spjald hérna sjálfir þannig þetta fellur ekki með okkur í augnablikinu en það gríðarlega mikil orka og kraftur í liðinu og það eru allir að reyna og hvernig þeir lögðu sig í þennan leik hérna, bæði 10 á móti 10 og 11 á móti 11, það er auðvitað bara til fyrirmyndar og ég er stoltur af því og ég er stoltur af þessu liði. Þetta er mjög ungt lið sem við teflum hérna fram í dag og kannski kemur það örlítið í bakið á okkur þegar við lendum svo undir að kannski vantar örlítið meiri reynslu í þeirri stöðu, hefði viljað hafa örlítið fleiri leiki á bakinu í þeirri stöðu, en mér fannst við gera það gríðarlega vel og ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gerðu það og milli leikja hafa menn virkilega verið að gefa allt í þetta til að snúa þessu við og koma liðinu aftur á rétta braut.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira
„Það er auðvitað margt sem gerist í þessum leik og breytir þessum leik, stór atvik. Mér finnst við byrja þennan leik gríðarlega vel og fáum frábær færi og auðvitað eigum við að sjá það aftur í sjónvarpinu en þar sem við stóðum leit þetta þannig út sem algjört dauðafæri og vorum að spila gríðarlega vel á fyrsta kaflanum þangað til við missum mann út af og meira segja var ég mjög ánægðir með hvernig strákarnir útfærðu sinn leik eftir rauða spjaldið. Mér fannst við vera gríðarlega þéttir og útfæra varnarleikinn vel þangað til að þeir skora fyrsta markið en fram að því held ég að þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum þannig að við lögðum gríðarlega mikið í þennan leik en eins og ég segi eru þetta stór móment sem breyta þessum leik.” Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann braut á Hallgrími Mar sem aftasti varnarmaður. Fannst Jóni Þór dómurinn réttur? „Erfitt að meta þetta, ég sé þetta bara einu sinni og á eftir að sjá þetta betur í sjónvarpinu, ég bara get eiginlega ekki dæmt um þetta en ég er nokkuð viss um að maður hefði viljað fá rautt spjald ef þetta hefði verið hinu megin en að því sögðu þá er erfitt fyrir mig að dæma það. Við vorum klaufar að koma okkur í þá stöðu og mér fannst við búnir að vera spila gríðarlega vel fram að því.” KA var betri aðilinn í leiknum en Jón Þór var þó ánægður með ákveðna hluti í leik síns liðs. „Mér fannst við byrja gríðarlega vel og mér fannst við bera betri hérna í upphafi leiks og síðan tóku þeir svolítið stjórnina og voru meira með boltann en við vorum með ágætis tök á því og eigum fína spilkafla og erum að skapa okkur fín færi, mjög góð færi, dauðafæri, þannig ég er svolítið svekktur að við skyldum ekki hafa komist yfir í þessum leik.” ÍA hefur nú tapað sjö leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar með einungis einn sigur. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? „Það lemur á hópinn. Í síðasta leik voru stór atvik líka þar sem við vildum fá fleiri vítaspyrnur og rautt spjald á Val og fáum svo rautt spjald hérna sjálfir þannig þetta fellur ekki með okkur í augnablikinu en það gríðarlega mikil orka og kraftur í liðinu og það eru allir að reyna og hvernig þeir lögðu sig í þennan leik hérna, bæði 10 á móti 10 og 11 á móti 11, það er auðvitað bara til fyrirmyndar og ég er stoltur af því og ég er stoltur af þessu liði. Þetta er mjög ungt lið sem við teflum hérna fram í dag og kannski kemur það örlítið í bakið á okkur þegar við lendum svo undir að kannski vantar örlítið meiri reynslu í þeirri stöðu, hefði viljað hafa örlítið fleiri leiki á bakinu í þeirri stöðu, en mér fannst við gera það gríðarlega vel og ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gerðu það og milli leikja hafa menn virkilega verið að gefa allt í þetta til að snúa þessu við og koma liðinu aftur á rétta braut.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir „Vorum virkilega virkilega þreyttir síðasta hálftímann“ Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sjá meira