Alexander Aron: Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu Sverrir Mar Smárason skrifar 16. ágúst 2022 21:42 Alexander Aron var svekktur þegar hann gekk af velli með engin stig í kvöld. Afturelding tapaði í kvöld 2-3 gegn Keflavík í Bestu deild kvenna í Mosfellsbæ. Alexander Aron, þjálfari Aftureldingar, var ánægður með leik síns liðs en þó ósáttur með margt annað. „Ekki sáttur nei. Ég er sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum en ég er bara ekki sáttur við þetta atvik þegar vítaspyrnan er dæmd. Þetta er 50/50 og það hleypur allur bekkurinn hjá Keflavík í fjórða dómarann. Þetta er bara miður. Við erum að tala um að reyna að bæta dómgæsluna eitthvað en við verðum bara að fara að haga okkur á bekknum. Þetta er bara ekki boðleg frammistaða, gargandi allan leikinn,“ sagði Alexander og hélt svo áfram. „Mér fannst þetta vera þannig að þegar við komumst í 2-1 þá taka Keflvíkingar yfir leikinn. Ég reyndi að kalla inn á völlinn að við yrðum að þrauka í 10-15 mínútur og reyna að halda stöðunni. Í þessu atviki þegar vítaspyrnan er dæmd eins og ég ræddi við þig áðan. Frá okkur séð og ég er svo búinn að spyrja nokkra hérna. Þetta er bara 50/50 og menn verða bara að treysta dómaranum. Það sást að dómarinn tók 10 sekúndur að hugsa þetta og það er meðan þeir eru að ráðast að fjórða dómaranum. Ég spurði dómarana hvort ég ætti bara að fylla vini mína á skýrslu og hjóla bara alltaf í þá. Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu.“ Eyrún Vala Harðardóttir kom inná eftir 53. mínútna leik og skoraði strax við fyrstu snertingu sína um 20 sekúndum síðar. „Hún er búin að vera meidd í allt sumar. Hún kemur inná í síðasta leik í hálftíma og kemur núna inná með krafti. Hún er spennt að fá að komast aftur inn á völlinn og stóð sig frábærlega eftir að hún kom inná,“ sagði Alexander um Eyrúnu. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Aðeins einu stigi frá öruggu sæti en 4 stigum frá Keflavík sem tók stigin þrjú í kvöld. „Það er alltaf möguleiki í þessu en ég meina auðvitað er þetta þannig að Keflavík fer upp í fjögur stig á okkur og núna er þetta bara að halda áfram. Þetta er bara íslenskur fótbolti. Bara halda áfram að keyra á þetta og hafa trú á þessu. Við getum unnið öll lið í þessari deild en líka tapað á móti öllum- þannig að við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Alexander brattur að lokum. Fótbolti Afturelding Keflavík ÍF Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
„Ekki sáttur nei. Ég er sáttur við frammistöðuna hjá leikmönnunum en ég er bara ekki sáttur við þetta atvik þegar vítaspyrnan er dæmd. Þetta er 50/50 og það hleypur allur bekkurinn hjá Keflavík í fjórða dómarann. Þetta er bara miður. Við erum að tala um að reyna að bæta dómgæsluna eitthvað en við verðum bara að fara að haga okkur á bekknum. Þetta er bara ekki boðleg frammistaða, gargandi allan leikinn,“ sagði Alexander og hélt svo áfram. „Mér fannst þetta vera þannig að þegar við komumst í 2-1 þá taka Keflvíkingar yfir leikinn. Ég reyndi að kalla inn á völlinn að við yrðum að þrauka í 10-15 mínútur og reyna að halda stöðunni. Í þessu atviki þegar vítaspyrnan er dæmd eins og ég ræddi við þig áðan. Frá okkur séð og ég er svo búinn að spyrja nokkra hérna. Þetta er bara 50/50 og menn verða bara að treysta dómaranum. Það sást að dómarinn tók 10 sekúndur að hugsa þetta og það er meðan þeir eru að ráðast að fjórða dómaranum. Ég spurði dómarana hvort ég ætti bara að fylla vini mína á skýrslu og hjóla bara alltaf í þá. Þetta er bara hundleiðinlegt og ég er brjálaður yfir þessu.“ Eyrún Vala Harðardóttir kom inná eftir 53. mínútna leik og skoraði strax við fyrstu snertingu sína um 20 sekúndum síðar. „Hún er búin að vera meidd í allt sumar. Hún kemur inná í síðasta leik í hálftíma og kemur núna inná með krafti. Hún er spennt að fá að komast aftur inn á völlinn og stóð sig frábærlega eftir að hún kom inná,“ sagði Alexander um Eyrúnu. Afturelding situr áfram í 9. sæti með 9 stig eftir leikinn í kvöld. Aðeins einu stigi frá öruggu sæti en 4 stigum frá Keflavík sem tók stigin þrjú í kvöld. „Það er alltaf möguleiki í þessu en ég meina auðvitað er þetta þannig að Keflavík fer upp í fjögur stig á okkur og núna er þetta bara að halda áfram. Þetta er bara íslenskur fótbolti. Bara halda áfram að keyra á þetta og hafa trú á þessu. Við getum unnið öll lið í þessari deild en líka tapað á móti öllum- þannig að við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Alexander brattur að lokum.
Fótbolti Afturelding Keflavík ÍF Besta deild kvenna Íslenski boltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12 Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Fram | Toppliðið tekur á móti meisturunum „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Snæfríður Sól og Snorri Dagur eru sundfólk ársins Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Bunting slapp með skrekkinn og mætir Indverjanum sem opnaði flóðgáttirnar Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Dagskráin: United á Old Trafford, Extra og píla beint úr Ally Pally „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Sjá meira
Leik lokið: Afturelding-Keflavík 2-3 | Keflvíkingar lyftu sér frá fallsvæðinu Keflvíkingar unnu gríðarlega mikilvægan 2-3 útisigur í sannkölluðum sex stiga leik er liðið heimsótti Aftureldingu í bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. 16. ágúst 2022 21:12