Lið hinnar fangelsuðu Brittney Griner komst í úrslitakeppnina án hennar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. ágúst 2022 14:30 Skylar Diggins-Smith í leik með Phoenix Mercury á móti Connecticut Sun sama dag og Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi í Rússlandi. Getty/M. Anthony Nesmith Phoenix Mercury tryggði sér sæti í úrslitakeppni WNBA-deildarinnar í körfubolta um helgina en þetta er tíunda árið í röð sem liðið spilar um titilinn. Tímabilið í ár er sérstakt vegna þess að einn allra besti leikmaður liðsins situr í fangelsi í Moskvu og hefur gert það síðan í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi á dögunum fyrir eiturlyfjasmygl en hún var handtekinn á flugvelli í Rússlandi með hassolíu í fórum sínum. Griner notaði hana í rafrettu sína og var með minna ein eitt gramm á sér. Mercury þurfti því að spila án miðherja síns á þessu tímabili, liðið fékk til sín miðherjann Tinu Charles en hún fór á miðju tímabili og í síðustu vikunni þurfti Phoenix liðið síðan að spila án bæði þeirra Diönu Taurasi og Skylar Diggins-Smith. Phoenix Mercury var stofnað árið 1997 og er eitt af stofnfélögum WNBA-deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla og þetta verður sautjánda úrslitakeppnin hjá félaginu. Sandy Brondello var rekin fyrir tímabilið eftir átta ára starf og þrátt fyrir að koma liðinu í lokaúrslitin í fyrra. Í stað hennar tók við Vanessa Nygaard sem hafði aldrei þjálfað áður úi WNBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Leikmenn Mercury hafa talað um það allt tímabilið hvað raunir Griner í Rússlandi hafi reynt mikið á liðið. Þær þurftu að spila leik 4. ágúst eftir að hafa horft upp á liðsfélaga sinn vera dæmda í níu ára fangelsi fyrr um daginn. Skylar Diggins-Smith, einn besti leikmaður liðsins, var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir þann leik og hefur ekki spilað með liðinu síðan vegna persónulegra ástæðna. Taurasi, stigahæsti leikmaður allra tíma, hefur ekki spilað frá 2. ágúst vegna meiðsla. Þrátt fyrir allt þetta þá tókst Mercury liðinu að komast í úrslitakeppnina þar sem liðið hefur verið á hverju ári frá 2012. Liðið endaði í fjórða sæti í Vesturdeildinni og mætir Las Vegas Aces í fyrstu umferðinni. Magnað afrek hjá liðinu en um leið er bara hægt að ímynda sér hvað þær hefðu gert með hina frábæru Brittney Griner undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) NBA Mál Brittney Griner Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira
Tímabilið í ár er sérstakt vegna þess að einn allra besti leikmaður liðsins situr í fangelsi í Moskvu og hefur gert það síðan í febrúar. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Brittney Griner var dæmd í níu ára fangelsi á dögunum fyrir eiturlyfjasmygl en hún var handtekinn á flugvelli í Rússlandi með hassolíu í fórum sínum. Griner notaði hana í rafrettu sína og var með minna ein eitt gramm á sér. Mercury þurfti því að spila án miðherja síns á þessu tímabili, liðið fékk til sín miðherjann Tinu Charles en hún fór á miðju tímabili og í síðustu vikunni þurfti Phoenix liðið síðan að spila án bæði þeirra Diönu Taurasi og Skylar Diggins-Smith. Phoenix Mercury var stofnað árið 1997 og er eitt af stofnfélögum WNBA-deildarinnar. Liðið hefur unnið þrjá meistaratitla og þetta verður sautjánda úrslitakeppnin hjá félaginu. Sandy Brondello var rekin fyrir tímabilið eftir átta ára starf og þrátt fyrir að koma liðinu í lokaúrslitin í fyrra. Í stað hennar tók við Vanessa Nygaard sem hafði aldrei þjálfað áður úi WNBA-deildinni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury) Leikmenn Mercury hafa talað um það allt tímabilið hvað raunir Griner í Rússlandi hafi reynt mikið á liðið. Þær þurftu að spila leik 4. ágúst eftir að hafa horft upp á liðsfélaga sinn vera dæmda í níu ára fangelsi fyrr um daginn. Skylar Diggins-Smith, einn besti leikmaður liðsins, var mikið niðri fyrir þegar hún ræddi við fjölmiðla eftir þann leik og hefur ekki spilað með liðinu síðan vegna persónulegra ástæðna. Taurasi, stigahæsti leikmaður allra tíma, hefur ekki spilað frá 2. ágúst vegna meiðsla. Þrátt fyrir allt þetta þá tókst Mercury liðinu að komast í úrslitakeppnina þar sem liðið hefur verið á hverju ári frá 2012. Liðið endaði í fjórða sæti í Vesturdeildinni og mætir Las Vegas Aces í fyrstu umferðinni. Magnað afrek hjá liðinu en um leið er bara hægt að ímynda sér hvað þær hefðu gert með hina frábæru Brittney Griner undir körfunni. View this post on Instagram A post shared by Phoenix Mercury (@phoenixmercury)
NBA Mál Brittney Griner Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Fótbolti Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Í beinni: Keflavík - Hamar/Þór | Í leit að fyrsta sigrinum „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Sjá meira