Fengu ekki fullnægjandi svör á sínum tíma: „Við gerum aðra atlögu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2022 18:30 Hrafnhildur Lilja Georgsdóttir var myrt á ferðalagi sínu um Suður-Ameríku árið 2008. vísir/samsett Lögreglan á Íslandi hefur ákveðið að gera aðra tilraun til þess að fá skýringar í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Ríkislögreglustjóri segir að óskað verði eftir frekari gögnum og svörum sem ekki bárust á sínum tíma. Í gær fjölluðum við um mál Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt fyrir fjórtán árum í Dóminíska lýðveldinu. Móðir Hrafnhildar sagði stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Hún vill að málið verði opnað á ný, en morðinginn gengur enn laus. Fengu ekki fyllileg svör við spurningum „Þetta hafði auðvitað áhrif á okkur eins og alla aðra þegar maður sér hvað það er erfitt að bera þessi mál sem ekki hafa fengið lúkningu, við þekkjum það. Í tilefni af umfjölluninni þá fórum við að skoða þetta mál og komumst að því að það hafði ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda á þeim tíma þannig við ákváðum að fara aftur af stað með það,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn hringdi í móðurina í gær Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar Lilju, segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi haft samband við hana símleiðis í gærkvöldi strax eftir að viðtalið var birt til að tilkynna henni að lögregla ætli að skoða gögn í málinu. „Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, talaði við móðurina sem steig fram og hún var sátt við það þannig að það sem við erum að gera er að láta reyna á þetta lögreglusamstarf sem er alltaf að þróast og þroskast.“ Hrafnhildur Lilja hvílir á Ólafsfirði.stöð 2 Forsendur fyrir lögreglusamstarfi betri nú en áður Á hún þar við alþjóðlegt lögreglusamstarf sem Sigríður segir að hafi styrkst mikið á á undanförnum árum. „Þetta er í rauninni í gegnum Interpol sem við myndum ná þessu samstarfi. Við teljum að forsendurnar séu kannski betri núna en áður. Við gerum okkar besta en getum engu lofað eins og staðan er núna, en við gerum aðra atlögu.“ Reyna að fá lúkningu Lögreglan á Íslandi hefur ekki heimildir til þess að rannsaka málið sjálf, nema að um samstarfsrannsókn sé að ræða, en í þessari seinni tilraun mun lögreglan nýta þær leiðir sem hún hefur í gegnum þetta alþjóðlegt samstarf. Skoða þurfi ýmsa þætti. „Hvað var gert? Var málið fullrannsakað? Eru einhverjar vísbendingar? Hvers vegna var því lokið? Þannig að þær upplýsingar skili sér til aðstandenda til þess að reyna að fá lúkningu málsins með einhverjum hætti.“ Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglan Lögreglumál Íslendingar erlendis Ferðalög Tengdar fréttir Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Í gær fjölluðum við um mál Hrafnhildar Lilju sem myrt var á hrottafenginn hátt fyrir fjórtán árum í Dóminíska lýðveldinu. Móðir Hrafnhildar sagði stjórnvöld hafa brugðist í málinu með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn þess. Hún vill að málið verði opnað á ný, en morðinginn gengur enn laus. Fengu ekki fyllileg svör við spurningum „Þetta hafði auðvitað áhrif á okkur eins og alla aðra þegar maður sér hvað það er erfitt að bera þessi mál sem ekki hafa fengið lúkningu, við þekkjum það. Í tilefni af umfjölluninni þá fórum við að skoða þetta mál og komumst að því að það hafði ekki verið svarað öllum fyrirspurnum íslenskra stjórnvalda á þeim tíma þannig við ákváðum að fara aftur af stað með það,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Yfirlögregluþjónn hringdi í móðurina í gær Líney Hrafnsdóttir, móðir Hrafnhildar Lilju, segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi haft samband við hana símleiðis í gærkvöldi strax eftir að viðtalið var birt til að tilkynna henni að lögregla ætli að skoða gögn í málinu. „Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn, talaði við móðurina sem steig fram og hún var sátt við það þannig að það sem við erum að gera er að láta reyna á þetta lögreglusamstarf sem er alltaf að þróast og þroskast.“ Hrafnhildur Lilja hvílir á Ólafsfirði.stöð 2 Forsendur fyrir lögreglusamstarfi betri nú en áður Á hún þar við alþjóðlegt lögreglusamstarf sem Sigríður segir að hafi styrkst mikið á á undanförnum árum. „Þetta er í rauninni í gegnum Interpol sem við myndum ná þessu samstarfi. Við teljum að forsendurnar séu kannski betri núna en áður. Við gerum okkar besta en getum engu lofað eins og staðan er núna, en við gerum aðra atlögu.“ Reyna að fá lúkningu Lögreglan á Íslandi hefur ekki heimildir til þess að rannsaka málið sjálf, nema að um samstarfsrannsókn sé að ræða, en í þessari seinni tilraun mun lögreglan nýta þær leiðir sem hún hefur í gegnum þetta alþjóðlegt samstarf. Skoða þurfi ýmsa þætti. „Hvað var gert? Var málið fullrannsakað? Eru einhverjar vísbendingar? Hvers vegna var því lokið? Þannig að þær upplýsingar skili sér til aðstandenda til þess að reyna að fá lúkningu málsins með einhverjum hætti.“
Íslensk kona myrt í Dóminíska lýðveldinu Dóminíska lýðveldið Lögreglan Lögreglumál Íslendingar erlendis Ferðalög Tengdar fréttir Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23 „Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Lögreglan mun skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju og óska eftir upplýsingum frá Dóminíska lýðveldinu Lögreglan á Íslandi vinnur nú að því að skoða gögn í máli Hrafnhildar Lilju Georgsdóttur sem myrt var í Dóminíska lýðveldinu fyrir fjórtán árum. Lögreglan mun senda fyrirspurnir út og óska eftir upplýsingum um málið. Þetta segir yfirlögregluþjónn alþjóðasviðs ríkislögreglustjóra sem telur lögregluna ekki hafa þær upplýsingar sem hún óskaði eftir í málinu á sínum tíma 16. ágúst 2022 12:23
„Hún er tekin af lífi og það gerir enginn neitt“ Móðir íslenskrar konu sem myrt var á ferðalagi um heiminn segir að íslensk stjórnvöld hafi brugðist fjölskyldunni með því að beita sér aldrei fyrir rannsókn málsins. Hún vill að málið verði opnað á ný og rannsókn tekin upp, en morðinginn gengur enn laus. 15. ágúst 2022 19:30