Samstaða á tímum loftslagsbreytinga Francis Laufkvist Kristinsbur skrifar 16. ágúst 2022 11:31 Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. Lausnir á loftslagsbreytingum liggja ekki bara í papparörum og gróðursetningu trjáa. Þótt að það séu að einhverju leyti góð skref er heildarmynd þess sem veldur loftslagsbreytingum miklu stærri. Einstaklingsmiðuð barátta er einfaldlega ekki nóg þegar stórstjörnur losa tonnum af CO2 við einkaflug og aðeins 20 fyrirtæki eru ábyrg fyrir 1/3 af öllum kolefnisútblæstri frá 1965 til 2017. Þegar aðal markmið fyrirtækja er hagnaður og bara hagnaður týnist mennskan í græðginni. Ein öflugasta leiðin til þess að stuðla að minni loftslagsbreytingum er að sameinast og pressa á stjórnvöld. Við verðum að vera með læti og vera fyrir, en á meðan bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfinu. Með lagasetningum og framfylgd þeirra getum við gert stórar breytingar. En þær verða að gerast fljótt. Þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga er jafnvel enn þá mikilvægara að standa saman. Við erum strax farin að finna fyrir eftirköstunum. Loftslagsbreytingar eru að valda náttúruhamförum, skógareldum, hitabylgjum og bráðnun jökla. Þótt við séum heppin að búa á Íslandi þýðir það ekki að þessar breytingar hafi ekki áhrif á okkur. Hingað mun streyma mikið af flóttafólki. Þá er mikilvægt að við tökum á móti þeim öllum og að Útlendingastofnun hætti að senda fólk úr landi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem allir eru velkomnir og hjálpast að. Það er löngu orðið tímabært að við hættum þessari endalausu samkeppni og sameinumst öll til að búa til betri heim og batnandi plánetu. Samfélag sem gengur á samvinnu en ekki samkeppni er ekki aðeins betra fyrir plánetuna heldur einnig okkur öll. Í Sameiningu getum við skapað gott umhverfi þar sem allir fá fullnægt þörfum og löngunum sínum. Fjölbreytileikinn er nefnilega svo fallegur og mikilvægur, bæði í náttúrunni og í manneskjum. Þótt við séum lítið land með aðeins 376,248 manns getum við gert ósköp mikið og haft áhrif á stóra reikninginn. Við skulum sameinast og pressa á stjórnvöld að framkvæma aðgerðir sem bjarga mannslífum, dýrum og náttúrunni. Aðgerðir strax! Höfundur er oddviti umhverfisráðs nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Sjá meira
Eins og þið hafið eflaust oft heyrt erum við stödd á tíma mikilla loftslagsbreytinga. Þetta eru loftslagsbreytingar sem eru nú þegar byrjaðar að hafa mikil áhrif á líf fólks og munu halda áfram að gera. Til þess að koma í veg fyrir meiri skaða og takast á við verðandi afleiðingar loftslagsbreytinga er mikilvægt að við stöndum saman. Lausnir á loftslagsbreytingum liggja ekki bara í papparörum og gróðursetningu trjáa. Þótt að það séu að einhverju leyti góð skref er heildarmynd þess sem veldur loftslagsbreytingum miklu stærri. Einstaklingsmiðuð barátta er einfaldlega ekki nóg þegar stórstjörnur losa tonnum af CO2 við einkaflug og aðeins 20 fyrirtæki eru ábyrg fyrir 1/3 af öllum kolefnisútblæstri frá 1965 til 2017. Þegar aðal markmið fyrirtækja er hagnaður og bara hagnaður týnist mennskan í græðginni. Ein öflugasta leiðin til þess að stuðla að minni loftslagsbreytingum er að sameinast og pressa á stjórnvöld. Við verðum að vera með læti og vera fyrir, en á meðan bera virðingu fyrir hvert öðru og umhverfinu. Með lagasetningum og framfylgd þeirra getum við gert stórar breytingar. En þær verða að gerast fljótt. Þegar kemur að afleiðingum loftslagsbreytinga er jafnvel enn þá mikilvægara að standa saman. Við erum strax farin að finna fyrir eftirköstunum. Loftslagsbreytingar eru að valda náttúruhamförum, skógareldum, hitabylgjum og bráðnun jökla. Þótt við séum heppin að búa á Íslandi þýðir það ekki að þessar breytingar hafi ekki áhrif á okkur. Hingað mun streyma mikið af flóttafólki. Þá er mikilvægt að við tökum á móti þeim öllum og að Útlendingastofnun hætti að senda fólk úr landi. Við þurfum að skapa samfélag þar sem allir eru velkomnir og hjálpast að. Það er löngu orðið tímabært að við hættum þessari endalausu samkeppni og sameinumst öll til að búa til betri heim og batnandi plánetu. Samfélag sem gengur á samvinnu en ekki samkeppni er ekki aðeins betra fyrir plánetuna heldur einnig okkur öll. Í Sameiningu getum við skapað gott umhverfi þar sem allir fá fullnægt þörfum og löngunum sínum. Fjölbreytileikinn er nefnilega svo fallegur og mikilvægur, bæði í náttúrunni og í manneskjum. Þótt við séum lítið land með aðeins 376,248 manns getum við gert ósköp mikið og haft áhrif á stóra reikninginn. Við skulum sameinast og pressa á stjórnvöld að framkvæma aðgerðir sem bjarga mannslífum, dýrum og náttúrunni. Aðgerðir strax! Höfundur er oddviti umhverfisráðs nemendafélags Menntaskólans við Hamrahlíð. Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Þessi grein er hluti af greinaátaki Loftslagsverkfallsins í aðdraganda Loftslagsfestivalsins 2022. Þessi fjölskylduvæni viðburður verður haldinn á Menningarnótt (20. ágúst nk.) milli 15:00-18:00 á Austurvelli og verður boðið upp á skemmtilega dagskrá tónlistar atriða, listræna gjörninga, eldræður, gómsætan mat, krítar, og fleira. Hlökkum til að sjá ykkur! Sjá dagskrá: https://fb.me/e/1WAspgt4p
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun